Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 42
DJI Reykjavík er eini viður­kenndi innflutningsaðilinn á DJI drónum en Sigurður Helgason hóf innflutning á DJI vörunum árið 2016. „Ég opnaði verslunina að Lækjargötu 17. júní ári síðar að beiðni DJI fyrirtækis­ ins. Mér fannst þeir nokkuð brattir að vilja opna heila verslun hér á Íslandi sem seldi einungis dróna, en svo reyndist þetta vera hárrétt ákvörðun hjá þeim. Við seljum mikið til hvort tveggja Íslendinga og erlendra ferðamanna, enda eru verðin sambærileg við það sem býðst í Evrópu,“ segir Sigurður, eigandi og framkvæmdastjóri DJI Reykjavík. Keyrir hátt í 500 km fyrir eina mynd Sigurður segist hafa séð allt að tvö­ földun í söluaukningu á drónum í sumar til Íslendinga sem má rekja beint til faraldursins. „Þetta er til­ valið sport fyrir heimsfaraldur. Þú ert bara einn með sjálfum þér að upplifa náttúruna og þarft ekki að pæla í neinni tveggja metra reglu. Þetta er líka alveg frábær leið til þess að kynnast landinu en sjálfur hafði ég aldrei ferðast mikið um landið fyrr en ég fékk mér dróna 2016. Í dag ferðast ég mjög mikið og keyri jafnvel hátt í 500 km fyrir eina mynd í réttum veður­ aðstæðum og birtuskilyrðum. Með myndavélina um hálsinn ertu eins og lítill maur í náttúrunni en dróninn veitir þér sjónarhorn risa. Áhuginn smitast líka fljótt. Þú mætir kannski í fjallgönguna með dróna og strax eftir á hafa nokkrir í hópnum smitast af bakteríunni og mæta jafnvel með dróna í næstu göngu.“ Listform á allra færi Það þarf ekki að óttast að taka fyrstu skrefin í drónamyndatöku því engan grunn þarf til þess að taka flottar ljósmyndir eða æðisleg myndbönd með drónunum frá DJI. „Ólíkt ódýru drónunum sem margir kannast við, sem þola engan vind og fjúka bara á næsta vegg og skemmast, þá eru DJI drónarnir útbúnir fullkomnum sjálfvirkum búnaði sem tryggir stöðugar hreyfingar og hágæða­ myndatökur. Það tekur fáeinar mínútur að komast upp á lagið. Þú einfaldlega ýtir á takka, dróninn tekur á f lug og bíður eftir næstu skipun. GPS­búnaður heldur honum á nákvæmlega sama stað þangað til þú tekur við stýrinu. Það er aldrei neitt stress. Ef raf­ hlaðan klárast í loftinu lendir hann sjálfkrafa á upphaflega staðinn. Mikið er til af vönduðu kennsluefni á YouTube um DJI dróna sem gefur kennslu og inn­ blástur til að skapa ótrúlega flott myndbönd.“ Drónarnir í jólapakkann DJI Reykjavík er með allan skalann af drónum fyrir almenning. „Við eigum allt frá DJI Mini 2 sem er á 84.990 kr. og upp í Mavic 2 Pro með Smart Controller á 319.990 kr. og 900.000 kr. dróna fyrir þá sem eru lengra komnir. Allir drónarnir okkar bjóða upp á alvöru gæði, góða drægni og þola vindhraða upp í a.m.k. 10 metra á sekúndu.“ Gæði fyrir peningana „Ég sé fram á að Mavic Air 2 verði mjög vinsæll í jólapakkann enda er þetta sá dróni sem gefur þér mestu gæðin og bestu eiginleika fyrir peninginn. Hann býr yfir ótrú­ legum sjálfvirknieiginleikum. Til dæmis getur þú látið hann fylgja manneskju eða farartæki á ferð. Það skiptir ekki máli hvert þú ferð í rýminu, dróninn passar alltaf að hafa viðfangsefnið fast í mynd­ rammanum. Þá má taka ótrú­ lega flott myndbönd án mikillar fyrirhafnar. Þá hefur hann frábæra eltieiginleika og er nánast ómögu­ legt að stinga hann af. Hann þekkir Í forgrunni er Matrice 300 RTK, svo- kölluð móðir allra dróna. Þessi dróni hefur gjörbylt leitarstörfum björgunarsveita og eftirliti log- reglu. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Maciv Air 2 dróninn frá DJI býr yfir ótrúlegum sjálfvirknieiginleikum. Til dæmis getur þú látið hann fylgja manneskju eða farartæki á ferð. DJI Mini 2 er hinn fullkomni ferða- félagi göngugarpsins. Hann tekur allt í senn ljósmyndir, 4K mynd- bönd, panorama, og 360° myndir. Sigurður ferðast sjálfur mikið um landið í leit að fullkomnum veður- og birtuskilyrðum fyrir drónaljósmyndir sínar og -myndbönd. Hægt er að skoða fleiri myndir á Instagram-síðu Sigurðar @siggizoom. Hjá DJI Reykjavík fæst hágæða hristijöfnunarbúnaður fyrir myndavélar. Búnaðurinn hentar öllum myndavélum sem eru undir 4,5 kg. DJI Reykjavík býður upp á allan skalann af drónum á breiðu verðbili, hvort tveggja fyrir almenning sem og björgunarsveitir og lögreglustörf. manneskjur og hluti, bíla, dýr, hjól, bifhjól, báta og margt f leira. Dróninn skynjar svo umhverfi sitt í þrívídd sem kemur í veg fyrir að hann rekist í hindranir.“ Smár en virkilega knár „Vinsælasti dróninn núna fyrir jólin verður eflaust DJI Mini 2 enda er hann ótrúlega nettur og léttur miðað við gæðin sem þú færð. Hann tekur upp í 4K og skilar 12 mp í myndgæðum. Þá tekur hann myndir í bæði JPEG og RAW. Hann þolir allt að 10 m/ sek. í vindhraða sem hentar fyrir íslenska veðráttu. Svo er drægni hans allt að 6 km og hann drífur í 500 m hæð. Þrátt fyrir smæðina er f lugtíminn allt að 31 mínúta. DJI Mini 2 er mjög vinsæll hjá göngu­ görpum enda nettur og passar auð­ veldlega í bakpokann. Hann tekur allt í senn ljósmyndir, myndbönd, panorama, 360° myndir. Þessi hefur selst mjög vel síðan hann kom út fyrir um mánuði síðan og ég er viss um að hann verði í all­ mörgum jólapökkum í ár.“ Móðir allra dróna DJI Reykjavík er einnig með úrval af drónum sem munu og hafa nú þegar gjörbylt björgunarstörfum sem og eftirliti lögreglu. „Matrice 300 RTK er svokölluð móðir allra dróna. Þessi er ótrúlega fullkom­ inn og hannaður með eftirlit og leit í huga. Hann skynjar umhverfið í þrívídd sem gætir þess sjálfkrafa að hann rekist ekki utan í neitt. Hann helst stöðugur í allt að 15 m/ sek. roki og er sá fyrsti sem þolir grenjandi rigningu. Drónann má nota í leit í nánast hvaða veðri sem er. Hægt er að útbúa hann með hitamyndavél og aðdráttarmynda­ vél sem eru virkilega hjálplegar í lögreglu­ og björgunarsveitar­ starfi. Eins og er þá á ein björg­ unarsveit slíkan dróna en það er Björgunarsveitin Bára á Djúpa­ vogi. Sá var notaður núna um daginn við leit að einstaklingi sem sást með hjálp drónans í kolniða­ myrkri, ausandi rigningu og vind­ hviðum sem náðu allt að 20 m/sek. Ég er þess fullviss að þessi dróni muni veita góðar fréttir í fram­ tíðinni. Einnig má útbúa drónann með lasermyndavél til að kort­ leggja í þrívídd. Þetta er gjörbylt­ ing fyrir kortagerðariðnaðinn og rannsóknir og má kortleggja stór svæði með þessari tækni á stuttum tíma með 1 cm nákvæmni.“ Með veröldina í vasanum DJI Reykjavík selur einnig stór­ sniðugan myndavélabúnað sem gefur færi á ótrúlega stöðugum myndbandsupptökum. „DJI Pocket 2 er virkilega handhæg og nett myndavél sem passar í vasann. Hún tekur upp í 4K og 60 römmum á sekúndu. Þá býður hún upp á 64 mp ljósmyndir. Vélrænn DJI búnaðurinn tryggir að mynda­ vélin helst stöðug þrátt fyrir að hún sé hrist eða hreyfð. Þú getur til dæmis hlaupið á eftir börnunum þínum og tekið myndband eða ljósmynd og myndavélin sér til þess að myndin sé skýr og óhreyfð. Þessi er mjög vinsæl hjá vlogg­ urum enda tekur ekki nema fimm sekúndur að kveikja á henni og byrja að ljósmynda eða taka upp.“ Einnig fæst hágæða hristi­ jöfnunarbúnaður fyrir mynda­ vélar hjá DJI Reykjavík. „Við erum með splunkunýjan RS2 og RSC2 gimbalbúnað fyrir allt að 4,5 kg þungar myndavélar sem tryggir ávallt stöðugar myndatökur með myndavélinni þinni. Hægt er að senda myndefnið út í gegnum wifi í þrjú snjalltæki. Þessi tækni leysir til dæmis af hólmi stóru myndavélarnar sem myndbands­ upptökufólk klæðist við upptökur í sjónvarpssal og í kvikmyndatök­ um. Þú getur gengið eða hlaupið um allt með myndavélina og hún beinlínis svífur í loftinu. Þetta er algerlega jólagjöfin fyrir lengra komna.“ Nánari upplýsingar á: djireykja- vik. is og í síma 519-4747. Þetta er tilvalið sport fyrir heims- faraldur. Þú ert bara einn með sjálfum þér að upplifa náttúruna og þarft ekki að pæla í neinni tveggja metra reglu. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.