Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Qupperneq 46
44 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
hrútum, er sú, að mæður lambanna undan
dætrum hrútsins mega ekki vera hluti af
afkvæmahóp hrútsins, til þess að forsend-
an standist, sem aðferðin er miðuð við. I
skránum er aðeins sameiginlegt meðaltal
einlembinga, og koma þeir ekki með í út-
reikningana af þeirri ástæðu.
Rannsóknin er gerð eftir upplýsingum
um alls 3325 hrúta, með upplýsingar um
182675 tvílembingshrúta og 204587 tví-
lembinga undan dætrum þeirra.
I 1. töflu getur að líta skiptingu gagn-
anna eftir sýslum.
Niðurstöður
I 1. töflu eru niðurstöður sýndar í ein-
stökum sýslum og landinu sem heild. Þá er
gert ráð fyrir, að arfgengi beggja þátta sé
jafnt (h2d=h2œ=0.20).
Erfðafylgnin reynist samkvæmt þessu
neikvæð —0.43. Rétt er að benda á, að
mjög lítill breytileiki er í niðurstöðum eftir
sýslum. Mér eru ekki kunnar aðferðir til
að meta skekkju á þessari erfðafylgni.
Niðurstöðurnar verða verulega háðar
þeim forsendum, sem gefnar eru um arf-
gengi þáttanna. Þetta er sýnt í 2. töflu.
Greinilegt er þó, að í þessum gögnum er
þessi erfðafylgni neikvæð, því að óraun-
hæft virðist að ætla annað en arfgengi
þáttanna liggi innan þeirra marka, sem
sýnd eru í 2. töflu.
Rétt er að glöggva sig á hugsanlegum
skekkjuþáttum í þessum útreikningum.
Erfitt er að gera sér grein fyrir, hvort úrval
geti hugsanlega skekkt útkomuna. Þegar
reynsla er fengin um hrúta sem lambafeð-
ur, er líklegt, að bændur taki einnig tillit til
þess, sem þeir vænta af þeim vegna ætt-
ernis sem ærfeðra, þegar þeir ákveða,
hvort þeir skuli notaðir áfram. Slíkt getur
hugsanlega aukið á neikvætt samband, þó
2. TAFLA.
Erfðafylgni beinna áhrifa og móðuráhrifa við
breytilegt arfgengi þáttanna.
TABLE 2.
Estimated genetic correlation between direct and maternal
effects assuming different values for h2 and A2
h2 m 0.1 0.2 0.3
0.1 -0.36 -0.61 -0.78
0.2 -0.25 -0.43 -0.55
0.3 -0.21 -0.35 -0.45
að áhrif þess geti ekki verið mikil, þar sem
úrvalið er ekki mikið af mörgum ástæðum.
Stöku sinnum eru hrútar enn í notkun
sem lambafeður, þegar dætur þeirra eru
komnar í framleiðslu. Þetta verður ósjál-
frátt til að mynda neikvætt samband. Rétt
er þó að benda á, að þetta samband virðist
ekki síður neikvætt hjá sæðingarstöðvar-
hrútunum, þar sem þessi skýring kemur
ekki til greina.
Umrœður
Niðurstöður þær, sem hér hafa fengist, eru
í ágætu samræmi við takmarkaðar er-
lendar rannsóknir á þessum erfðateng-
slum, sem gerð er grein fyrir hér að
framan.
Engar fullgildar skýringar eru til á slíku
neikvæða erfðasambandi. Meðal holda-
nauta (Koch, 1972) er þó þekkt, að mjög
ör vöxtur kvígukálfa, vegna þess að móðir
mjólkar mjög vel, kemur fram í skertri
mjólkurframleiðslu, þegar kvígan kemst á
þann aldur að fara að mjólka. Ég tel, að
þess séu dæmi hér á landi meðal dætra
sæðingarhrúta, að hrútar, sem gefa mjög