Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 24

Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 24
Við Felix ætluðum að vera með 25 ára sam-st ar fsa f mælistón-leika í Háskólabíói í mars síðastliðnum. Við vorum búnir að selja tvenna tónleika þegar COVID skall á. Við frestuðum tónleikunum fram í september en það varð ekki af þeim heldur þá svo við erum búnir að fresta til september 2021,“ segir Gunni. „En nú í byrjun nóvember vorum við að tala um að það stefndi í algert jólaballaleysi og þar með myndi jólaskemmtana- og jólasveinaleysi hrjá íslensk börn ofan á allt annað. Þannig að Felix hringdi í Lands- bankann og spurði hvort þau væru til í að hjálpa okkur að veita smá jólagleði í líf íslenskra barna þessi jólin. Og þau voru þvílíkt til. Þann- ig að við munum bjarga jólunum fyrir íslensk börn alls staðar í heim- inum,“ segir Gunni í léttum tón. Kenna börnum að undirbúa jól Um er að ræða jólastreymi sem sent verður út á Facebook-síðu Lands- bankans sunnudaginn 6. desember klukkan 14.00. Þeir félagar ætla að tryggja réttu jólastemninguna með því að kenna börnum þessa lands hvernig á að standa að jólaundir- búningnum: jólakveðjum, jóla- skreytingum, jólagjafalistum, jóla- þrifum, jólavináttu og jólakærleika. Og auðvitað jólabakstri því það er algerlega áreiðanlegt að Gunni ætlar að kenna Felix að baka jóla- smákökur. Þeir félagar segja líklegt að jóla- sveinar kíki í heimsókn og taki lagið með þeim. „Það verða auð- vitað engir áhorfendur en í staðinn verða sex dansarar frá Dansskóla Birnu Björns sem munu dansa með Gunna á meðan Felix syngur jóla- lög þeirra félaga. Og svo ætlar Felix að kenna Gunna að skreyta jólatré – á mettíma.“ Sofnaði ofan í aspassúpuna Felix Bergsson er mikið jólabarn en þegar hann var sex ára keyrði hann sig svo út í spennu að hann sofnaði ofan í aspassúpuna á aðfangadag. Ertu mikið jólabarn? Já, ég er það svo sannarlega og hef verið allt frá því að ég sofnaði sex ára ofan í aspassúpuna hans pabba kl. 18.03 á aðfangadag. Var víst orðinn aaaaaðeins of spennt- ur. Ertu búinn að skreyta? Já, það er búið að skreyta fullt heima hjá mér. Eiginmaðurinn er jafnvel meira jólabarn en ég. Hver er uppáhaldsjólaminning þín? Þegar Þórir bróðir gaf mér riffil (leikfanga) í jólagjöf og ég varð svo undrandi því ég var einmitt að fara að gefa honum nákvæmlega eins riffil. Ég skildi eiginlega ekki hvernig þetta hefði getað gerst og hafði ekki hugmynd um svokölluð mömmuplott. Gleymi þessu aldrei. Hvað er ómissandi á jólunum? Börnin mín. Hef einu sinni verið án þeirra og fannst það fáránlegt. Hvert er besta jólalagið? Ég fæ jólagjöf með Kósý. Svo er lagið um jólagjafaóskalistann, Sælla er að gefa en þiggja, með Gunna og Felix gríðarlega gott og falinn demantur. Hvenær fer jólatréð upp á þínu heimili? Úff, erfið spurning. Við gerum nefnilega svo mörg jólatré heima hjá mér því hver og einn gerir sitt jólatré og er þá gjarnan unnið með konseptið jólatré frekar en að vera með alvöru tré! Í fyrra voru „jóla- trén“ sex talsins en nú verða þau átta! Við ætlum að setja þau upp um helgina. Hverjir verða í „jólakúlunni“ þinni í ár? Börnin mín, barnabörn, tengda- börn og foreldrar. Svo verð ég að fá að hitta systkini okkar Baldurs en þá er það líka upptalið. Hvernig getum við haldið í gleðina þessi undarlegu jól? Með því að gera fallegt í kringum okkur, hlusta á jólalög og heyra bara nógu oft í öllum sem við söknum, til dæmis í síma eða á netinu. Hvaða jólahefð má aldrei rjúfa? Jólak lukkurnar í útvar pinu klukkan sex á aðfangadag. Það má aldrei breytast. Fimm ára á aðfangadagskvöld Gunnar Helgason verður alltaf eins og fimm ára þegar farið er að opna gjafirnar á aðfangadagskvöld og skreytir meira í ár en nokkru sinni fyrr. Ertu mikið jólabarn? Já, það er engin spurning. Ég verð alltaf spenntur á jólunum og finnst mjög gaman af öllum hefðunum, gömlum sem nýjum. Nú í ár erum við Björk eiginkona mín að ganga lengra í að skreyta húsið en áður og það er hrikalega gaman. Svo eru það gjafirnar, ég verð alltaf eins og fimm ára þegar við förum að taka upp. Hver er uppáhaldsjólaminning þín? Það ryðjast fram góðar jólaminn- ingar, úff! Það er kannski þegar skíðin komu úr pakkanum þarna 1977. Þau breyttu lífi manns því maður varð svo miklu betri á skíð- um og fór að komast á verðlaunapall og svona. Og svo fyrstu jólin sem við Björk áttum saman með eldri syni okkar, fyrstu fjölskyldujólin. Þau fannst mér æðisleg. Og þegar yngri sonur okkar fékk það hlutverk fimm ára að dreifa pökkunum eftir að þeir höfðu verið lesnir upp. Hann var eiginlega spenntari að sjá hvað aðrir voru að fá en hann sjálfur. Það fannst mér svo fallegt því það er sælla að gefa en þiggja. Hvað er ómissandi á jólunum? Laufabrauð. Eða sko laufabrauðs- partíið, þegar stórfjölskyldan hittist og gerir laufabrauð saman. En það má ekki núna þannig að í ár kaup- um við sennilega bara laufabrauð úti í búð. Hvert er besta jólalagið? Jólagjafalagið okkar Felix. Ég segi það algerlega kinnroðalaust. Það er geggjað lag. Já og svo Þú komst með jólin til mín. Hvenær fer jólatréð upp á þínu heimili? Það fór alltaf upp á Þorláksmessu en það hefur verið að færast framar á dagatalinu því að ég er alltaf svo upptekinn dagana fyrir jól og leiðinlegt að gera það í einhverju stressi. Ég býst bara við að það fari upp í næstu viku. Hverjir verða í „jólakúlunni“ þinni í ár? Það er nú stóra spurningin. Við verðum sennilega bara fjögur, ég Björk og strákarnir okkar. En von- andi mega tengdaforeldrarnir vera hjá okkur á aðfangadag. Hins vegar er nokkuð ljóst að stóra skötuboðið okkar á Þorláksmessu verður ekki í ár. Þangað hafa komið allir eldri meðlimir stórfjölskyldunnar og svo Felix. Þetta hefur alltaf verið í hádeginu og svo hef ég farið með strákunum niður í bæ á meðan Björk hefur byrjað á humarsúpunni. En við bíðum bara og sjáum hvað má og hvað má ekki hafa marga hjá sér. Hvernig getum við haldið í gleðina þessi undarlegu jól? Mín leið hefur verið sú að búast ekki við neinu. Ég hef litið svo á að þetta COVID-ástand muni standa fram á næsta ár þannig að ég verð aldrei fyrir vonbrigðum með ákvarðanir þríeykisins. Og jólin í ár stefna í að verða þann- ig að við litla fjölskyldan verðum meira saman en áður og fínt bara að stefna á nándina og rólegheitin. Reyna kannski að búa til nýjar jóla- hefðir. Ég er náttúrlega ekki með lítil börn en það væri hægt að finna leiðir eins og að kíkja í Jólaþorpið í Hafnarfirði, fara að höggva jólatré saman og svo auðvitað að horfa á jólaskemmtunina okkar Felix. Hún kemur vonandi sem sára- bót fyrir allar jólaskemmtanirnar sem börnin missa af í ár. Við erum búnir að semja við jólasveinana og þeir ætla að kíkja til okkar þannig að þó að allt annað klikki þá munu börnin hitta jólasveina hjá okkur á morgun. Hvaða jólahefð má aldrei rjúfa? Það má rjúfa þær allar. Það eina sem maður verður að halda í er jóla- andinn. Sælla er að gefa en þiggja og það er ógeðslega gaman að pæla í jólagjöfum fyrir frúna og börnin. Og Felix! Bjóða öllum börnum á jólaball Þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson, betur þekktir sem Gunni og Felix, tóku ráðin í sínar hendur þegar stefndi í algert jólaballaleysi í ár og halda jólastreymisball fyrir börn og auðvitað fullorðna á morgun, sunnudag. Félagarnir Gunni og Felix eru mikil jólabörn og fannst því algjörlega ótækt að stefndi í algjört jólaballaleysi hjá íslenskum börnum í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Uppáhaldsjólaminning Felix er þegar hann gaf bróður sínum riffil. Ein uppáhaldsjólaminning Gunna er þegar skíðin komu úr pakkanum. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.