Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Qupperneq 27
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1981 13, 1-2: 25-33
Árstíðabundnar breytingar á seleni í blóði sauðfjár.
Tilraun á Hvanneyri 1980
Guðný Eiríksdóttir
Baldur Símonarson
og
Þorsteinn Þorsteinsson
Tilraunastöð Háskólans í meinafrœði Keldum.
Bjarni Guðmundsson
Og
Jón ViðarJónmundsson
Hvanneyri.
YFIRLIT
Selenástand áa á meðgöngutíma var kannað á Hvanneyri 1979—1980 og athugað, hvort munur kæmi fram
vegna þurrheysfóðrunar á móts við votheysfóðrun. Selen var mælt í sýnum af fóðrinu.
Glutathione peroxidase- (GPx) virkni í blóði ánna minnkaði eftir því, sem leið á meðgöngu, frá 118
einingum/g Hb í janúar í 66 einingar/g Hb í mars og svo í 44 einingar/gHb í maí. Enginn munur var á
GPx-virkni í blóði ánna, sem fengu vothey, og þeirra, sem fengu þurrhey. GPx-virkni í blóði hrúta minnkaði
ekki að sama skapi: 112 einingar/g Hb í mars og 102 einingar/g Hb í maí. Eftir sumarbeit á fjalli mældist
GPx-virkni í blóði ánna um 140 einingar/g Hb.
Selen í heysýnum var alltaf minna en 80 ng/g nema í þurrheyinu í apríl. Með fóðurbætisgjöf mátti bæta
selenfóðrunina, en gjöfum fengitímann hafði engináhrif til að auka GPx-virkni í blóði ánna um meðgöng-
utímann.
INNGANGUR
Selen hefur lengi verið bændum og búvís-
indamönnum áhyggjuefni. Fyrst var það
þekkt sem eiturefni, er hættulega mikið
gat verið af í náttúrunni, en síðan 1957
hefur það líka verið viðurkennt sem nauð-
synlegt snefilefni, er vantað getur í fóður.
Selenskortur veldur hvítvöðvaveiki í flest-
um búfjártegundum, og kemur veikin að-
allega fram í ungviði. Þá getur selen-
skortur valdið ýmsum öðrum kvillum,
t. d. vanþrifum í lömbum (Paynter et al.,
1979), fostum hildum í kúm (Julienet al.,
1967) og ófrjósemi áa (Godwin et al.,
1970). Einnig eru dæmi um selenskort í