Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 96
Þorgerður Þorsteinsdóttir, sonardóttir Auðar djúp­úðgu, er aðalpersónan í Undir Yggdrasil, nýrri skáldsögu Vilborgar Davíðsdóttur. „Þorgerður er rammheiðin og á þann draum að verða völva,“ segir Vilborg, sem hefur skrifað þrjár skáldsögur um Auði djúpúðgu. „Bækurnar um Auði segja frá aðal­ persónu sem tekur kristni en nú lýsi ég heiðnum sið innan frá, ef svo má segja. Ég hef alltaf notið þess að skrifa en sjaldan skemmt mér jafn vel og þegar ég skrifaði þessa bók þar sem ég gat farið djúpt inn í heims­ mynd norrænnar trúar og yfir­ náttúruna þar með. Heiðinn siður heillar mig, honum fylgir vættatrú, náttúrutrú og eins og titill bókar­ innar gefur til kynna, trú á heims­ tréð Yggdrasil sem bindur veröldina saman og gnæfir yfir henni um leið, sem Vetrarbrautin á himni. Í upphafi sögu er ekki líklegt að draumur Þorgerðar geti ræst því að hún missir lærimeistara sinn, Gullbrá, fjölkunnuga konu sem þjóðsaga segir að hafi átt í átökum við Auði í Hvammi. En í gegnum sára lífsreynslu og áföll finnur hún sér leið inn í heim völvunnar.“ Leggur saman heimildir Fyrri hluti bókarinnar gerist á Íslandi en eftir hörmulegan atburð á Þórsnesi þar sem lítil dóttir Þor­ gerðar er í frásagnarmiðju heldur hún í siglingu til Þrándheims, nýorðin ekkja og skilur tvö börn sín á unglingsaldri eftir á Íslandi. Þaðan fer hún yfir fjöllin austur yfir Kjöl til Jamtalands og kemst í læri hjá sam­ ískri konu. „Ég legg þar saman heim­ ildir um shamanisma Sama við þær brotakenndu heimildir um seiðgald­ ur sem við eigum, í Íslendingasögum og Eddukvæðunum og reyni að vefa úr þessu öllu heillega mynd þar sem Þorgerður stígur niður til Heljar til þess að fá skilning á því sem gerst hefur og vitneskju um forlög sín.“ Tvenns konar kveikjur Vilborg segir tvenns konar kveikjur á bak við fléttuna. „Önnur er örfáar línur um Þorgerði í Laxdælu þar sem segir að þegar maður hennar deyr sé hún ennþá ung kona og hin vænsta. Hún festir ekki lengur yndi á Íslandi eftir dauða hans, yfirgefur börn sín og heldur til Noregs þar sem hún giftist á ný. Á þessum tíma feðraveldisins fóru konur ekkert án fylgdar karlkyns ættingja,“ segir Vil­ borg. „Þarna birtist kona sem lætur ekki að stjórn annarra.“ Hin kveikjan er atburður sem gerðist árið 1802. „Þá týndist í Önundarfirði sex ára gamall drengur í berjamó en síðast hafði sést til hans við stóran stein nálægt sjónum. Eftir tíu daga kom hann fram heill á húfi og ekkert amaði að honum en hann vildi aldrei segja hvar hann hefði verið,“ segir Vilborg. „Þessi drengur var langa­ langafi minn, Davíð Þorkelsson. Í frásögninni birtist sú trú að Davíð litli hafi dvalist hjá álfum. Í dag myndum við draga aðra ályktun um hvað hefði komið fyrir hann.“ Þar sem Vilborg skrifaði þríleik um Auði djúpúðgu er hún spurð hvort von sé á f leiri bókum um Þorgerði. „Í mér togast á ýmsar hug­ myndir en eftir viðtökum lesenda að dæma þá er eins víst að Þor­ gerður verði í miðju einnar bókar til,“ segir Vilborg. Kona sem lætur ekki að stjórn annarra Aðalpersónan í Undir Yggdrasil, nýrri skáldsögu Vilborgar Davíðsdóttur, er hin rammheiðna Þorgerður Þorsteinsdóttir, sonardóttir Auðar djúpúðgu. Útilokar ekki að segja fleiri sögur um Þorgerði í framtíðinni. Heiðinn siður heillar mig, segir Vilborg Davíðsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÉG HEF ALLTAF NOTIÐ ÞESS AÐ SKRIFA EN SJALDAN SKEMMT MÉR JAFN VEL OG ÞEGAR ÉG SKRIFAÐI ÞESSA BÓK ÞAR SEM ÉG GAT FARIÐ DJÚPT INN Í HEIMSMYND NORRÆNNAR TRÚAR OG YFIRNÁTTÚRUNA ÞAR MEÐ. 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R54 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.