Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Qupperneq 23
REYNIÁTA Á ÍSLANDI 21
III NIÐURSTÖÐUR
1. Tíðni og umfang barkskemmda
í 1. töflu sést samanburður á tíðni
skemmda á trjám, sem athuguð voru á
tveimur stöðum í Reykjavík og á tveimur á
Akureyri.
í Elliðaárhólma voru athuguð 14 tré á
ýmsum aldri, níu afþeim áætluð 15-20 ára,
en hin yngri. Dauðar greinar fundust á
fjórum trjánna, en margar dauðar greinar
aðeins á einu tré. Þessi tré voru öll í elzta
hópnum. Fimm trjánna reyndust hafa sár á
stofni, og á tveimur þeirra voru einnig
dauðar greinar.
í kirkjugarðinum við Suðurgötu voru
athuguð 55 tré, flest allmiklu eldri en trén í
Elliðaárhólma. Af þessum trjám voru 15
mjög illa skemmd, þ. e. með margar
dauðar greinar og kvisti. Tólf tré til
viðbótar voru talsvert skemmd, 22 með
lítils háttar skemmdir, en einungis sex tré
voru dæmd næstum óskemmd. Einungis
átta tré reyndust hafa skemmdir á stofni, ef
sár eftir fjarlægðar greinar eru frá talin.
Á Akureyri voru skoðuð 52 tré í Lysti-
garði Akureyrar og gömlu gróðrarstöðinni.
Af þeim reyndust 26 vera með dauðar
greinar, en aðeins 11 þeirra í umtalsverð-
um mæli, en 16 höfðu barksár á stofni.
Við samanburð á stöðum skal haft í
huga, að trén í Elliðaárhólma eru fá og auk
þess mun yngri en flest trén á hinum
stöðunum.
Auk þessa voru athuguð tré á Blönduósi,
Dalvík, Hallormsstað, í Berufirði og Bisk-
1. TAFLA.
Tíðni barkskemmda á reyni á ólíkum stöðum í Reykjavík og á Akureyri.
Table 1.
Frequency of bark lesions on rowan in different localities in Reykjavík and Akureyri.
Heildar Stofnsár
fjöldi Skemmdir á greinum * fjöldi % af
athugaðra 0 1 2 3 % með m. sár heildarfjölda
Staður trjáa 2 og 3
% in Number % of
total Lesions on branches * damage of trees trees
number 0 1 2 3 class 2 with stem with stem
Location of trees and 3 lesions lesions
Elliðaárhólmi Kirkj ugarðurinn 14 0 3 0 1 7,1 5 35,7
v/Suðurgötu Akureyri (Lysti- 55 6 22 12 15 49,1 8 14,5
garðurinn og gamla gróðrarst. 52 26 15 9 2 21,2 16 30,8
* skemmdaflokkur 1 = örfáar dauðar greinar eða kvistir;
2 = margar dauðar greinar og kvistir;
3 = svo margar dauðar greinar og kvistir, að tréð er áberandi skemmt að sjá.
* damage class 1 = only few dead branches or shoots
2 = many dead branches and shoots
3 = the whole tree seriously damaged.