Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 66

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 66
64 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR um Qölærra beitarjurta, í stofnum og rótum trjáplantna og í fræjum einærra plantna. 1. mynd, bls......., sýnir í grófum dráttum magn kolvetna eftir árstíðum í þeim geymsluhlutum plantnanna, sem einkum ræðir um í hinum tempruðu beltum jarðar. Þrjú atriði þessarar árstíðarkúrfu eru eink- um athyglisverð: 1. A þeim tíma, er plönturnar liggja í dvala, minnkar kolvetnaforði smám saman vegna stöðugrar öndunarstarf- semi. 2. Á byrjunarstigi gróðrartímabilsins minnkar kolvetnaforði misjafnlega ört eftir því, hve hraður byrj unarvöxtur er. 3. Þessi „vor-eyðsla“ fer fram, þar til nægilegur blaðvöxtur hefur myndazt. Þegar slíku stigi er náð, fer plantan með tillífun að framleiða meiri fæðu en hún þarfnast sjálf til viðhalds og vaxtar, og kolvetnaforði fer að safnast í vaxandi mæli eftir því, sem plantan þroskast, unz hún að lokum leggst í dvala. Með komu vetrar hefst hringrásin að nýju. Það er í byrjun gróanda á vorin, sem plöntur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum beitar og í þeim mun meira mæli sem beitarálag er meira. Ef fyrstu blöðin eru fjarlægð á þessu vaxtarstigi, seinkar það orkusköpun tillífunar og veldur frekari tæmingu á orkuforða plöntunnar. Sé miklu beitarálagi við haldið allt vorið, getur svo farið, að plantan nái ekki að safna orku- forða að nýju og verði þannig illa undir vetur búin. Slíkt eykur líkur á vetrarkali, einkum meðal ungra plantna, og dregur í öllum tilvikum úr framleiðslugetu sumar- ið, sem á eftir fer. Snemmtekin vorbeit kann einnig að hafa áhrif á tilfærslu kolvetna innan plöntunnar, svo að orka, sem venjulega stuðlar að vexti rótarkerfis- ins, fer í að endurnýja laufblöðin, sem búsmalinn íjarlægði. Þetta dregur úr rótar- vexti og um leið úr getu plöntunnar til að taka til sín vatn og næringarefni. Rýrt rótarkerfi á því tímabili, þegar eðlilegur vaxtarhraði er að jafnaði mikill, getur auk ofannefndra áhrifa einnig valdið því, að óæskilegar beitarjurtir nái undirtökum í gróðrarfélaginu. Séu slíkar óæskilegar plöntur ekki bitnar að vorinu, eykur það samkeppnisaðstöðu þeirra miðað við þær plöntur, sem eru mikið bitnar. Er hætt við, að áhrif slíkra breytinga gæti allt sumarið og dragi þannig hlutfallslega úr fram- leiðslumagni æskilegra beitarplantna. Er til lengdar lætur, rýrir slík meðferð beitar- gæði landsins með hlutfallslegri aukningu óæskilegra beitarplantna. Breytingar til hins betra eða afturbati eftir beitar- skemmdir, eins og að ofan er rakið, geta reynzt mjög hægfara, einkum á norður- slóðum, þar sem gróðrartímabil er stutt, veðrátta svöl og jarðvegur tiltölulega snauður að næringarefnum. Lítið er vitað um árstíðabundnar vaxtarbreytingar og kolvetnamagn í stönglum og blöðum ís- lenzkra beitarplantna annars vegar og í rótarkerfi hins vegar. Og sýnu minna er vitað um áhrif beitar á ýmsum tímum árs á þessi atriði né hve langan tíma það tekur tiltekna plöntu að ná sér eftir misjafnlega mikla beit á mismunandi tímum gróðrar- tímabilsins. Eins ogstendur, verðum við að leiða getum að þessum atriðum á grund- velli erlendra rannsókna. Framtíðarrann- sóknir hér á landi ættu að leita svara við þessum spurningum sem þáttar í þeirri viðleitni að stöðva hnignun íslenzkra beiti- landa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.