Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Page 81

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Page 81
ÍSL. LANDBÚN. j. agr. res. icel. 1981 13, 1-2: 79-82 Klórkolefnissambönd (alfa-, beta- og gamma-HCH, DDT, DDD, DDE, HCB og PCB-efni) í íslensku smjöri 1968-1982 PORKELL J ÓHANNESSON lœknir Rannsóknastofu Háskóla Islands í lyfjafrœði °g JÓHANNES F. SKAFTASON lyfjafmbingur Rannsóknastofu Háskóla Islands í lyfjafrœdi ÚTDRÁTTUR Ákvarðað var magn ísómera hexaklórcýklóhexans (alfa-, beta- og gamma-HCH), DDT og umbrotsefna þess (DDD, DDE) í samtals 88 smjörsýnum frá íslenskum mjólkurbúum á tímabilinu 1968-1982. Sýnum var safnað í fernu lagi á nefndu tímabili. Leitast var við að ákvarða einnig hexaklórbenzen (HCB) og pólýklórbífenýlsambönd (PCB-efni) í sýnum frá síðari hluta tímabilsins. Alfa-HCH var í öllum sýnum, en fórjafnt og þétt minnkandi. DDT og umbrotsefni þess voru ekki í mælanlegu magni í smjörsýnum eftir 1978 og sama máli gegndi um gamma-HCH. Beta-HCH var einnig horfið úr sýnum, sem safnað var 1981-1982. Óvíst er, hvort PCB-efni voru í sýnum síðustu tveggja ára og HCB var þar við greiningarmörk. Magn alfa-HCH í íslensku smjöri verður ekki að fullu skýrt, nema gert sé ráð fyrir aðkominni, loftborinni mengun. Sama máli virðist einnig gegna um HCB og PCB-efni. í Rannsóknastofu í lyfjafræði hefur verið fylgst með ýmsum klórkolefnissambönd- um í smjörfitu allt frá árinu 1968. Var einkum leitast við að ákvarða DDT (kló- fenótan) og umbrotsefni þess (DDE og DDD), ísómera hexaklórcýklóhexans (alfa-, beta- og gamma-ísómera), en síðar einnig hexaklórbenzen (HCB) og að nokkru leyti pólýklórbífenýlsambönd (PCB-efni). Af þessum efnum hefur notkun ísómera hexaklórcýklóhexans (HCH) sennilega verið útbreiddust hér á landi, en blanda þeirra hefur verið notuð til þess að útrýma kláðamaur í sauðfé (Gammatox (R)). Af ísómerum hexaklórcýklóhexans er gamma-ísómerinn virkastur gegn mau- rum og skordýrum. Hann nefnist lindan (hexicíð). Er það efni enn fremur notað í garðyrkju, einkum við rófnarækt (sbr. Jó- HANNES SKAFTASON & PORKELL JÓHANN- esson 1979a). Notkun DDT hefur á undaníörnum árum hér á landi og na- lægum löndum fyrst og fremst verið

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.