Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Page 44
42 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
algengt að framleiðsla, vörugeymsla,
heildsala og smásala séu saman í húsum
eða hverfum, og oft er þetta allt viðfangs-
efni sama fyrirtækis.
Svæði, þar sem landnýting er margs
konar, eru nefnd blönduð borgarbyggð (17).
Þar er t. d. íbúðarbyggð, verzlun og
iðnrekstur með tilheyrandi gatnakerfi, sem
er svo samfléttað, að ógerningur er að sýna
það hvert um sigálandsnytjakorti. Slíkum
svæðum fækkar þó eftir því sem flokkunar-
stigum fjölgar og mælikvarði korts stækk-
ar. Þeirri reglu má fylgja, þegar 2-3
flokkunarstig eru notuð, að land sé talið til
blandaðrar byggðar, ef þriðjungur lands-
ins er notaður til annars en þess, sem er
meginlandnýting á svæðinu.
Annað borgar- eða bæjarland (18) er einkum
land, þar sem byggð er lítil eða engin, bæði
ræktað land og skipulagt og einnig órækt-
að. Y miss konar garðar, íþrótta- og útivist-
arsvæði eru þar með talin. Rœktuðu landi
(181) er skipt í sjö 4. stigs flokka, en óræktuðu
landi (182) í þrjá. Rétt þykir að forðast
nafngiftir eins og „autt og ónotað land“ og
„opin svæði“, vegna þess, hvað þær eru
ónákvæmar.
Landbúnaðarland (2) er næsti meginflokk-
ur. Það má skilgreina sem land, þar sem
landbúnaðarframleiðsla er aðallega stund-
uð. Mörk þessa flokks og annarra eru
yfirleitt sæmilega glögg hér á landi. Helzt
er, að skil milli búskaparlands og votlendis
(6) séu óglögg, og stundum er erfitt að
greina á milli gras- eða mólendis (31, 32) og
framræstra mýra, sem hér eru taldar til
ræktaðs beitilands (212), af því að hvort
tveggja er, að landið þornar og verður því
hentugra beitiland, og svo breytist gróður-
farið við þurrkun landsins. Flæðiengjar og
áveitur (213) eru einn af undirflokkum
ræktaðs lands og er þar fylgt erlendri venju,
þar sem flæði- og áveituland eru flokkuð
þannig. Ekki er víst, að allir felli sig við slíka
flokkun hér, en nefna má, að áveitur þær,
sem unnið var að hér á landi frá því um
1910 ogfram undir 1940, voru á þeim tíma
taldar mestu jarðyrkjuframkvæmdir, sem
ráðizt hafði verið í hérlendis (Sigurður
Sigurðsson, 1937). Eftir að skurðgröfur
Vélasjóðs komu til sögunnar, var líka
töluverð framræsla vegna engjaræktar í
ýmsum héruðum (Arni G. Eylands, 1951).
í flokkun Andersons o. fl. (1. tafla) eru 2.
stigs flokkar landsnytja, sem eru varla eða
alls ekki til hér á landi. Þeim er þó haldið
samræmisins vegna, t. d. nr. 23, 61 og 71.
Fyrstnefndi flokkurinn, fóðrunarhólf (23),
eru girt svæði, þar sem fjöldi nautgripa eða
annars búfjár er fóðraður, og slíka bletti er
ekki rétt að telja með beitilandi.
Þá er 3. aðalflokkur, beitiland (e. range-
land) nefndur gróið þurrlendi í þeirri flokk-
un, sem hér er birt. Það þykir eiga betur við
íslenzkar aðstæður, og hæpið verður að
telja að „beitiland" þekkist á loftmyndum
eða öðrum fjarkönnunargögnum, sbr.
yfirskrift flokkunarinnar í 1. töflu.
Þegar kemur að 3. stigs flokkun landbún-
aðarlands (2) og gróins þurrlendis (3), þarf
upplýsingar til viðbótar loftmyndum, eins
og á svæðum, þar sem byggð er samfelld
(1). Þarflaust þykir að fjölyrða um 2. og 3.
stigs flokka þurrlendisins, og nægir að
benda á meginflokka þá sem notaðir eru á
gróðurkortum (Gylfi Már Guðbergsson
1981a; Steindór Steindórsson, 1981).
Þegar flokkur 333, blandaður gróður, er
notaður, skalfylgjasömu„þriðjungsreglu“
og lýst er hér að framan um „blandaða
borgarbyggð“ (17). Sú regla á reyndar
víðar við, þar sem margs konar landnýting
er á sama svæði.
Skóglendi (4) er skipt í laufskóga (41) og