Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Page 73
HEYMÆÐI f ÍSLENSKUM HESTUM 71
voru samhljóða í öllum aðalatriðum. Er
því ekki greint á milli þeirra. Fellipróf í
sermi graðhesta voru einungis gerð á
Keldum.
Aldur og kyn hesta var skráð og öndun-
artíðni hesta talin í hópum A og B. Leitað
NIÐURSTÖÐUR
Hópur A.
Tekið var blóð úr 18 heilbrigðum hestum
(nr. 1—18) í tveimur hesthúsum í Glað-
heimum í Kópavogi. Hestar þessir voru á
aldrinum 3—16 vetra og að meira eða
1. TAFLA.
Aldur, kyn og öndunartíðni 18 heilbrigðra hesta, er
tekið var úr blóð til felliprófa fyrir sveppum í sermi.
Neðst er greindur meðalaldur og meðalöndunar-
tíðni ± staðalfrávik.
Nr. Aldur (vetur) Kyn öndunar-**) *) tíðni Felli-***) próf
1 16 h 26 —
2 16 m 24 -
3 12 m 28 -
4 11 h 32 -
5 11 h 34 -
6 11 h 22 -
7 6 m 28 -
8 5 h 28 -
9 9 h 32 -
10 11 h 18 -
11 5 h 32 -
12 5 m — -
13 7 h 26 -
14 10 h 26 -
15 3 h 26 -
16 3 m 28 - .
17 3 h 28 -
18 4 h 30 (+) Rhizopus
8,2+4,3 27,5±4,0
*) h: hestur, m: meri. (h: male, m: female).
**) öndunartíðni á mín. (Respiratory rate/min.).
***) Fellipróf gegn sex sveppum, sbr. aðferðarlýs-
ingu. (Precipitin tests to six different antigens).
var upplýsinga um sjúkdóma, einkum
lungnasjúkdóma. Ef hestar voru klínískt
veikir, þegar blóðsýni voru tekin, var
reynt að skoða þá. Litið var á holdafar
hesta, hey, loftræstingu og annan aðbún-
að.
minna leyti í okkar umsjá. Þeir voru aldir
á góðu heyi og voru í góðum holdum.
Loftræsting var einnig góð í hesthúsum
þessum. Enginn hestur í hópi A hafði með
vissu mótefni í sermi gegn sveppum, sbr.
1. töflu. Meðalaldur þessara hesta var 8,2
ár og öndunartíðni að meðaltali 27,5 á
mín.
Hópur B.
Rannsakaðir voru 15 heyveikir hestar
(hestar með heymæði) (nr. 19—25,
36—42, 54) á ýmsum stöðum í Glað-
heimum, Fák og í Mosfellssveit. Hestur
nr. 54 var annars staðar. Hestar þessir
voru á aldrinum 5—20 vetra og höfðu allir
lengri eða skemmri sögu um heymæði.
Hestur nr. 19 var fóðraður á heyi, sem var
nokkuð myglað. Hestar nr. 39—42 voru
hafðir í illa loftræstu fjósi og fengu misjafnt
hey. Hestur nr. 54 var hafður úti vegna
fyrri sögu um lungnaveiki. Niðurstöður
athugana á þessum hópi hesta eru sýndar í
2. töflu og enn fremur ræddar í texta á
eftir.
Allir hestar í hópi B höfðu mótefni gegn
M. faeni í sermi, og þar af var einn með
+ + + og átta með + + . Einn hestur var
með mótefni gegn Rhizopus (nr. 19), og
einn hafði vafasama svörun fyrir A.fumig-
atus (nr. 36), sbr. 2. töflu. Hestar í hópi B
voru nokkru eldri en hestar í hópi A, en
þessi munur var ekki marktækur (p>0,1).