Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 76

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 76
74 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR mönnum, sbr. ritgerðir Pepys et al. og Gregorys & Laceys, sem vísað er til að framan. Eru niðurstöður okkar enn frem- ur í samræmi við niðurstöður PAULlSe/ al. (1972) frá Sviss og Lawsons^ al. (1979), er rannsökuðu enska hesta, að svo miklu leyti sem um sambærilegar rannsóknir er að ræða. I þessu sambandi er og athygl- isvert, að JÓN HjALTALÍN (1837), sem fyr- stur lýsti heymæði í hestum hér á landi, lagði áherslu á, að heyveikir hestar (hestar með heymæði) heíðu hósta og andnauð á stalli á vetrum, en sýndu lítil eða engin einkenni úti á sumrum. Samhengið milli heygjafar og sjúkdómsins hefur þannig verið þekkt frá upphafi. Fellipróffyrir mótefnum sveppa í sermi hesta, er send voru úr landi, gáfu í engu tilviki aðra svörun, að heitið gaeti, en fell- ipróf þau, er einn okkar (E.G.) annaðist hér á landi, sbr. aðferðarlýsingu. Með þessa heimafengnu aðferð í hendi var því freistandi að kanna fellimótefni gegn sveppum í sermi annarra hesta en þeirra, er beinlínis voru í okkar umsjá og heilbrigðir töldust, og hesta, er dýralækn- ar töldu haldna heymæði. Með því að næmi fyrir ofnæmissjúkdómum er stund- um talið arfgengt, völdum við til rann- sóknar skyldleikaræktaða og kynræktaða hesta. Til frekari tryggingar sendum við einnig utan sýni úr þessum hesturn. Niðurstöður rannsókna á tíu skyld- leikaræktuðum hesturn eru sýndar í 3. töflu. Kom á óvart, að fimm þessara hesta skyldu hafa jákvæða svörun fyrir M.faeni og jafnframt sögu um hósta (4) eða and- nauð (1), sem vera kynni heymæði. Tveir hestar til viðbótar, er enga sjúkdómssögu höfðu, sýndu veika jákvæða svörun fyrir M. faeni. Aðbúnaður þessara hesta var tæpast nógu góður, og hey var geymt inni hjá þeim. Viljum við líta á þá staðreynd sem orsök sjúkdómseinkenna og jákvæðra svarana fremur en skyldleikarækt. Kynræktaða hesta eða innræktaða nefnum við hesta, sem ræktaðir eru með tilliti til fjölþættra eiginleika kynstofnsins (litar, lundar, vaxtarlags, ganghæfileika o. fl.). Slíkir hestar eru að sjálfsögðu sér- lega áhugaverðir, ef kanna á erfðir ann- arra eiginda, þar á meðal næmi fyrir of- næmissjúkdómum. Niðurstöður athugana á 13 þess konar hestum eru sýndar í 4. töflu. Níu þessara hesta, 4—6 vetra og allt merar nema einn, voru saman í hesthúsi við góðan aðbúnað. Fjórir þessara hesta, á aldrinum 5—14 vetra, gengu hins vegar úti og var gefið úti. Enginn þessara hesta hafði sögu um sjúkdómseinkenni. Engu að síður sýndu útigönguhestarnir jákvæða svörun fyrir M. faeni og veika svörun fyrir tveimur öðrum sveppum. Er því senni- legt, að hestar hafi fellimótefni í sermi fyrir M.faeni án þess jafnframt að sýna nokkur sjúkdómseinkenni. Slíkt er raunar einnig þekkt í mönnum (Pepys & Jenkins 1965). Jákvæð svörun fyrir M.faeni og þar á með- al mjög sterk jákvæð svörun (4. tafla) þarf því ekki að merkja, að hestur sé með klín- ísk einkenni um heymæði. Mjög fróðlegt væri að geta fylgst með hestum þessum og vita, hvort þeir sýndu síðar á ævinni klín- ísk einkenni um heymæði. Einungis þannig mætti staðfesta, hvert sé gildi felli- prófa einna sér við greiningu á heymæði eða líkum á heymæði í hestum. Mjög at- hyglisvert væri og að fylgjast frekar með fellimótefnum gegn sveppum í sermi kynræktaðra hesta. Ovænt var í meira lagi, að fimmtán af 82 ættbókarfærðum graðhestum, sem at- hugaðir voru, skyldu hafa sögu um hósta eða heymæði og að minnsta kosti fjórtán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.