Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Síða 83
KLÓRKOLEFNISSAMBÖND í ÍSL. SMJÖRI 81
TAFLA 3.
Niðurstöðutölur í 3 . flokki (12 sýni) voru þessar:
Alfa-HCH 46+12 (12) Beta-HCH 15 + 6 (12)
Gamma-HC'H . . . 0 DDT 0
DDE 0 1)1)1) 0
TAFLA 4.
I 4. flokki (9 sýni) voru niðurstöðutölur þessar:
Alfa-HCH 16 + 9 (9) HCB 4,7 + 1,6 (9)
Beta-HCH 0
Gamma-HCH . . . 0
DDT 0
DDE og DDD . . . 0
landi áður fyrr. Það kann og að hafa kom-
ist í srnjör í innfluttum fóðurvörum. Díeld-
rín verður ekki ákvarðað með þeirri
aðferð, sem notuð er á Rannsóknastof-
unni. Með þessari aðferð verður hins veg-
ar ákvarðað beta-HCH og HCB.
Marktækur munur var á magni alfa-
HCH í sýnum í 1. og 2. flokki (p<0,01),
enda þótt efnið væri að finna í öllum sýn-
um í báðum flokkum (töflur 1 og 2).
Vottur var af HCB (5-50 ng/g) í öllum
sýnum í 3. flokki og einnig vottur af PCB-
efnum (ca. 100 ng/g).
Enda þótt magn alfa-HCH og beta-
HCH væri minna í sýnum í 3. flokki en í 2.
flokki, var munurinn ekki marktækur
(p>0,05; töflur 2 og 3).
Ekki voru PCB-efni með vissu í sýnum í
4. flokki. í einu sýni mátti greina DDE og
gamma-HCH í öðru. Magn þeirra var þó
minna en svo, að mælt yrði. Magn alfa-
HCH var marktækt minna í sýnum í 4.
flokki en í 3. Hokki (p<0,01; töflur 3 og4).
Magn klórkolefnissambanda og fjöldi
þeirra hefur þannig minnkað jafnt og þétt
á þeim tæplega 15 árum, sem rannsóknir
þessar taka til. DDT og umbrotsefni þess
(DDD og DDE) hurfu nær að fullu 1978.
Gamma-HCH hvarf um líkt leyti. Beta-
HCH, sem er tiltölulega stöðugt efni (sbr.
JÓHANNES SKAFTASON & ÞORKELL JÓ-
HANNESSON 1979b), hélst lengur, en er
horfið úr síðustu sýnum (töfiur 2-4).
Við höfum áður bent á, að nærvera alfa-
HCH í smjörsýnum eða öðrum sýnum
(hreindýrafitu, fitu úr silungum og laxa-
seiðum) verði ekki skýrð nema gert sé ráð
fyrir aðkominni, loftborinni mengun (Jó-
HANNES SKAFTASON & ÞORKELL JÓHANN-
esson 1979b, 1981, 1982). Niðurstöðutöl-
ur þær, er hér birtast, styðja í heild þessa
ályktun og enn fremur, að aðkomin meng-
un af völdum alfa-HCH fari minnkandi.
Ætla verður, að mengun af völdum HCB
og PCB-efna, sem er raunar mjög lítil, sé
slömuleiðis aðkomin.
Islenskt smjör er því að þessu leyti orðið
næsta hreint.
Ath. Gammatox-duft, sem nú er notað, inniheldur einungis Gamma-ísómer Hexaklórcýlóhexans (Lindan).