Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Page 37

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Page 37
ÍSL. LANDBÚN. j. agr. res. icel. 1981 13, 1-2: 35-39 Meðgöngutími íslenskra kúa Gunnar Ríkharðsson og Jón Viðar Jónmundsson, Bœndaskólanum á Hvanneyri. YFIRLIT Raktar eru niðurstöður rannsóknar á meðgöngutíma íslenskra mjólkurkúa. Meðaltal 4223 meðgöngutíma reyndist 286.5 dagar og meðalfrávik 4.86 dagar. Kýr, sem báru í febrúar, gengu lengur með kálf en aðrar kýr. Fyrsta kálfs kvígur gengu rúmum tveimur dögum skemur með kálf en fullorðnar kýr. Kýrnar reyndust ganga réttum degi lengur með nautkálf en kvígukálf. Tvíkelfmgar hafa 4.5 dögum skemmri meðgöngu en eitt fóstur. Arfgengi notað sem eiginleiki mæðra var 0.13±0.04, en sem eiginleiki fósturs 0.27±0.05. INNGANGUR I almennum leiðbeiningum hér á landi hefur meðgöngutími íslenskra kúa verið talinn um 280 dagar. í athugun, sem Ólafur R. Dýrmundsson gerði (1980), kom fram, að meðalmeðgöngutími 43 kúa var 289 dagar. Fóðrun mjólkurkúa síðustu daga geldstöðu og um burð er almennt FYRRI RANNSÓKNIR. Eins og að framan segir, er ekki að finna eldri hérlendar rannsóknir á meðgöngu- tíma kúa en áðurnefnda athugun ÓLAFS R. Dýrmundssonar (1980). Yfirlit um erlendar rannsóknir á með- talin hafa veruleg áhrif á mjólkurfram- leiðslu þeirra næsta mjólkurskeið. Því varðar nokkru að gera sér glögga grein fyrir væntanlegum burðartíma kúnna. H ér verður greint frá rannsókn á með- göngutíma íslenskra kúa, sem mun fyrsta rannsókn á þessum þætti. göngutíma nautgripa (Gunnar RíK- HARÐSSON, 1981) sýna þetta m. a.: Veru- legur munur er á meðgöngutíma einstakra nautgripakynja. Meðaltöl eru á bilinu 273—293 dagar. Holdanautakyn virðast

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.