Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 27

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 27
REYNIÁTA Á ÍSLANDI 25 að telja þessa tegund raunverulegan sýkil eða sjúkdómsvald (patogen), en ekki rot- svepp (saprofyt), sem aðeins vex í dauðum vef. Hins vegar má telja líklegt, að sveppur- inn komist ekki inn í tréð nema í gegnum einhvers konar sár, og því telst þessi tegund dæmigerður sársníkill. Svo virðist sem C. rubescens valdi tvenns konar skemmdum (MacBrayne, 1981). Annars vegar verður hægfara, stað- bundin sýking, þar sem viðurinn litast dökkur yzt, og getur tréð varizt útbreiðslu sveppsins árum saman, án þess þó aðdrepa hann. Slík sár nefnast átusár (canker, kræft). Hins vegar er mjöghröðsýking, þar sem heilar greinar deyja á einu ári eða skemmri tíma. Slíkur greinadauði virðist hér mun algengari en eiginleg átusár. Þó má víða finna staðbundin sár í kringum dauða kvisti, þar sem sveppurinn virðist hafa dáið út eftir fyrsta árið. MacBrayne (1981) telur, að átusár myndist út frá hliðlægum kvisti, en greinadauði út frá endasprota greinarinnar. Hann fann meira en tveggja metra langar greinar (í Aberdeen, Skotlandi), sem sveppurinn hafði drepið á einu ári, en það sýnir, að vaxtarhraðisveppsinshefurveriðu. þ. b.4 cm á viku að meðaltali. Trúlega vex sveppurinn hægar hér á landi vegna kaldara veðurfars. Þess ber einnig að gæta, að MacBrayne athugaði ekki Sorbus aucuparia, heldur suðrænar, innfluttar reynitegundir. 2. Orsakir Cytospora-sýkingar á reyni Athugun á tíðni barkskemmda á Akureyri og Reykjavík bendir til þess, að reyniáta sé mun tíðari á Reykjavíkursvæðinu en norðan lands. A meðan ekki er vitað til, að norðlenzk tré hafi meiri arfgenga mótstöðu gegn átusveppnum (sjúkdómsþolin kvæmi), verður að leita skýringa í veður- fari. Wene og Schoeneweiss (1980) gerðu tilraun með að snöggfrysta hluta af stofni tveggja ára reyniplantna (S. aucuparia) niður í -i- 30°C og smita síðan frysta hlutann og hinn ófrysta með vægum sníkjusvepp (Botryosphaeria dothidea), eftir að hita- stig hafði verið hækkað að nýju. Það kom í ljós, að sveppurinn lagði undir sig vef, sem hafði frosið, en óx ekki í vef, sem hafði ekki frosið. Eftir frystinguna virtist hinn frysti vefur algjörlegaóskemmdur, en hafði misst viðnámsþrótt sinn gegn sveppnum. Plönt- ur þær, sem þeir notuðu, höfðu fellt lauf og voru komnar í dvala, en þó ekki að fullu hertar fyrir veturinn. Þessar niðurstöður leiða hugann að þeim möguleika, að strandveðrátta, með tíðum umskiptum hita og frosts, geti veikt svo mótstöðu trjánna, að þau verði sveppnum auðveld- ari bráð. Annar möguleiki er, að köld hafgolan á sumrin rýri möguleika trjánna til að búa sig nægilega vel undir veturinn. Einnig er hugsanlegt, að meiri hiti á vetrum gefi sveppnum betri vaxtarmögu- leika. Ef til vill verka þessir og fleiri þættir saman. Ekki er að fullu ljóst, hvernig sveppurinn kemst inn í tréð. MacBrayne (1981) telur, aðnæralltafkomihannígegnumskaddaða enda- eða hliðarsprota á greinum. Það virðisteinnig algengthér. Ljósterþó, aðöll sár á berkinum gætu opnað sveppnum leið inn í tréð, t. d. sár, sem myndastvið lauffall á haustin. Augljóst er, að gró geta dreifzt með vatni frá einu tré til annars, þar sem þau standa þétt. Erfiðara er að skýra flutning smitefnis til trjáa, sem standa ein sér fjarri öðrum trjám. Hugsazt getur, að skordýr og fulgar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.