Fréttablaðið - 12.12.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 12.12.2020, Síða 4
Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins ritaði undir bréf Öryrkjabanda- lagsins til Reykja- víkurborgar þar sem leitað var eftir umbótum við merkingar á göngu- götum borgarinnar. Öryrkjar eru undanskildir akstursbanni á göngugötum, en lenda ítrekað í aðkasti frá gangandi vegfarendum fyrir að nýta sér rétt sinn. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga hyggst gefa kost á sér á lista Sam- fylkingarinnar fyrir alþingis- kosningarnar á næsta ári. Hann segist setja stefn- una á eitt af efstu sætunum í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hann hefur lengi látið til sín taka í réttindamálum fanga og greindi frá því í ítarlegu viðtali við Frétta- blaðið í ágúst að hann myndi íhuga þing fram boð ef lög gjafinn færi ekki að taka hressi lega við sér í fangelsis málum. Ólöf Garðarsdóttir prófessor er nýr forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, en hún var áður prófessor í sagn- fræði við deild faggreinakennslu við menntavísinda- svið HÍ. Ólöf er fyrsta konan til að gegna starfi forseta hugvísindasviðs en hún var valin úr hópi fimm umsækjenda. Hún tekur við starfinu 1. janúar næst- komandi. HEILSA „Það hefur sýnt sig að jafnvel sterkustu nemendur hafa átt fullt í fangi með námið í þeim aðstæðum sem nú eru uppi,“ segir Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhalds- skólanema, um hvernig hljóðið sé í framhaldsskólanemendum. Töluverð umræða hefur verið eftir að nýjar tilslakanir voru kynntar í vikunni um framhalds- skólanema, enda falla þeir á milli og mega lítið gera. Nýleg rannsókn frá Rannsóknum og greiningu sýndi að andleg heilsa væri verst meðal þeirra og þá birtu leikmenn í drengja-, stúlkna- og unglinga- f lokki í körfubolta yfirlýsingu til að vekja athygli á stöðu sinni. „Það er gjörsamlega búið að loka á allt líf okkar krakkanna í fram- haldsskóla, við fáum ekki að mæta á æfingar, ekki í skólann, ekkert félagslíf, gjörsamlega búið að loka á allt lífið okkar á þessu ári,“ segir þar meðal annars og bent er á að upp- lifun ungmenna sé að það sé ekki verið að hlusta á þeirra raddir og það sé meira verið að tala til þeirra en að tala við þau. Bjarni Jóhannsson, einn reynd- asti knattspyrnuþjálfari landsins og framhaldsskólakennari á afreks- braut í Borgarholtsskóla, sagði í við- tali á fótbolta.net að verið væri að ganga ansi hart fram gegn 16 til 19 ára krökkum. „Við erum búin að horfa upp á þessa krakka mega ekki neitt. Þegar loksins rýmkast örlítið um í íþróttahreyfingunni, þá er þessi aldur í fangelsi,“ sagði Bjarni og skoraði á íþróttahreyfinguna að ræða þessi mál af sanngirni. Hann segist taka því fagnandi að íþróttastarf sé hafið að nýju en að taka hefði átt stærra skref. „Við áttum bara að taka þetta alla leið.“ Hildur segir að sambandið hafi kallað eftir aukinni stoðþjónustu inn í skólana, sérstaklega sálfræði- þjónustu. „Það er gríðarlega mikil- vægt að nemendur hafi aðgang að sálfræðingi innan síns skóla svo þeir þurfi ekki að fara í biðröðina á heilsugæslunni, sem er nú þegar nokkuð löng.“ Hún bendir á að það sé hagur samfélagsins að sem fæstir hætti skólagöngu og vonar það besta þegar önnin klárast og hægt verður að taka saman staðfestar tölur. Hver nemandi skipti máli. „Það er mikið atvinnuleysi núna svo þau sem hætta ganga ekki endilega beint inn í vinnu eins og oft áður, sem aftur getur valdið enn meiri félagslegri einangrun en orðið er. Nú bíðum við bara eftir vorönninni og vonum svo sannarlega að nemendur fái að mæta í skólann, það er að segja þeir sem geta, en taka verður fullt tillit til þeirra sem af einhverri ástæðu treysta sér ekki til að mæta, til dæmis vegna undirliggjandi sjúk- dóma sinna eða nákominna ætt- ingja. Það er gríðarlega mikið í húfi og mikilvægt að læra af reynslunni sem hefur skapast síðustu tvær annir.“ benediktboas@frettabladid.is Það er mikið atvinnuleysi núna svo þau sem hætta ganga ekki endilega beint inn í vinnu eins og oft áður, sem aftur getur valdið enn meiri félagslegri einangrun en orðið er. Hildur Björgvinsdóttir Jafnvel sterkustu nemendur eiga nú fullt í fangi með námið Andleg vellíðan nemenda mælist verst í framhaldsskólum. Körfuboltakrakkar sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að búið sé að loka á allt líf þeirra og einn reyndasti þjálfari landsins segir krakkana í framhaldsskóla vera í fangelsi. Samband íslenskra framhaldsskólanemenda hefur áhyggjur af stöðunni. Framhaldsskólanemar hafa misst hvað mest í COVID. Einn reyndasti þjálfari landsins segir hópinn 16-19 ára vera í fangelsi. Í yfirlýsingu frá körfuboltakrökkum sagði að COVID hefði tekið allt þeirra líf frá þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 40 prósent alls fjár sem talið var fram til skatts á Íslandi í fyrra voru í eigu ríkustu fimm prósenta fram- teljenda. Ríkustu fimm prósent ís- lenskra framteljenda áttu rúm 40 prósent. 200 milljónir eru áætlaðar bætur til þeirra bænda sem hafa þurft að skera niður fé vegna riðuveiki í haust. 92 prósent Íslendinga telja öruggt að þau fari í bólusetningu. 244 undirskriftir bárust sjávar útvegsráðherra frá grásleppu sjómönnum til stuðnings við kvótasetningu. 22 milljarða samdráttur varð á kortaveltu veitingageirans frá mars til október á milli ára. TÖLUR VIKUNNAR 6.12.2020 TIL 12.12.2020 Þrjú í fréttum Akstursbann, Afstaða og hugvísindi BJÓÐUM UPP Á 35” - 40” BREYTINGARPAKKA FRÁ BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND EIGUM FLESTAR GERÐIR TIL AFHENDINGAR STRAX ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.547.906 KR. ÁN VSK. 9.359.403 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LONGHORN ÚTGÁFA NÚ FÁANLEG 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.