Fréttablaðið - 05.12.2020, Side 6

Fréttablaðið - 05.12.2020, Side 6
VIÐSKIPTI Auglýsing frá fyrirtækinu Hugbergi á atvinnuleitarvélinni Alfreð hefur verið fjarlægð. Var hún nefnd „sölu og kynningarverkefni“ og kom þar fram að söluvaran væri „fjölmargar áhugaverðar alþjóð­ legar internetþjónustur“. Þegar fólk sótti um kom í ljós að um var að ræða áskriftir að Crowd1 sem BBC og f leiri hafa lýst sem píramídasvindli og er einkum beint að fólki í Afríku. Crowd1 hefur verið bannað í nokkrum Afríkuríkjum og sum ríki hafa gefið út viðvaranir vegna starf­ seminnar. Gunnar Jón Jónasson, eigandi Hugbergs, þvertekur f yrir að Crowd1 sé píramídasvindl. Hann segir að Crowd1 gangi út á að safna meðlimum, í dag séu þeir 21 milljón. „Það sem menn selja er með­ limaaðgangur. Það eru netnámskeið sem fylgja ef þú ert meðlimur,“ segir Gunnar Jón. Spurður hvaðan tekjur fyrirtæk­ isins komi segir hann þær koma í gegnum samninga við netfyrirtæki. „Sem dæmi er samningur við bókunarsíðu, síðan beina meðlimir sér að þessu bókunarfyrirtæki og eiga viðskipti við það. Þá deilir þessi bókunarsíða tekjunum sem mynd­ ast við viðskiptin. Þessir viðskipta­ vinir eru eyrnamerktir Crowd1. Þannig myndast tekjurnar,“ segir Gunnar Jón. „Númer eitt, tvö og þrjú, þá eru menn að kaupa sig inn í þennan pakka og hafa þá aðgang að þessum fyrirtækjum sem koma inn í skýið. Þetta er í sjálfu sér mjög einfalt.“ Í umfjöllun BBC frá því í byrjun nóvember kemur hins vegar fram að Crowd1 hafi sjálft sett upp þessar netsíður. Til dæmis veðmálasíðuna AffilGo og leikjasíðuna Miggster. Þar kemur einnig fram að texti sem notaður sé í tímaritið Crowd og netnámskeiðin, sem kallast My­ Grithub, sé afritaður nánast orð fyrir orð upp úr eldri greinum og bókum, til að mynda bókinni How to be an Estate Investor sem hægt sé að nálgast frítt á netinu. Einnig er fjallað um fyrrnefnda bókunar­ síðu, Life Trends. Í rannsókn BBC kom í ljós að á síðunni er ekki notast við eigin kerfi, heldur kerfi Book­ ing. com og Expedia. Borið hefur á því að Íslendingar auglýsi Crowd1, til dæmis í Face­ book­ hópum. Algengara er að fólk sendi skilaboð til fólks í nærum­ hverfinu og reyni að selja aðganga og „menntunarpakka“ fyrir frá 99 til 2.499 evra, eða allt að 385 þúsund króna. Í rannsókn BBC kemur fram að sá sem selur fær um tíu prósent af eigin sölu, og hluta af sölulaunum hins næsta og koll af kolli. Pening­ arnir streymi því upp píramídann til toppanna. Gunnar Jón veit ekki hversu margir Íslendingar eru meðlimir í Crowd1. „Ekki minnstu.“ Gunnar Jón vildi ekki svara hvers vegna Crowd1 væri ekki tekið fram í starfsauglýsingunni. „Menn fá þær upplýsingar í framhaldinu.“ Crowd1 var stofnað árið 2018 og hefur strax fengið á sig mikla gagnrýni. Enda einstaklingar þar innanborðs sem hafa áður tengst píramídasvindli, f lestir frá Svíþjóð og Noregi. Nefnir BBC til dæmis þrjá menn sem hafi tengsl við OneCoin, eitt stærsta píramídasvindl sögunnar. Þar á meðal stofnandann Jonas Eric Werner. Auglýsingin er ekki lengur sýni­ leg á vef Alfreðs. Ingvi Þór Georgs­ son, framkvæmdastjóri Alfreðs, ræðir ekki málefni einstakra við­ skiptavina en segir að almennt þurfi fyrirtæki sem auglýsa að gang­ ast undir skilmála um að öll notkun fyrirtækja takmarkist við almenna og löglega starfsemi. „Komi í ljós að ekki sé farið eftir þessu verður það skoðað nánar,“ segir Ingvi. kristinnhaukur@frettabladid.is Ekki er vitað hversu margir Íslendingar hafa keypt aðgang að Crowd1 en borið hefur á auglýsingum Íslendinga í Facebook-hóp- um. 10 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum til að nútímavæða þjónustu Reykjavíkurborgar.69 prósent íbúa fimm sveitar- félaga á Suðurlandi styðja sameiningu þeirra. 11,3 milljarðar króna er halli Reykja- víkurborgar á næsta ári. 40 prósent Íslendinga telja hryðjuverka- ógn aukast hér- lendis með auknum fjölda innflytjenda frá múslimalöndum. 518 voru á biðlista eftir innlögn á Vog þann 9. nóvember síðastliðinn. TÖLUR VIKUNNAR 29.11.2020 TIL 5.12.2020 Ólafur Helgi Kjartansson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur auk tveggja starfsmanna embættisins verið kallaður til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn héraðs­ saksóknara. Miklar deilur voru innan embættisins í sumar, þar á undan hafði verið mikið um samskiptaörðugleika. Ólafur lét af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í ágúst síðastliðnum og tók hann við starfi sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu. Sig ríður Á. Ander sen fyrrverandi dóms mála ráð herra sagði niður stöðu yfir deildar Mann­ réttinda dóm stóls Evrópu í Lands­ réttar málinu vera pólitískt at gegn sér. Allir sautján dómarar dómstólsins komust að þeirri niðurstöðu í vikunni að íslenska ríkið hefði brotið gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans þegar dómarar sem ekki voru skipaðir í samræmi við lög dæmdu mál í Landsrétti. Sigríður var þá dóms­ málaráðherra. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra kynnti í tveimur frumvörpum fyrirhugaðar breytingar á barnaverndar­ kerfi sem eiga að tryggja samþætt­ ingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þar er lagt til að stofnaðar verði tvær nýjar stofn­ anir þar sem rík á hersla verður á þjónustu við börn og fjöl skyldur þeirra. Unnið verður eftir sam­ ræmdum mæli kvarða sem hjálpar við að tryggja sam fellda þjónustu sem hæfir börnum. Þrjú í fréttum Frumvörp, öt og yfirheyrslur Crowd1 að hreiðra um sig hér Borið hefur á því að Íslendingar reyni að selja aðgang að Crowd1 sem BBC og fleiri lýsa sem píramída­ svindli. Eigandi Hugbergs sf. sem leitaði að sölufólki þvertekur þó fyrir að Crowd1 sé píramídasvindl. Crowd1 hefur mest verið beint að Afríkubúum og er starfsemin bönnuð í nokkrum ríkjum. SKJÁSKOT/YOUTUBE ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.