Fréttablaðið - 05.12.2020, Side 92

Fréttablaðið - 05.12.2020, Side 92
Listaverkið Þessa mynd sendi Noelis Vareikis okkur. Hún heitir Haust en er samt þó nokkuð jólaleg. „Jæja Lísaloppa,“ sagði Kata. „Þú ert stærðfræðisnillingurinn í hópnum, hvað heldur þú að það séu margir teningar í þessari kubbahrúgu?“ „Á ég þá bara að telja þá?“ spurði Lísaloppa. „Það lærir enginn neitt með því að láta alltaf þann besta bara gera hlutina,“ bætti hún við. „Ja, ekki held ég að ég geti talið þessa teninga,“ sagði Róbert vondaufur.“ Þið megið ekki ákveða það fyrirfram,“ sagði Lísaloppa. „Svona nú, allir að reyna. Hvað eru margir teningar í þessari teningahrúgu?“ Þau hin stundu öll, en byrjuðu að telja. Konráð á ferð og ugi og félagar 432 Getur þú talið teninga na í teninga- hrúgunni? ? ? ? Athugaðu að þeir teningar sem eru undir og á bakvið þá fremstu sjást ekki en þarf þó að telja með. Lausn á gátunni Tuttugu og einn? 1. Af hverju rignir aldrei sam- fellt tvo daga1 í röð hér á Íslandi? 2. Hver eru þau fjögur mannanöfn sem þú sérð út um gluggann? 3. Ég dreg yfir mig skýlu svo þið þekkið mig ekki. Hver er ég? 4. Ég er karlmaður og heiti það sem fátækur er. Hvert er nafn mitt? 5. Hvað getur alltaf svarað þér, og það á öllum tungumálum? 6. Hvenær er hægt að bera vatn í gatasigti? 1 Gátur 1. Af því það er nótt á milli. 2. Loftur, Stígur, Steinn og Máni. 3. Gátan 4. Eiríkur. 5. Bergmálið. 6. Þegar það er frosið. Hlynur Rúnarsson er fjögurra ára piltur í Hlíðunum. Hann er í leik- skóla á daginn. Því er fyrsta spurn- ing sem hann fær þessi: Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum, Hlynur?  Allt, en mér finnst skemmtilegast að hjóla. En eruð þið byrjuð að föndra eða teikna jólamyndir? Við föndrum og teiknum með Galinu á leikskól- anum. Við gerðum jólaálf og hann var búinn að fara svo oft í gegnum stromp að skeggið hans var alveg grátt! Eruð þið líka farin að syngja jóla- lögin? Við syngjum stundum Jóla- sveinar ganga um gólf. Syngur þú líka jólalög heima? Stundum er ég að spila lögin í jóla- lagabókinni minni heima. Er einhver önnur bók í uppáhaldi hjá þér? Uppáhaldsbækurnar mínar eru  Ótrúleg saga um risa- stóra peru og bók um Gosa. Hvernig finnst þér skemmtilegast að leika þér heima? Í stóru kubb- unum og bílunum. Áttu systkini? Ég á eina systur sem heitir Móeiður Luna og er bráð- um tveggja ára. Hver er besti vinur þinn, fyrir utan systur þína og hvað gerið þið helst saman?  Besti vinur minn er Vaka Ýr, okkur finnst skemmti- legast að leika okkur með dýrin. Finnur er líka rosa skemmtilegur og við förum stundum í lögguleik. Hvaða dýr finnst þér f lottast? Górilla, mér finnst hún bæði mest spennandi og fallegust! Áttu uppáhaldslag?  Uppáhalds- lagið mitt er: Komdu með inn í álfanna heim. Það er úr Benedikt búálfi. Er einhver matur sem þér finnst sérstaklega góður? Það er ýsa. Hefur þú farið í sumarbústað? Já, veistu hvað? Ég fór í sumarbústað og þar sá ég jólatrúð inni á baðher- bergi. En segðu mér, hefur þú einhvern- tíma orðið hræddur? Já, ég hef orðið hræddur.  Við hvað? Við skrímsli – ég held þau séu til... Jæja, Hlynur, hvað langar þig nú mest að gera þegar þú verður stór? Vera þjófur og stela peningum. Jólaálfurinn Hlyni finnst skemmtilegast að leika með bíla, kubba og dýr. MYND/AÐSEND búinn að fara oft í gegnum stromp 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.