Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Qupperneq 79

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Qupperneq 79
ERFÐIR FELDGÆÐA OG SKINNGÆÐA 77 NIÐURSTÖÐUR ÁRANNA 1980 OG 1981 TEKNAR SAMAN í 9. töflu eru sýnd aðfelld meðaltöl feld- og skinngæðaeiginleika 576 hvítra lamba frá Reykhólum árin 1980 og 1981 tekinsaman. í 10. töflu er sýnt, hvaða flokkarnir hafa marktæk áhrif á einstaka eiginleika í 9 töflu. Ekki kom fram áramunur á meðaltölum útbreiðslu, gerðar og gljáa lokks eftir sútun, en pelseinkunn reyndist samt mark- tækt hærri síðara árið. Aðrar marktækar breytingar milli ára voru þær, að tvískinn- ungur, þungi og stærð skinns minnkaði og sömuleiðis þungi skinns á flatareiningu. Jafnframt voru lömbin mun léttari á fæti haustið 1981 heldur en árið áður. Skinn- þykkt breyttist ekki. Munur milli kynja var mikill og mark- tækur í öllum feldeiginleikunum, og voru gimbrarnar alls staðar með hærri einkunn- ir. Hrútarnir voru hins vegar marktækt þyngri og með stærri og þyngri skinn en gimbrarnar. Fjöldi lamba við fæðingu hafði ekki áhrif á feldeiginleika, nema hvað tvílembingar fengu hæstu einkunn fyrir gerð lokks. Einlembingar voru með þykkustu skinnin og hæstu meðaltöl í öllum þungatölum, en litlu munaði á tvílembingum og þrílemb- ingum í þessum atriðum. Aldursflokkur ær hafði engin áhrif á feld- eiginleika, en tvískinnungseinkunn var marktækt lægri hjá gemlingslömbunum heldur en hjá lömbum undan ám. Punga- tölurnar voru líka marktækt lægri hjá gemlingslömbunum, en munur á skinn- þykkt var ekki marktækur. Aldursáhrif lamba voru þau, að ein- kunnir fyrir feldgæði lækkuðu allar mark- tækt með aldri, en þungatölur hækkuðu marktækt með aldri. Marktækur munur kom fram á feðrum lamba í öllum eiginleikum í 9. töflu nema þunga og stærð skinns og þunga skinns á dm2. í 11. töflu eru sýndar tölur um arfgengi á hornalínunni (feitletrað), erfðafylgni undir hornalínunni og svipfarsfylgni yfir henni. Arfgengið á feldeinkunnunum er alls staðar lágt, en marktækt, sjá mun á feðrum í 10. töflu. Einkunnin fyrir dökk hár hefur mjög hátt arfgengi, 0.71, og er athyglisvert, að engin flokkun, sem sýnd er í 10. töflu, hefur áhrif á dökku hárin nema feður. Arfgengið á tvískinnungseinkunninni er líka hátt, 0.41. Þessi eiginleiki virðist að verulegu leyti ákvarðast af erfðum og tengjast þekktum umhverfisþáttum mjög lítið. Arfgengi á tölum um þunga og stærð skinna í þessari rannsókn er ekki marktækt, en skinnþykkt og þungi á fæti eru með marktækt arfgengi. Erfðafylgnin milli eiginleikanna, sem sýnd er í 11. töflu, er ónákvæm vegna þess, hve takmarkaður efniviðurinn er, þ. e. aðeins 576 lömb undan 18 hrútum, enda fara 8 gildi af 55 út í eða út fyrir leyfileg mörk, sem eru ± 1. Sumar þessara erfða- fylgnitalna virðast þó vera í góðu samræmi við það, sem við mátti búast, vegna þess, hvers eðlis eiginleikarnir eru. Þannig er innbyrðis erfðafylgni milli feldeiginleik- anna alls staðar jákvæð og há. Erfðafylgni þunga á fæti við skinnþunga og skinnstærð er sömuleiðisjákvæð og há. Erfðafylgnitöl- ur, sem benda til óhagkvæmra erfðatengsla milli eiginleika, eru neikvæð erfðafylgni milli þunga á fæti annars vegar og gerðar lokks og gljáa hins vegar, og jákvæð og miðlungi há erfðafylgni þunga á fæti við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.