Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 2

Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 2
Grýla og Leppalúði í Ráðhúsinu Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið breytt í ævintýralegan jólaskóg og í gær komu leikskólabörn frá Tjarnarborg þangað í heimsókn. Börnin fengu bæði heitt kakó og smákökur og hittu Grýlu og Leppalúða sem sögðu þeim sögur af sonum sínum, jólasveinunum. Fyrsti jólasveinn- inn, Stekkjarstaur, kom til byggða í nótt og gladdi þæg börn með gjöf í skóinn. Í nótt kemur bróðir hans, Giljagaur til byggða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nú einnig á selected.is Jólafötin og fallegar gjafir MENNING Boðið verður upp á sér- staka ilmupplifun í Rammagerðinni á Skólavörðustíg í dag milli klukkan 14 og 16. Verður þá fólki boðið að upplifa jólin í gengum sérstakar ilmgrímur í boði Fischer ilmhúss. Um er að ræða jólailm sem hann- aður er af Jóni Þór Birgissyni, best þekktum sem Jónsa í Sigur Rós. Ilmurinn samanstendur af reyk- elsi og myrru auk mandarína, kand- íss og grenis. Jónsi er nú staddur í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hann býr. Hafði hann hug á því að koma heim um jólin en hyggst sleppa því vegna ástandsins. Hann segir það ekki hafa verið erfitt að búa til jólailm í hitanum í Kaliforníu. „Það var bara fínt. Skellti Strumpajólaplötunni á fóninn og þá kom þetta,“ segir Jónsi. Rammagerðin vinnur nú að því að breyta versluninni og ímyndinni úr því að vera minjagripaverslun fyrir erlenda ferðamenn og yfir í að vera vettvangur fyrir íslenska hönnuði. Meðal þess sem Rammagerðin hefur ráðist í er að byrja jólahefð þar sem íslenskir hönnuðir skapa árlegan jólakött. Í ár eru það hönn- uðir Fléttu með jólakött úr not- uðum barnafötum. Lilja Birgisdóttir, önnur systr- anna í Fischer ilmhúsi, segir að stefnt verði að því að gera jólailm- inn að árlegri hefð. Fischer ilmhús fagnar í næstu viku þriggja ára afmæli. „Þá ætlum við að gefa út vín- ylplötu sem Jónsi gerði ásamt kær- ustum okkar systra, við verðum þá með ilm- og tónlistarupplifun í ilm- húsinu í Fischersundi,“ segir Lilja. Ilmhúsið framleiðir ilmvötn úr íslenskum og öðrum náttúru- legum ilmolíum, auk þess að fram- leiða snyrtivörur, reykelsi og ilm- kerti, ásamt því að gefa út tónlist og myndlist. „Það kom okkur mjög á óvart hversu Íslendingar eru hrifnir af sérstökum og handgerðum ilmum, við töldum fyrst að það væri ekki mikill markaður fyrir þetta. Nú erum við komin með góðan hóp af fastakúnnum.“ Jónsi, bróðir Lilju og Sigurrósar í Fischer ilmhúsi, sér um að hanna ilmina. „Hann er nefið okkar,“ segir Lilja og hlær. Þar sem grímuskylda er alls stað- ar þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk var ákveðið að prófa að setja ilminn í grímurnar og gefa gestum til að skapa sameiginlega ilmupplifun. Hundrað manns mega vera inni í einu í Rammagerðinni. „Við erum búin að vera að þróa hugmyndina um ilmgrímu og erum búin að finna hið fullkomna magn til þess að skapa hlýja jólastemningu,“ segir Lilja. „Þetta er ekta ilmvatn og er ilmurinn því sterkur en við þynnum hann út til að gera þetta að notalegri upplifun.“ arib@frettabladid.is Setja jólailm í grímur Jónsi í Sigur Rós hefur hannað sérstakan jólailm. Á tímum grímuskyldu verður ilminum komið fyrir í grímunni sjálfri í ilmupplifun á Skólavörðustíg í dag. Rósa býr til jólailmkertin í ilmhúsinu í Fischersundi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Skellti Strumpajóla- plötunni á fóninn og þá kom þetta. Jónsi í Sigur Rós, tónlistarmaður og ilmhönnuður SAMFÉLAG Íslenski vinurinn sem Skotinn Richard Fowlie leitaði að fannst nokkrum klukkustundum eftir að frétt um leitina birtist á vef Fréttablaðsins. Íslenski vinurinn hét Egill G. Thorarensen, fæddur árið 1944, en hann féll því miður frá árið 2013 eftir baráttu við erfið veikindi. Eins og kom fram í Fréttablaði gærdagsins sendi Richard Fowlie ritstjórn handskrifað bréf þar sem hann greindi frá því að hann hefði leitað að íslenskum vini sínum um árabil. Þeir höfðu kynnst í Edinborg á árunum 1960-1962 en þá voru þeir báðir á bilinu 18-20 ára gamlir. Þeir höfðu haldið bréfaskriftum áfram um nokkurt skeið eftir að Egill f lutti til Íslands en síðan hafi upp úr þeim slitnað og bréfin glat- ast. Þannig hafði nafn Egils skolast til sem gerði leitina talsvert erfiðari fyrir Fowlie sem hefur tekið þá afstöðu í lífinu að hunsa tilvist int- ernetsins. Hann hafi síðan fyrir til- viljun fundið hjá sér mynd af hinum íslenska vini sínum og ákveðið að gera lokatilraun. Í bréfinu sem barst á ritstjórnina sagðist Fowlie halda að vinurinn hefði heitið „Engel Johannsson“ sem er vissulega í átt- ina. Um leið og fréttin um leitina birtist á vef Fréttablaðsins byrjuðu ábendingar að berast og skömmu síðar var blaðamaður kominn í samband við fjölskyldumeðlimi Egils heitins. Að þeirra mati var augljóst að myndin væri af Agli og einnig stemmdi að hann hefði verið um tíma í Edinborg. Þá kom einnig upp úr dúrnum að Egill hefði unnið með hesta í Edinborg sem kom einn- ig heim og saman við sögu Richards Fowlie af vini sínum. Í samtali við blaðmann sagði Fowlie að hann væri mjög undr- andi yfir því hversu skamman tíma leitin hefði tekið og að hann væri afar þakklátur fyrir að hafa fengið fregnir af afdrifum vinar síns þrátt fyrir að tíðindin væru sorgleg. – bþ Íslenski vinurinn í Skotlandi fannst á nokkrum klukkutímum STJÓRNSÝSLA Í bókun meirihluta borgarráðs vegna fyrirspurnar Sjálfstæðisf lokksins um kostnað við Tryggvatorg kemur fram að hið eiginlega Tryggvatorg standi við hringtorg á Selfossi þar sem pylsu- vagn bæjarins er. Torgið í Reykjavík hafi því hlotið nýtt nafn sem sé Bæjartorg. „Þótt gárungarnir kalli það Pylsutorg eða Pulsutorg,“ segir í bókun fjár- mála- og áhættustýringarsviðs, enda stendur hinn rómaði Bæjarins bestu-vagn þar. Þess má geta að framkvæmdun- um við Tryggva-, Bæjar-, Pulsu- eða Pylsutorg er lokið og nam kostn- aður 43,3 milljónum króna. – bb Kallað Pylsu- eða Pulsutorg Bill Clinton, fyrrverandi forseti, fékk sér á eina pylsu með miklu sinnepi árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.