Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 82
80 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
bundin við óþrif á mönnum og dýrum,
öðrum en mjólkurdýrum. Vera má, að
hexaklórbenzen hafl verið lítið eitt notað í
garðyrkju gegn sveppum hér á landi. Er-
lendis er hexaklórbenzen talsvert notað
m. a. í iðnaði og til þess að varna fúa í tré,
en getur einnig myndast við framleiðslu
sumra klórkolefnissambanda og við bruna
á þeim (Niimi 1979). Erfitt er að átta sig á
notkun PCB-efna hér á landi. Pessi efni
hafa m. a. verið notuð til einangrunar í
rafkerfum og hemlakerfum víða um heim.
Þá hafa efni þessi verið notuð í pappírs-
iðnaði o. fl. PCB-efni eru talin stöðugri í
náttúrlegu umhverfi en flest önnur klór-
kolefnissambönd (Task Force on PCBs
1972).
Alls voru rannsökuð 88 smjörsýni frá
nær öllum mjólkurbúum á landinu, en
einkum frá mjólkurbúum á eftirtöldum
stöðum: Selfossi, Borgarnesi, Blönduósi,
Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík.
Sýnum var skipt í fjóra flokka:
1. fiokkur, 35 sýni, safnað 1968-1970.
2. flokkur, 32 sýni, safnað 1974—1978
(fyrri hluti).
3. flokkur, 12 sýni, safnað 1978 (síðari
hluti) - 1980.
4. flokkur, 9 sýni, 1981-1982 (fyrri
hluti).
Sýni í 1. flokki voru send til Danmerkur
og rannsökuð þar á Statens pesticidlabor-
atorium (nú hluti af Statens levnedsmidd-
elinstitut). Sýni í hinurn flokkunum voru
rannsökuð í Rannsóknastofunni með gas-
greiningu, en þeirri aðferð er áður lýst
(Jóhannes Skaftason 1978). Sýna í E, 2.
og 3. flokki var aflað hjá Osta- og smjör-
sölunni sf. Reykjavík. Sýni í 4. flokki voru
send frá Matvælarannsóknum ríkisins
vegna framkvæmda ákvæða reglugerðar
nr. 525/1980. Við höfum áður skýrt frá
niðurstöðutölum rannókna á sýnum í 1. og
2. flokki í öðru samhengi (JÓHANNES
Skaftason & Þorkell Jóhannesson
1979b).
Niðurstöðutölur eru gefnar til kynna
sem ng/g sýnis ± staðalfrávik (S.D.). Töl-
ur í svigum merkja þann fjölda sýna, er
hlutaðeigandi efni fannst í. Ef núll er aftan
við heiti efnis, merkir það, að hlutað-
eigandi efni hafi í engu sýni fundist í þeim
flokki.
Díeldrín (sbr. töflu 1) er klórkolefnis-
samband, sem virðist hafa verið notað í
litlum mæli gegn plöntusjúkdómum hér á
TAFLA 1.
í 1. flokki (35 sýni) voru niðurstöðutölur sem hér segir:
Alfa-HCH . .. . 87 + 38 12 + 4 (35) (31) (34) Gamma-HCH DDT 13 + 5 18 + 8 (24) (32) (19)
DDE . . . . 14 + 5 DDD 12 + 4
TAFLA 2.
í 2. flokki (32 sýni) voru niðurstöðutölur sem hér segir:
Alfa-HCH .... 58 + 21 (32) Beta-HCH 23+16 (31)
Cíamma-HCH . . . . 7 + 2 (5) DDT 0
DDE .... ca. 5 (7) DDD 0