Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Side 71

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Side 71
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1982 14, 1-2: 69-83 ErfBir feldgæða og skinngæða StefAn Aðalsteinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Ingi Garðar Sigurðsson, Tilraunastöðinni Reykhólum, Jón Trausti Steingrímsson °g Konný R. Hjaltadóttir Rannsóknastofnun landbúnaðarins. SAMANDREGIÐ YFIRLIT Lýst er einkunnagjöf 317 vorlamba og haustlamba 1980 fyrir feldgæði og einkunnagjöf576 sútaðra skinna 1980 og 1981 fyrir feldgæði. Rannsókn á fylgni milli feldgæðaeinkunna að vori, hausti og eftir sútun á 317 hvítum og mislitum lömbum á Reykhólum 1980 leiddi í ljós, að einkunnir á vorlömbum og haustlömbum höfðu ekkert spágildi um einkunnir skinna af sömu lömbum að sútun lokinni. Feldgæðaeinkunnir á sútuðum skinnum voru hærri á gimbrum en hrútum og lækkuðu með aldri lambanna. Arfgengi feldgæðaeinkunna eftir sútun var eftirfarandi: útbreiðsla lokks 0.10, gerð lokks 0.10, gljái 0.13 og pelseinkunn 0.16. Arfgengi á dökkum hárum og blettum í sútuðum og klipptum skinnum var 0.71 og á tvískinnungi 0.43. INNGANGUR Fyrir rúmum 30 árum hófst útflutningur á gráum lambsgærum frá íslandi til Sví- þjóðar. íslenskir íjárbændur sýndu verulegan áhuga á því að framleiða gráar gærur, eftir að þessi útflutningur hófst, enda voru vel litar gráar gærur greiddar mun hærra verði en aðrar gærur (Halldór Pálsson, 1960; Stefán Aðalsteinsson, 1960, 1963; Guð- mundur Jónsson, 1964). Rannsóknir á litarerfðum hófust í beinum tengslum við framleiðsluna á gráu gærunum Þær rann- sóknir leiddu til þess, að ítarlegar reglur fundust um það, hvernig grái liturinn og aðrir litir í íslenska fjárstofninum erfðust (Stefán Aðalsteinsson, 1960, 1970). Þegar mokkasútun á lambsgærum hófst í verulegum mæli hér á landi, kom fram galli í holdrosa skinnanna, sem kallast tvískinnungur. Þá er bandvefurinn, sem bindur innsta lag skinnsins við ytri lög þess, laus í sér og holrúm á milli laga í skinninu. Við slípingu á holdrosahlið skinnanna detta göt á innsta lagið, og sá hluti skinnsins, sem gallinn nær yfir, er ónothæfur í mokkaskinn. Skipulegar rannsóknir voru hafnar á því árið 1970, af hverju þessi galli kynni að stafa, og kom í ljós, að arfgengi tvískinn- ungs í gærum reyndist allhátt. (Stefán Aðalsteinsson og Kari. Bjarnason, 1971). Samantekt á ýmsum niðurstöðum úr síðari

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.