Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 86
Mér f innst ráð-herra hugrakk-ur að takast á við þetta því það er mjög erfitt að styrkja barnaverndarkerfi almennt. Það þarf að taka tillit til margra geira og þjónustu sem er veitt víða í kerfinu. Það þarf að taka tillit til ábyrgðar ráðherra en einnig heil- brigðis- og menntay f ir valda, réttarvörslukerfisins og félags- lega kerfisins almennt. Og ekki má gleyma fjármálaráðuneyti og sveitarfélögum. Það er svo mikil- vægt að gleyma engum svo hægt sé að byggja upp kerfi sem styrkir og nærir börn sem eru að alast upp,“ segir Najat Maalla M’jid, sérstakur sendifulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um of beldi gegn börnum. Á mánudaginn kynnti félags- og barnamálaráðherra umfangs- miklar breytingar á barnavernd. Breytingarnar er að finna í nokkr- um frumvörpum sem öll eiga eftir að fara í umræðu á þinginu. Ráð- herra sagði fyrr í vikunni að barnið væri þungamiðja frumvarpsins og vill með breytingunum koma í veg fyrir að börn upplifi áföll. Fjölmargir aðilar hafa komið að gerð frumvarpanna og meðal þeirra er Najat. Hún er frá Marokkó og er barnalæknir með meistara- gráðu í mannréttindum og hefur um árabil barist fyrir bættum réttindum barna. Najat segir breytingar ráðherra taka vel tillit til réttinda barnsins og að þær séu í góðu samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börnin hafa sínar eigin lausnir Hún segir að það sem hún kunni hvað mest að meta við ferlið við gerð frumvarpanna sé að það hafi verið þátttökuferli og hafi ekki haf- ist að ofan, heldur að neðan og að börn og ungmenni hafi sjálf fengið að segja sína skoðun. „Það er svo mikilvægt því þau eru sérfræðingarnir og vita hvað er í gangi. Þau hafa sitt eigið sjónar- mið og sínar eigin lausnir. Að mínu mati var þetta eitt mikilvægasta skrefið í ferlinu,“ segir Najat. Hún segir að það hafi einnig verið mjög mikilvægt að fá allar stofnanir og öll stig þjónustunnar til að vinna saman og setja þannig barnið og fjölskyldu þess í miðjuna og tekur sem dæmi mikilvægi þess að sett verði á stofn Barna- og fjöl- skyldustofa í Barnaverndarstofu. Eitt af verkefnum þessarar nýju stofu verður að safna gögnum um börn sem verða birt á Mælaborði sem verður líklega öllum aðgengi- legt. „Það er svo mikilvægt að hafa góð gögn. Ekki bara til að vita fjölda heldur til að geta náð til við- kvæmustu barnanna. Barnanna sem oftast eru ósýnileg og er erfitt að ná til. Það er svo mikilvægt að geta metið hvort þjónustan nær líka til þeirra. Þannig getum við tryggt að þjónustan sem er veitt sé raunverulega að hafa áhrif á stöðu barna,“ segir Najat. 50 börnum bjargað frá því að geta ekki unnið úr áföllum Í fyrsta sinn á Íslandi var við gerð frumvarpanna framkvæmt mat á fjárhagslegum ávinningi breyting- anna í þágu barna. Matið er byggt á bandarísku mati, ACE könnun- inni, og metur áhrif áfalla á far- sæld barna. Þar kemur fram að um 2.500 börn upplifa í það minnsta eitt áfall á hverju ári og um eitt þúsund börn f leiri áföll. Gera má ráð fyrir því að um 350 þeirra geti ekki unnið sjálf úr áföllunum og með breytingunum verði hægt að fækka þeim hópi í 300. Najat segir þetta eitt af því mikil- vægasta sem gert var við gerð frum- varpanna. „ Það verðu r f já rhag sleg u r ávinningur en það sem er mikil- vægast er að breytingarnar eru í samræmi við bæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Heims- markmiðin. Því ég vil minna á að við settum okkur markmið um að enda allt of beldi gegn börnum fyrir árið 2030. Árið sannarlega nálgast,“ segir Najat. Hvar erum við stödd í þeirri veg­ ferð? Kemur bakslag eftir kóróna­ veiruna? „Ég skal vera mjög hreinskilin með þetta. Jafnvel fyrir heims- faraldurinn vorum við langt frá því að ná markmiðum okkar. Víða um heim eru áætlanir, verkefni og margt í gangi sem átti að styðja við þetta markmið en á sama tíma sérðu víða að áætlanir eru ekki innleiddar eða fjármagnaðar. Það eru engir mælikvarðar til að fylgja. Þannig sérðu frábæra lagasetningu á pappír sem ekki er innleidd,“ segir Najat. Hún telur að kórónaveirufar- aldurinn hafi aukið við þessar áskoranir og að bæði ójöfnuður og félagsleg einangrun hafi aukist í faraldrinum. Það hafi mikil áhrif á þróun lífskjara almennt en einn- ig sérstaklega á börn og konur og viðkvæmustu hópana. Því sé mikilvægt að tryggja rétt barna til menntunar, heilbrigðisþjónustu og geðheilbrigðis og að litið sé á það sem fjárfestingu. Skömm að því að komast á borð barnaverndar Á Íslandi hefur ávallt fylgt því ákveðin skömm að komast á borð barnaverndar. Spurð hvernig eigi að breyta því segir Najat að slík viðhorf á Íslandi séu alls ekki einsdæmi en telur að það sé hægt að breyta þeim viðhorfum. „Ég held að það sé hægt að breyta því, þessari skömm og þessari upplifun á barnavernd. Í mörgum löndum, líka mörgum efnaðri Evr- ópulöndunum, upplifir fólk félags- málayfirvöld þannig að þau ætli að koma að taka börnin og að þar sé verið að dæma mann. En þess vegna held ég að það sé mikilvægt að blanda saman stuðningi við barnið, stuðningi við foreldra, for- eldraráðgjöf og félagsþjónustu. Aðalmarkmiðið er að styrkja for- eldra og samfélagið,“ segir Najat. Hún segir að það sé einnig mjög mikilvægt að vekja athygli á þeim breytingum sem eiga sér stað hverju sinni og hvernig þær hafa áhrif. „Það er mikilvægt að fjölskyldur og samfélagið sjái hvernig þetta hefur áhrif á líf þeirra, líf barnanna þeirra og hvernig það styrkir þau. En til þess að það sé hægt að gera þetta þarf líka að styðja betur við félagsráðgjafa sem starfa í framvarða línu og útskýra að þeir eru ekki að dæma. Það þarf að segja fólki að það sé ekki slæmir foreldrar og tryggja að fólk skilji að barna- vernd snýst líka um fjölskylduna og samfélagið allt í heild,“ segir Najat. Félagsráðgjafar þurfi aukinn stuðning og viðurkenningu Najat segir að há starfsmanna- velta félagsráðgjafa og starfsfólks almennt í barnavernd sé mikið vandamál alþjóðlega. Spurð hvort hún telji að breytingar Ásmundar Einars taki á því segir hún að vanda- málið sé að félagsráðgjafar séu ekki metnir að verðleikum og að það þurfi að viðurkenna starfsgreinina. „Þetta er starfsgrein, en þetta er líka köllun. Það þarf að styrkja þau og það má ekki gleyma streitunni sem fylgir starfinu. Oft þurfa þau að taka ákvarðanir án nokkurs stuðnings og á miklum hraða. Það þarf að finna leiðir til hjálpa þeim að minnka streitu og fara frá einu í annað. En það má heldur ekki gleyma því að þegar það er búið að mynda tengsl við fjölskyldu þá er mikilvægt að viðhalda þeim. Ef þú rýfur tengslin getur komið brestur í þjónustuna og það er ekki gott. Bati og endurhæfing þurfa tíma og það tekur tíma að byggja upp traust og sterkt samband. Við þurfum að taka það til greina við þetta starf,“ segir Najat. Hún segir að hún hafi fagnað því að í tillögu Ásmundar sé gert ráð fyrir að félagsráðgjöfum verði fjölgað. „Þau eru fyrstu hliðverðir [e. gate- keeper] í kerfinu og ef við bregð- umst börnunum strax í fyrsta skrefi er erfitt að mynda gott samband,“ segir Najat. Hún segir að sér lítist mjög vel á breytingatillögur ráðherra og von- ast til að þær verði samþykktar. „Ég elska að það sé talað um far- sæld og fjárfestingu í börnum. En ekki bara í börnum, heldur fyrir allt landið, hagvöxt og þróun lífs- kjara. Þetta er mjög mikilvægt og ég vona að þetta verði samþykkt,“ segir Najat að lokum. ÞAÐ ER SVO MIKILVÆGT AÐ HAFA GÓÐ GÖGN. EKKI BARA TIL AÐ VITA FJÖLDA HELDUR TIL AÐ GETA NÁÐ TIL VIÐKVÆMUSTU BARNANNA. ÞAÐ ÞARF AÐ SEGJA FÓLKI AÐ ÞAÐ SÉ EKKI SLÆMIR FORELDRAR. Börnin eru sérfræðingarnir Sérstakur sendifulltrúi SÞ vonast til þess að breytingar félags- og barnamálaráðherra á barnaverndarkerfinu verði samþykktar. Hún segir ferlið til fyrirmyndar og gott að börn fengu að segja sína skoðun. Hún segir mikilvægt að ná til viðkvæmra hópa. Najat Maalla M’jid, sérlegur sendifulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum. MYND/AÐSEND Lovísa Arnardóttir lovisaa@frettabladid.is 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.