Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Page 75

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Page 75
ERFÐIR FELDGÆÐA OG SKINNGÆÐA 73 yfir svipfarsfylgni í 7., 8. og 11. töfllu hafa verið reiknaðar út, eftir að gögnin höfðu NIÐURSTÖÐUR í 4. töflu eru sýnd meðaltöl lamba, sem fæddust vorið 1980. Ná þau meðaltöl til feldeiginleika 317 hvítra og mislitra lamba við fæðingu og haustvigtun og feldeigin- leika skinnanna af sömu lömbum eftir sútun. Þá eru einnig sýnd í 4. töflu meðaltöl af þunga þessara lamba á fæti, fallþunga þeirra og gæruþunga ásamt skinnþunga eftir sútun og skinnþunga eftir sútun á hvern dm2. Allmargar tölur úr sama talnasafni og hér er notað hafa birst áður í Frey (Stefán Aðalsteinsson o. fl. 1981). Svolitlu munar á sumum útkomum þar og hér og stafar sá munur sumpart af því, að færri gærur koma fyrir hér en í þeirri grein, og sumpart af því, að hér er notuð dálítið breytt uppgjörsaðferð frá því, sem þar var gert, því að hér er leiðrétt fyrir aldursflokk mæðra og aldri lamba, en þar ekki. í 4. töflu eru sýnd þau meðaltöl, sem fram koma við útreikninga eftir aðferð minnstu kvaðrata (method of least squa- res), þar sem aðfelling stuðla (fitting of constants) er notuð til að finna meðaltöl einstakra stiga hverrar flokkunar um sig óháð öllum öðrum flokkunum. Meðaltöl sem fundin eru á þann hátt, verða hér á eftir kölluð aðfelld meðaltöl. í 5. töflu er sýnt, hvaða stuðlar í 4. töflu eru marktækir, þ. e. hvaða flokkanir hafa marktæk (raunhæf, significant) áhrif á hina einstöku eiginleika í 4. töflu. Kyn lamba hefur þannig haft marktæk áhrif á feldgæði eftir sútun, og þar hafa gimbrarnar vinninginn. Hrútar hafa hins vegar haft marktæka yfirburði í þunga á verið leiðrétt fyrir öllum flokkunarat- riðum. fæti, fallþunga, gæruþunga og þunga klipptra skinna eftir sútun. Fjöldi lamba við fæðingu hefur ekki haft áhrif á feldgæðaeiginleikana, nema hvað gerð lokks á vorlömbum hefur fengið marktækt hærri einkunn á tvílembingum en á einlembingum og þrílembingum. Fjöldinn við fæðingu hefur hins vegar mjög mikil og marktæk áhrif á allar þungatöl- urnar í 4. töflu, þar sem einlembingarnir eru með hæstu tölurnar. Þrílembingarnir eru með lægstan þunga á fæti og fallþunga, en tvílembingarnir eru með lægstan gæru- þunga og skinnþunga eftir sútun. Hvergi munar á feldeiginleikum eftir aldursflokkum áa nema hvað gljáaeinkunn að vori hefur reynst marktækt hærri á lömbum undan veturgömglum ám heldur en eldri ám. Aldur mæðra hefur hins vegar haft mjög mikil og marktæk áhrif á allar þungatölur, eins og við mátt búast. Aldur lambanna árið 1980 hefur haft mjög lítil áhrif á öll feldgæðaatriðin, en glögg áhrif á þungatölurnar, eins og sést í neðri hluta 4. og 5. töflu. Feður lambanna hafa haft væg eða engin áhrif á þá eiginleika, sem skoðaðir voru, eins og fram kemur í aftasta dálki 5. töflu. Arfgengi þeirra eiginleika, sem ein- göngu voru mældir árið 1980, er sýnt í 6. töflu. Þar sést, að arfgengi á útbreiðslu lokks er 0.16, og á gerð lokks er það 0.17, en á gljáa að vori og útbreiðslu, gerð og gljáa lokks að hausti reyndist arfgengið 0. Þá sést í 6. töflu, að arfgengi gæruþungans haustið 1980 reyndist einnig vera 0.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.