Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Qupperneq 72
70 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
rannsóknum á gærugæðum er að finna í
Fjölriti RALA nr. 64 (Stefán Aðalsteins-
son og Jón Tr. Steingrímsson, 1980).
Nýr áfangi í ræktun á gráu fé til
gæruframleiðslu hófst árið 1979, en þá
ákvað Búnaðarfélag Islands að hefja rækt-
un á gráu og svörtu feldfé (Sveinn Hall-
grímsson, 1979). í beinu framhaldi af
þeirri ákvörðun var hafist handa um það
vorið 1980 að dæma útbreiðslu, gerð og
gljáa lokks í vorlömbum á Reykhólum í því
skyni að kanna hvort einkunnir fyrir
lokkgæði á nýfæddum lömbum segðu í
einhverjum mæli fyrir um lokkgæði sömu
lamba við haustvigtun og hvort einkunnir
lifandi lamba að vori og hausti tengdust að
einhverju leyti einkunnum, sem gefnar
væru fyrir lokkgæði á sútuðum og klipptum
feldskinnum.
Lömb, sem fæddust á Reykhólum vorið
1980, fengu einkunn fyrir lokkgæði nýfædd
og aftur við haustvigtun, og pelsasútuðum
gærum afsláturlömbum það ár voru einnig
RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR
Einkunnakerfi það, sem notað var til að
gefa lömbum fæddum 1980 einkunnir fyrir
útbreiðslu, gerð og gljáa lokks að vori, við
haustvigtun og eftir sútun, er sýnt í 1. og 2.
töflu hér á eftir.
Skinnumaflömbumfráárinu 1981 voru
gefnar einkunnir fyrir lokkgæði eftir sútun
samkvæmt skilgreiningunni í 2. töflu. Bæði
haustin var skinnum gefin einkunn fyrir
tvískinnung og dökk hár, og er einkunna-
kerfinu fyrir þessa eiginleika lýst í 3. töflu.
Bæði árin voru sútuðu skinnin flékkuð í
tvennt að sútun og klippingu lokinni eftir
því hvort þau voru talin hæf til pelsagerðar
eða ekki. Þau sem voru talin nothæf í
gefnar einkunnir. Lömb sem fæddust vorið
1981 fengu hins vegar hvorki einkunnir að
vori né við haustvigtun, en pelsasútuðum
gærum afsláturlömbum það ár voru gefnar
einkunnir að lokinni sútun og klippingu.
Bráðabirgðauppgjör á ýmsum niðurstöð-
um frá árinu 1980 hafa birst áður (Stefán
Aðalsteinsson og Jón Tr. Steingrímsson,
1980; Stefán Aðalsteinsson, Ingi Garðar
Sigurðsson og Jón Tr. Steingrímsson,
1981).
Hér á eftir verður gerð grein fyrir fylgni
milli einkunna sem lifandi lömbum voru
gefnar að vori og hausti 1980 og fylgni
þeirra við einkunnir á gærum af sömu
lömbum eftir sútun. Þá verða einnig teknar
saman tveggja ára niðurstöður einkunna-
gjafar á sútuðum gærum frá Reykhólum
haustin 1980 og 1981 og reiknað arfgengi
ýmissa feld- og skinneiginleika auk svip-
fars- og erfðafylgni milli þeirra ásamt fylgni
þessara eiginleika við þunga lamba á fæti.
pelsagerð fengu einkunnina 1 fyrir pels-
gæði, en hin einkunn 0.
Einkunnagjöf var hagað þannig, að
starfsmenn tilraunastöðvarinnar á
Reykhólum gáfu vorlömbum einkunnir.
Einkunnir lamba við haustvigtun gáfu
starfsmenn tilraunastöðvarinnar og Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins í samein-
ingu og sömuleiðis einkunnir fyrir pelsgæði
og tvískinnung í loðsútuðum gærum.
Númer var látið fylgja hverri gæru frá
sláturhúsi og í allri vinnslu. Var það gert
þannig, að í sláturhúsi voru gærurnar
merktar með plastmerki með raðtölu, sem
lambið fékk við slátrun. Var þetta merki