Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 33

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 33
LANDSNYTJAKORT Á ISLANDI 31 samt að notaogtúlkaslíkgögn, m. a. vegna þess að upplýsingar eru misgamlar, þeim er safnað og þær flokkaðar á ólíkan hátt og skilgreiningar flokka og hugtaka eru breytilegar. Eftir því sem áætlanagerð og skipulagn- ing byggðar og atvinnulífs vex, hefur þörf aukizt á að staðla gagnasöfnun, flokkun og úrvinnslu. í sumum greinum hefur slíkt tekizt bærilega, m. a. við gerð staðfræði- korta (landslagskorta) og söfnun og úr- vinnslu upplýsinga um veður. Með til- komu nýrra aðferða við að afla vitneskju um land og nýtingu þess verður brýnna en áður að beita samræmdum vinnubrögðum við að safna, flokka og vinna úr efninu. Vegna samanburðar staða, héraða og landa er æskilegt, að stöðlun þessi sé sem víðtækust. Að þessu hefur verið unnið á undanförnum árum, og má líta á flokkun- ina, sem hér er birt, sem þátt í því starfi. Eins og drepið var á hér að framan, er þekking á landnotkun og landsnytjakort undirstaða landnýtingaráætlana og skipu- lagningar. Gróðurkortagerð, gróður- og beitarrannsóknir Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, sem unnið hefur verið að óslitið í tvo áratugi, hljóta að verða undirstaða skipulagðrar nýtingar beiti- lands. Þessari starfsemi er ítarlega lýst í 2. hefti 12. árgangs íslenzkra landbúnaðar- rannsókna, en gróðurkortin hafa komið út frá 1966. Aðrar upplýsingar, sem varða landnýtingu vegna búskapar, er helzt að finna í skýrslum um fasteignamat og í búnaðarskýrslum, t. d. um stærð túna, jarðabætur og hlunnindi. A vegum Orkustofnunar hefur nokkuð verið unnið að kortagerð og athugunum á landþörf vegna orkuvinnslu (Jakob Björnsson, 1973). Hefur hún geíið út tvær B.S.-ritgerðir í landafræði í jarðfræðaskor Háskóla íslands og fjalla þær um landnýt- ingu við Reyðarfjörð og Eyjafjörð (Emil Bóasson 1979, Sigríður G. Hauksdóttir 1980). Þá hafa skipulagsyfirvöld gert áætl- anir um nýtingu lands í Reykjavík, öðrum kaupstöðum og ýmsum þorpum og birt á skipulagsuppdráttum. Þar er ekki um stór landsvæði að ræða; t. d. er samfelld bæjar- byggð á svæðinu frá Mosfellssveit til Suðurnesja vart stærri en 60 km2, en þar búa nær 60% landsmanna. Flokkun lands og landsnytja Nokkur undanfarin ár hefur námskeið um landsnytjar verið haldið í jarðfræðaskor í verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands. Þátttakendur hafa verið 6 — 18 á ári, aðallega landfræðinemar. Starfið á þessu námskeiði hefur m. a. verið að prófa aðferðir við greiningu lands og flokkun landsnytja, sem notaðar eru í öðrum löndum, og miða að því að finna aðferðir og flokkunarkerfi, sem nota mætti hér á landi. Annar þáttur námskeiðsins hefur fjallað um landsnytjaáætlanir, mat landkosta og flokkun lands eftir nýtingarmöguleikum (Dawson,J.A. & Doornkamp, J.C. 1973, FAO 1976). Verður hér nokkuð lýst fyrr- nefnda hlutanum. Ý miss konar flokkun lands og landsnytja hefur verið reynd eftir dönskum norskum, sænskum, brezkum, bandarískum og kanadískum fyrirmyndum. Auk þess hefur verið höfð hliðsjón af flokkun landsnytja- nefndar Alþjóðalandfræðisambandsins, sem getið var hér að framan, svo og flokkun lands og gróðurs, sem notuð hefur verið á gróður- og jarðakortum Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins (Gylfi Már Guð- BERGSSON, 1981). Af hinum erlendu aðferðum hefur flokk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.