Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Side 67
SPRING GRAZING 65
ÁHRIF ÓTÍMABÆRRAR VOTBEITAR Á BEITARÞOL OG ÞRIF BÚFJÁR
Niðurstöður íslenzkra rannsókna hafa
sýnt, að ótímabær vorbeit á úthaga og
túnum getur dregið úr afrakstri beitar-
plantna. Þannig benda bráðabirgðaniður-
stöður beitartilrauna í Sölvholti og Keldu-
hverfi til þess, að mikil beit snemma á
gróðrartíma geti dregið mjög úr vexti
plantna og afrakstri haglendisins. Þó að
almennt (kvalítatift) samspil árstíðabund-
innar framleiðslu beitarplantna og beitar-
þols úthaga sé í flestum atriðum vel þekkt,
liggja fyrir takmörkuð töluleg (kvantítatíf)
gögn um það, hve mikill nýgræðingur skuli
vera kominn að vori, áður en búpeningi er
hleypt á landið. Skynsamleg beitarmeðferð
skapar hámarksmagn kolvetnaforða í
plöntunni og mikinn blaðvöxt, áður en
beitt er. Að hinu leytinu ber að gæta þess að
fara ekki yfir skaðlegt lágmark í þessum
efnum. Með því að bíða með vorbeit, þar til
plönturnar hafa byggt upp uppurna kol-
vetnissjóði, má tryggja meiri og jafnari
fóðurframleiðslu það, sem eftir er sumars.
Á þann hátt má auka beitarþol og afrakstur
búpenings á hverja flatareiningu beiti-
lands.
Auk framangreindra atriða má minna á,
að þrif beitarpenings eru oft léleg, þegar
SAMANTEKT
Hérlendis, þar sem sumur eru stutt og
vetur langir, er sérstaklega mikilvægt, að
hver einstaklingur í haga skili sem mestum
afurðum. Sé vorbeit hafin ofsnemma, leiðir
það til minnkandi plöntuframleiðslu, sem
svo kemur fram í minnkandi þyngdar-
aukningu búfjár og minni heildarfram-
leiðslu á hverja flatareiningu beitilands.
beit er hafin of snemma að vori. í 1. töflu
erufærðar niðurstöðurfrá írlandi, þarsem
afrakstur búpenings var mældur sem fa.ll af
þeirri tímasetningu, þegar vorbeit hófst.
Þessar niðurstöður sýna, að daglegur vaxt-
arauki beitarpenings getur aukizt mjög
verulega með lítilli frestun beitar. Að hinu
leytinu er fóðurgildi beitarplantna mest í
byrjun gróanda. Og sé beit frestað um of,
getur af því hlotizt minnkandi daglegur
vaxtarauki búsmalans. Því er æskilegt að
kanna með tiltækum ráðum ástand
gróðurs á vorin og leita þess vaxtarstigs,
þar sem þrif beitarpenings verða sem bezt,
án þess að helztu beitarplöntur bíði veru-
legan hnekki. En þó að hinar írsku niður-
stöður gildi í grundvallaratriðum fyrir
íslenzk beitilönd, verða þær ekki yfirfærðar
í bókstaflegum skilningi, með því að
íslenzkur úthagi er að jafnaði miklu
ófrjórri. Enn fremur er það brey tilegt frá ári
til árs, hvenær hæfilegt er að hefja vorbeit,
vegna ólíks veðurfars og staðhátta. Þess
vegna ætti að meta vandlega, eftir atvikum
með aðstoð efnagreininga, vaxtarstig og
vaxtarhraða tiltekinna beitarplantna og
hleypa búpeningi á landið með hliðsjón af
slíku mati.
Séu haglendi beitt snemma vors ár eftir ár,
breytist samsetning gróðurlenda í þá veru,
að lélegar beitarplöntur ná smám saman
mestri útbreiðslu. Getur þannig dregið
mjög verulega úr afrakstri gróðurlenda
bæði í bráð og lengd sé beit hafin of snemma
á gróðrartímabilinu.