Fréttablaðið - 05.12.2020, Síða 98

Fréttablaðið - 05.12.2020, Síða 98
BÆKUR Bráðin Yrsa Sigurðardóttir Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 302 Eins og margir, og eflaust f lestir, íslenskir rithöfundar hefur Yrsa Sigurðardóttir komið við í mörgum bókmenntagreinum á ferli sínum. Hún byrjaði á því að skrifa nokkrar leiftrandi skemmti- legar og fyndnar barnabækur, færði sig svo yfir í glæpasögurnar sem hafa aflað henni dyggra lesenda um allan heim og svo hefur hún einn- ig rennt fyrir hryllingssöguaðdá- endur með góðum árangri. S u ð a u s t u r - hornið er í aðal- hlutverki í nýjustu glæpasögu Yrsu. Í þetta sinn fá aðal- söguhetjurnar úr síðustu bók um, þau Huldar rann- s ók na rlög reg lu- maður og Freyja s á l f r æ ð i n g u r í Barnahúsi, frí og í staðinn er farið nær þeim anda sem svífur yfir vötnum í Ég man þig, sem er ein besta hryllings/ drauga/spennusaga sem skrifuð hefur verið hérlendis og þó víðar væri leitað. S j ó n a r h o r n i ð f lakkar milli fjög- urra sögusviða og sagan hefst á því að lesendur slást í lið með björg- unarsveitarfólkinu Jóhönnu og Þóri sem leita að týnd- um Íslendingum í L ón s ör æ f u m . Smám saman eru f leiri kynntir til sögu. Hjörvar sem er nýráðinn eftir- litsmaður á yfir- gef inni ratsjár- stöð hersins á Stokksnesi og kemst fljótlega að því að fyrirrennari hans lést með voveiflegum hætti, og kátt og hresst fólk úr Reykjavík sem legg- ur í spennandi fjallaferð að vetri sem fljótt breytist í martröð. Stakur barnsskór kemur einnig við sögu og óhugnanlegir atburðir úr fortíðinni narta í hælana á lifendum. Yrsa hefur löngum sýnt hversu fær hún er að vefa söguefni og Bráð- in fer feykivel af stað, þar sem fitjað er upp á hverjum þræðinum á fætur öðrum og þeim haldið spenntum á meðan sjónum er beint að næsta þræði. Í fyrstu er erfitt að gera sér ljóst hvernig þessar ólíku sögur eiga mögulega eftir að tengjast allar, en í lokin verða tengingarnar ljósar og þó þær reynist kannski ögn laus- legri en hefði mátt vonast eftir, þá gerir það ekkert til þegar á heildina er litið. Allir söguþræðirnir eru æsi- spennandi og ríghalda og lesand- inn er skilinn eftir með allar taugar þandar og óbragð í munni. Ægifegurð náttúrunnar á svæð- inu verður ekki síður ljóslifandi en Hesteyri varð í Ég man þig og þó þessi bók nái ekki alveg sömu hæðum og sú bók gerði í hand- bragði hryllingsins þá verða aðdá- endur þessarar hliðar Yrsu Sigurð- ardóttur sannarlega ekki sviknir af Bráðinni. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Spennu- og draugasaga sem rígheldur og erfitt er að leggja frá sér. Yrsa í hryllingsham Hetjur norðurslóða er enn eitt stór-virkið eftir ljós-myndarann Ragn-ar Axelsson (RAX). Að þessu sinni er grænlenski sleðahundurinn í aðal- hlutverki. „Þessi bók fjallar um hetjur sem við áttum okkur ekki alltaf á hvað eru miklar hetjur,“ segir Ragnar. „Grænlenski sleðahundurinn hefur haldið lífi í Grænlendingum í fjögur þúsund ár. Ég var eitt sinn að tala við Grænlending sem sagði mér sögur af ferðum sínum um hafísinn. Kona hans sat hjá okkur og sagði ekki orð í einn og hálfan tíma. Svo allt í einu sagði hún: „Án sleðahundsins væri enginn Grænlendingur.“ Hlýddi konum Í bókinni eru um 140 ljósmyndir auk frásagna veiðimanna af hund- um sínum. „Sumir þessara hunda eru afburðagreindir, það er eitthvað mennskt við þá,“ segir Ragnar. „Einn veiðimaður sagði mér sögu af hundi sínum, þeir voru vinir, horfðust iðulega í augu og voru alltaf saman. Svo réðst ísbjörn á hundinn og drap hann. Veiðimaðurinn sagði mér þessa sögu fjörutíu árum eftir þann atburð og var með tár í augum. Veiðimenn sögðu mér sögur af hundum sem komu þeim heim í ofsaveðri. Veiðimennirnir hnipr- uðu sig saman á sleðanum í fimbul- kulda og hundarnir rötuðu heim, stundum án þess að sjá neitt. Það er reyndar sagt að hundar hafi ekki jafn gott þefskyn og áður þegar þeir fóru lengri vegalengdir og þjálfuð- ust á þeim ferðum.“ Hugmyndin að bókinni kvikn- aði fyrir sextán árum. „Mary Ellen Mark ljósmyndari og Björk konan mín spurðu mig af hverju ég gerði ekki bók um hundinn, sem væri aðalhetjan. Þær eru soddan hunda- elskendur. Þá varð ekki aftur snúið, maður hlýðir konum!“ Reyndi að ná svipbrigðum Ragnar fór ótal ferðir til Grænlands vegna vinnslu bókarinnar. Spurður hvort ekki sé nokkuð f lókið að mynda hunda segir hann: „Ég er alltaf að reyna að frysta augnablikið og þarna reyndi ég að ná svipbrigð- um. Til dæmis sýnir ein af mynd- unum lítinn hvolp sem horfir á stóra bróður sem klappar honum. Margar myndanna sýna svo hundana í vondu veðri og þar sjást þeir eins og þeir töffarar sem þeir eru. Sleðahundunum hefur fækkað úr 30.000 í 12.000 á tíu árum. Ísinn er orðinn þynnri og unga kynslóðin ætlar sér annað hlutverk en að verða veiðimenn í tjaldi í ískulda. En það má ekki gleymast að veiðimenn- irnir eru, eins og hundarnir, hetjur sem hafa lifað við erfiðar aðstæður. Í þessari bók er ég er ekki að pre- dika, ég er bara að sýna líf sem er að breytast, Norðurskautslíf sem mér finnst heillandi og fallegt. Ég læt vísindamenn um hitt.“ Huggaði hund Spurður hvort hann hafi náð góðu sambandi við sleðahundana segir Ragnar: „Mér var sagt að ef maður horfir í augun á þeim geti maður séð hvort hundur er grimmur eða ekki. Suma þeirra snertir maður alls ekki. Ég kynntist vel hundi sem hinir hundarnir voru alltaf vondir við. Ég hafði fyrir venju að koma til hans og hugga hann. Þegar hann var orðinn vanur mér var hann farinn að stilla sér upp fyrir myndatöku.“ Ragnar ber mikið lof á hönnuð bókarinnar, Einar Geir Ingvars- son. „Hann er algjör snillingur og hannaði bókina svolítið eins og bíómynd.“ Næsta verkefni þessa snjalla ljósmyndara er risabók um heim- skautalöndin átta og lífið þar. Án sleðahundsins væri enginn Grænlendingur Grænlenski sleðahundurinn er í aðalhlutverki í nýju stórvirki Ragnars Axelssonar, Hetjur norðurslóða. Í bókinni eru 140 ljósmyndir og einnig frásagnir grænlenskra veiðimanna um vini þeirra, hundana. Sleðahundarnir eru sannir töffarar, eins og þessi mynd sýnir. MYND/RAX Ragnar lagði sig mikið eftir því að ná svipbrigðum hunda. Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir sextán árum, segir Ragnar Axelsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÉG ER ALLTAF AÐ REYNA AÐ FRYSTA AUGNABLIKIÐ OG ÞARNA REYNDI ÉG AÐ NÁ SVIPBRIGÐ- UM. 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R56 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.