Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Page 79

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Page 79
ERFÐIR FELDGÆÐA OG SKINNGÆÐA 77 NIÐURSTÖÐUR ÁRANNA 1980 OG 1981 TEKNAR SAMAN í 9. töflu eru sýnd aðfelld meðaltöl feld- og skinngæðaeiginleika 576 hvítra lamba frá Reykhólum árin 1980 og 1981 tekinsaman. í 10. töflu er sýnt, hvaða flokkarnir hafa marktæk áhrif á einstaka eiginleika í 9 töflu. Ekki kom fram áramunur á meðaltölum útbreiðslu, gerðar og gljáa lokks eftir sútun, en pelseinkunn reyndist samt mark- tækt hærri síðara árið. Aðrar marktækar breytingar milli ára voru þær, að tvískinn- ungur, þungi og stærð skinns minnkaði og sömuleiðis þungi skinns á flatareiningu. Jafnframt voru lömbin mun léttari á fæti haustið 1981 heldur en árið áður. Skinn- þykkt breyttist ekki. Munur milli kynja var mikill og mark- tækur í öllum feldeiginleikunum, og voru gimbrarnar alls staðar með hærri einkunn- ir. Hrútarnir voru hins vegar marktækt þyngri og með stærri og þyngri skinn en gimbrarnar. Fjöldi lamba við fæðingu hafði ekki áhrif á feldeiginleika, nema hvað tvílembingar fengu hæstu einkunn fyrir gerð lokks. Einlembingar voru með þykkustu skinnin og hæstu meðaltöl í öllum þungatölum, en litlu munaði á tvílembingum og þrílemb- ingum í þessum atriðum. Aldursflokkur ær hafði engin áhrif á feld- eiginleika, en tvískinnungseinkunn var marktækt lægri hjá gemlingslömbunum heldur en hjá lömbum undan ám. Punga- tölurnar voru líka marktækt lægri hjá gemlingslömbunum, en munur á skinn- þykkt var ekki marktækur. Aldursáhrif lamba voru þau, að ein- kunnir fyrir feldgæði lækkuðu allar mark- tækt með aldri, en þungatölur hækkuðu marktækt með aldri. Marktækur munur kom fram á feðrum lamba í öllum eiginleikum í 9. töflu nema þunga og stærð skinns og þunga skinns á dm2. í 11. töflu eru sýndar tölur um arfgengi á hornalínunni (feitletrað), erfðafylgni undir hornalínunni og svipfarsfylgni yfir henni. Arfgengið á feldeinkunnunum er alls staðar lágt, en marktækt, sjá mun á feðrum í 10. töflu. Einkunnin fyrir dökk hár hefur mjög hátt arfgengi, 0.71, og er athyglisvert, að engin flokkun, sem sýnd er í 10. töflu, hefur áhrif á dökku hárin nema feður. Arfgengið á tvískinnungseinkunninni er líka hátt, 0.41. Þessi eiginleiki virðist að verulegu leyti ákvarðast af erfðum og tengjast þekktum umhverfisþáttum mjög lítið. Arfgengi á tölum um þunga og stærð skinna í þessari rannsókn er ekki marktækt, en skinnþykkt og þungi á fæti eru með marktækt arfgengi. Erfðafylgnin milli eiginleikanna, sem sýnd er í 11. töflu, er ónákvæm vegna þess, hve takmarkaður efniviðurinn er, þ. e. aðeins 576 lömb undan 18 hrútum, enda fara 8 gildi af 55 út í eða út fyrir leyfileg mörk, sem eru ± 1. Sumar þessara erfða- fylgnitalna virðast þó vera í góðu samræmi við það, sem við mátti búast, vegna þess, hvers eðlis eiginleikarnir eru. Þannig er innbyrðis erfðafylgni milli feldeiginleik- anna alls staðar jákvæð og há. Erfðafylgni þunga á fæti við skinnþunga og skinnstærð er sömuleiðisjákvæð og há. Erfðafylgnitöl- ur, sem benda til óhagkvæmra erfðatengsla milli eiginleika, eru neikvæð erfðafylgni milli þunga á fæti annars vegar og gerðar lokks og gljáa hins vegar, og jákvæð og miðlungi há erfðafylgni þunga á fæti við

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.