Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Síða 30

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Síða 30
28 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR saman í eina viku á undan. Sýnin voru þurrkuð við 70°C, möluð, og síðan voru vikusýnin sett saman í mánaðarsýni. Ættu þessi sýni að gefa rétta mynd af því heyi, sem ærnar fengu. Allar voru selenmælingar gerðar með afbrigði Gissel-Nielsen af flúorljómunar- aðferð Watkinsons (1960). Ekki var unnt að gera nema 18 mæl- ingar í einu með tækjabúnaðinum, sem notaður var, og þar af voru ávallt tvær blindprufur og tveir staðlar. Einnig var mælt heystaðalsýni, sem ýmist var útbúið hér eða fengið frá Danmörku. Heystaðallinn, sem var búinn til hér, var allstórt sýni af grasméli, vandlega blönduðu og geymdu í loftþéttu íláti. Sel- en var mælt í báðum þessum heystöðlum í Risp í Danmörku á rannsóknarstofu G. Gissel-Nielsen. Sveiflustuðull (coefficient of variation) er 10% fyrir heysýni. Þau verða aldrei mjög einsleit (homogen), og veldur það breytileikanum. Blóð var tekið í Venoject-glös úr 16 ám í þurrheyshópnum og fyrst úr 16 ám í vot- heyshópnum, en síðan úr 14 í þeim hóp, eftir að tvær af blóðtökuánum veiktust. Helmingur blóðtökuánna fékk kjarnfóður um fengitímann. Tekið var blóð þrisvar um veturinn og einu sinni haustið 1980, þegar ærnar komu af fjalli. Ekki var þá hægt að ná sömu ánum og höfðu verið í blóðtökuhópnum um veturinn, en þess í stað tekið úr jafnmörgum ám úr hvorum tilraunahóp um sig. Einnig var tekið blóð úr fimm hrútum. Þeir voru fóðraðir á þurrheyi og fóðurbæti. Virkni glutathion peroxidasa var einnig mæld í heilblóði með EDTA-storkvarnar- efni. Notuð var aðferð, sem er byggð á mælingaraðferð Paglia og Valentine (1967) með nokkrum breytingum. Upp- hafsstyrkur hvarfefna var: NADPH 0.12 mM, GSH 3.0 mM, kúmenhýdróperoxíð 0.2 mM. EDTA var 4.0 mM, natríumazíð 4.0 mM, glutathion reduktase ein eining í mælingu. Lokarúmmál var 3.0 ml. Notað var 0.1M natríumfosfatbuffer pH 7.0, hitastig 37°C. Heilblóð var hemólýserað skv. Thompson et al. (1976). Blóðið var geymt við 4°C og ensímvirkni mæld innan 48 klst. eftir blóðtöku. Selen var mælt í úrtaki af heilblóðsýnum. Selen í blóði var mælt í frystum sýnum, sem höfðu verið tekin í glös með EDTA- storkvarnarefni og síðan .geymd einn til tvo mánuði, þangað til tími vannst til að þíða þau og mæla. Sveiflustuðull selen- mælinganna var 5% fyrir blóðsýni. Albúmín, tótal prótein, ólífrænn heilblóði sauðfjár frá Hvanneyri. Fig. 1. The correlation of selenium concentration to GPx activity in whole blood samples of the Hvanneyri sheep.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.