Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Side 32

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Side 32
30 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR arnar. Heldur hefur rætzt úr í þessum efnum síðustu ár, einkum varðandi söfnun og úrvinnslu upplýsinga, en einnig hafa aukist mjög umræður og skrif um hvers kyns landnýtingu. Má til að mynda nefna gróðurkortagerð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, fræðslurit og lesarkir Landverndar um umhverfismál, skýrslur Rannsóknaráðs ríkisins um þróun at- vinnuvegao. fi.,landgræðsluáætlun 1974— 1978, kort og skýrslur Borgarskipulags Reykjavíkur og Skipulagsstjórnar ríkisins. Gerð landsnytjakorta er nauðsynlegur þáttur í úttekt á landi og landkostum. Jafnframt eru slík kort, ásamt öðrum gögnum, grundvöllur skipulagningar og áætlana um landnýtingu. Víða um lönd eru landsnytjakort notuð við jarðamat og annað fasteignamat, sem hjálpargögn við stjórn vatnsnytja, þjóðgarða, fólkvanga og annars lands sem er þjóðareign eða ætlað til almenningsnota. Kortin eru líka notuð til að meta umhverfisáhrif byggðar, mann- virkja og atvinnurekstrar og til að fylgjast með breytingum á landnýtingu og land- þörf vegna margvíslegra athafna þegn- anna. í fyrstu sýndu landsnytjakort nær ein- göngu byggð, búskaparland og skóga, svo og auðnir og annað land, sem óhæft var talið til þessara nytja, en nú er algengast að allt land sé flokkað eftir því hvers nýtingu er um að ræða þágu byggðar og atvinnulífs. Annað land er flokkað eftir gerð eða landtegundum, og er sú flokkun oft nefnd landgreining. Að auki eru svo ár, vötn og jöklar. Landsnytjakort, kannanir og áætlanir hafa um alllangt skeið verið viðfangsefni manna í ýmsum löndum. Bretar urðu fyrstir til að gera slík kort af landi sínu á fjórða áratug aldarinnar og lauk útgáfu þeirra 1947 (Stamp, L.D. 1947), en sífellt hefur verið haldið áfram við þessa korta- gerð á Bretlandseyjum. Arið 1949 setti Alþjóðalandfræðisambandið (IGU) á laggirnar nefnd til að vinna að könnun landsnytja og kortagerð á því sviði og starfaði hún óslitið til 1976 með stuðningi Menningar- og vísindastofnunar Samein- uðu þjóðanna (Boesch, H. 1968, 1976). Síðasta aldarfjórðung hefur víða um lönd verið unnið að landsnytjakortum og á mörgum stöðum notuð sú flokkun lands, sem nefndin ákvað á sínum tíma. Síðasta áratug hafa nýjar aðferðir við söfnun, vinnslu ogframsetningu kortaefnis rutt sér til rúms og á það einnig við um varðveizlu upplýsinga. Hið helzta eru ýmiss konar fjarkönnunargögn, tölvu- vinnsla og varðveizla upplýsinga í tölvu- tæku formi (gagnagrunnur) og áörfilmum. Þessar aðferðir hafa auðveldað mjög lands- nytjakönnun og kortagerð (Takasaki, M. 1976, Mitchell, W.R. o. fl. 1977) og jafnframt ýtt undir rannsóknir og önnur viðfangsefni á þessu sviði. Fjarkönnunargögn eru notuð í vaxandi mæli við margs konar rannsóknir, korta- gerð og skipulagningu byggðar og ann- arrar landnýtingar. Eru það einkum loft- ljósmyndir, teknar úr flugvélum í mis- mikilli hæð, og eru um ýmsar gerðir mynda að velja, svart-hvítar, litmyndir og innrauðar myndir. Einnig eru notaðar gervihnattamyndir og annað myndefni, sem aflað er með ljósmyndun eða mæling- um á ýmsum tíðnisviðum rafsegulrófsins. í mörgum löndum hafa ýmsar stofnanir safnað upplýsingum um land og atvinnu- vegi, oft án þess að samráð eða samvinna sé höfð, svo að svipað starfhefur verið unnið á mörgum stöðum. Stundum reynist vanda-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.