Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Blaðsíða 31

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Blaðsíða 31
ÍSL. LANDBÚN. J AGR. RES. ICEL. 1982 14, 1-2: 29-45 ✓ Landsnytjakort á Islandi Flokkun lands og landnýtingar Gylfi Már Guðbergsson Jarðfrœðaskor, Háskóla Islands ÁGRIP Síðustu áratugi hefur nýting landsins breytzt mikið. Umræður og skrif um hvers kyns landnýtingu hafa vaxið, en upplýsingar þar um hafa verið takmarkaðar. Nokkuð hefur verið unnið að kortagerð og athugunum á landþörf vegna byggðar og atvinnulífs hér á landi og er þess helzta getið. Rakið er, til hvers landsnytjakort eru gerð, hvernig slík kort eru notuð erlendis og hvernig þar er unnið að kortagerðinni. Á landsnytjakortum er land greint eftir gerð eða landtegunum og flokkað eftir því hvers konar nýtingu um er að ræða. Erlendis hefur undanfarin ár verið reynt að staðla slíka flokkun. í jarðfræðaskor Háskóla íslands hefur verið unnið að því að setja saman flokkunarkerfi til að nota við landgreiningu og flokkun landsnytja á íslandi. Flokkunin er miðuð við að notuð séu fjarkönnunargögn frá flugvélum og gervihnöttum. Dæmi eru tekin um flokkunaraðferðir og kortagerð og birt flokkun lands og landsnytja á íslandi (2. tafla). Þar er skipt í tíu aðalflokka og hverjum þeirra í tvö til þrjú stig undirflokka. Þessari flokkun er lýst nánar, flokksheiti útskýrð og borin saman við flokkunarkerfi bandarísku jarðfræðastofnunarinnar, sem nú er víða notað. INNGANGUR Hér á landi er nú safnað margs konar upplýsingum til að nota við gerð áætlana og til að skipuleggja byggð, framkvæmdir og atvinnulíf. Síðustu áratugi, og þó einkum eftir 1970, hefur nokkuð verið unnið að könnun á því, hvernig landið og gæði þess eru notuð og hvernig skynsam- legt sé að þeirri notkun verði háttað með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar. í umræðum og áætlunum um landnýt- ingu og skipulag hennar verður að styðjast við úttekt á landkostum og athuganir á núverandi notkun lands. Þjóðin er fámenn og landið strjálbýlt, en samt hafa orðið talsverðir árekstrar vegna ólíkra sjónar- miða um landnýtingu og rétt þeirra, sem eru ekki landeigendur, til noktunar lands. Slíkir árekstrar og vaxandi samkeppni um land og landgæði afýmsu tagi eykur þörf á að vitneskju um landið og nýtingu þess sé safnað, og verði hún síðan tiltæk við áætlanagerð og skipulagningu hvers konar landsnytja. Oldum saman var mestöll landnýting á íslandi einhvers konar búskaparnytjar, en á þessari öld hafa þjóðfélag og atvinnu- hættir gerbreytzt og um leið afnot af landi. Vitneskja um landnýtingu hefur lengst af verið nokkuð af skornum skammti hér á landi og það, sem birt hefur verið á prenti, er harla lítið. Búnaðarskýrslur Hagstofu íslands voru þar lengi nær einu upplýsing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.