Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Qupperneq 21

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Qupperneq 21
MJALTAVINNA f BÁSAFJÓSUM 19 aður sé svipaður í báðum tilvikum, þegar mjólkurkýr eru um 80. Það, sem hins vegar skiptir máli og raunhæft er að líta á í þessu sambandi, er það, hvað bætt vinnuaðstaða kostar á unna klukkustund. það má t. d. kanna á þann hátt að lækka tímakaup við mjaltir í mjaltabásum, þar til hcildarkostnaður verður hinn sami og við mjaltir á fjósbás- um. Niðurstöður þeirra útreikninga koma einnig fram á 6. mynd. Þær sýna, að mun- ur í tímakaupi verður um 28%, sé vinnu- magnið sem svarar 20 mjólkandi kúm. Sé hins vegar miðað við 40 kýr, er munurinn um 14% og við 60 kýr um 8%. Annað atriði, sem einnig er athugandi í þessum samanburði, er það, að verulegur hluti mjaltatímans er utan venjulegs vinnu- tíma. Væri eðlilegt, að sá tími væri á öðr- um launataxta, en það hefur eðlilega nokkur áhrif á niðurstöðutölur. Til athug- unar á þessu atriði er hér tekið dæmi, þar sem helgarmjaltir eru reiknaðar á yfir- vinnutaxta, þ. e. 4 mjaltir af 14 eða um 29% tímans. Það hefur í för með sér, að kaup hækkar að jafnaði um tæp 19%. Niðurstöður þeirra útreikninga eru einnig sýndar á 6. mynd. Má þar sjá, að áður- nefndar tölur um mun á tímakaupi lækka niður í um 24% við 20 kýr, um 11 % við 40 kýr og um 6% við 60 kýr. Af þessari umfjöllun er ljóst, að mjaltir á mjaltabás eru verulega kostnaðarsamari en mjaltir með rörmjaltakerfi á fjósbás. Ef þessum kostnaðarauka er skipt á vinnu- stundir við mjaltir, samsvarar hann um 24—28% af launum mjaltamanns, þegar um 20 mjólkandi kýr er að ræða, um 11—14% við 40 kýr og um 6—8% við 60 kýr. Önnur atriði. Hér að framan hefur verið fjallað um þau atriði, sem talin eru skipta mestu máli í samanburði á mjaltaaðferðum. En það eru vissulega fleiri atriði, sem vert er að gaumgæfa, þegar ákveðið er um aðbúnað við mjaltir, og verður hér drepið á nokkur þeirra. Vinna við eiginlegar mjaltir (nettó) er minni, þegar mjólkað er á mjaltabás. Mjaltabásum fylgir aftur vinna við ræst- ingu á þeim sjálfum og fjósstéttum. Hins vegar er ekki þörf á, að mjaltafólk annist þá vinnu, ef annar vinnukraftur er til- tækur. Með mjaltabás má haga mjöltun þannig á sumrin, að ekki þurfí að taka kýrnar í fjós. Hreinsun á fjósi er þá óþörf, og vegur það upp á móti vinnu við hreinsun mjaltabása. Mjaltabásum fylgir nokkur aukakost- naður við gerð básmilligerða í fjósi, því að kýrnar eru að jafnaði lokaðar á básunum og milligerðin því lengri. Aftur á móti spar- ast kostnaður og vinna við hálsbönd. Um innistöðutímann fá kýrar nokkra hreyf- ingu, þegar þær fara til mjalta á mjalta- bás. Ymsir telja, að þessi hreyfing hafi töluvert gildi fyrir kýrnar, auk þess sem auðveldara er að fylgjast með beiðslum þeirra. Aftur á móti er nokkur slysahætta af þessum gönguferðum kúnna, ef stéttar eru hálar og flórristar óhentugar. Varð- andi mjaltirnar sjálfar er talið, að mun auðveldara sé að venja kvígur við mjaltir á mjaltabás en á fjósbás, auk þess sem betra er að hemja óþekkar kýr á mjaltabás. I mjaltabásum er venjulega góð lýsing, svo að auðveldara er að fylgjast með júg- urheilbrigði kúnna, og ýmiss konar júg- urmeðhöndlun er auðveldari. Hins vegar tefur öll einstaklingsmeðhöndlun í mjalta- bás mjaltirnar meira en gerist við mjaltir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.