Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 8

Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 8
FULLKOMIN BLANDA fyrir notalegasta tíma ársins VIÐSKIPTI „Við vorum mjög spennt að heyra af nýjustu aðgerðum stjórn- valda enda með um 400 manns í skötu á Þorláksmessu á hverju ári. Þegar ljóst var í hvað stefndi ákváðum við að byrja fyrr í mánuð- inum og við erum að hringja í fólk og bjóða því að koma fyrr. Á sama tíma gætum við þess að passa upp á sótt- varnir,“ segir Stefán Úlfarsson, mat- reiðslumeistari á Þremur frökkum, aðspurður hvernig skötuveislunni verði háttað hjá þeim þetta árið. Hann er því með skötu á boð- stólum alla daga um þessar mundir. „Það sýna þessu allir mikinn skilning og margir í áhættuhópum ætla að sleppa skötunni þetta árið og koma aftur á næsta ári. Aðrir hafa lýst yfir ánægju með að geta komið bara fyrr þegar það er ekki jafn mikið að gera. Fyrstu gestirnir komu fyrr í vikunni og það er von á fleirum á næstu dögum.“ Stefán á ekki von á því að margir panti að fá skötu senda heim. „Það er ekki algengt að skatan sé send heim til fólks. Fólk er yfirleitt að leitast eftir því að fá ekki lyktina heim til sín,“ segir Stefán hlæjandi og bætir við: „Það er erfitt að útrétta það enda viðkvæmur matur í takeaway, þetta er ekki eins og pitsa. Ef einhver vill koma og sækja þá getum við græjað það, við erum búin að finna lausn en ég á ekki von á því að margir leitist eftir því.“ Stefán hefur því nægan tíma til að pakka inn jólagjöfunum á Þorláks- messu þetta árið. „Hún verður bara nokkuð afslöppuð Þorláksmessan hjá okkur,“ segir hann léttur að lokum. – kpt Ekki hægt að senda skötu heim eins og pitsur COVID-19 Íslensk heilbrigðisyfir- völd hafa nú undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfi- zer en samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta af bóluefni sem duga fyrir 85 þúsund manns. Lyfjastofnun Evrópu á enn eftir að veita lyfinu markaðsleyfi en gert er ráð fyrir að ákvörðun um málið verði tekin fyrir 29. desember næst- komandi. Að því er kemur fram í tilkynn- ingu frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir að fyrstu skammtarnir berist fyrir áramót og er þar um að ræða 21 þúsund skammta, sem duga fyrir 10.500 manns. Samanlagt tryggja samningarnir bóluefni fyrir 281 þúsund ein- staklinga og er því um að ræða 562 þúsund skammta, þar sem bólu- setja þarf hvern einstakling tvisv- ar. Upplýsingar um hvenær verði hægt að hefja bólusetningar eru á reiki en Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra greindi frá því fyrr í mánuðinum að bólusetningar gætu mögulega hafist á fyrstu vikum nýs árs og að bólusetningu verði lokið fyrir lok fyrsta árfjórðungs. – fbl Ísland hefur nú undirritað samning við Pfizer Gert er ráð fyrir að fyrstu skammtar bóluefnisins komi hingað til lands fyrir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NEYTENDAMÁL Megintillaga frum- varps landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra um breytingar á búvörulögum, sem nú er til með- ferðar á Alþingi, er að hverfa frá svokölluðu jafnvægisútboði við úthlutun tollkvóta fyrir búvörur, sem samið hefur verið um í alþjóða- samningum. Þá skal taka tíma- bundið upp fyrri útboðsaðferð, þar sem tollkvótar eru seldir hæst- bjóðanda. Félag atvinnurekenda (FA) og Samkeppniseftirlitið eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þær breyt- ingar. Heillavænlegra væri að þeirra mati að fara í almennar aðgerðir til þess að styrkja matvælaframleiðslu hér á landi í stað þess að fara í sam- keppnishamlandi aðgerðir. Útboðs- gjaldið sé verndaraðgerð fyrir mat- vælaframleiðendur sem muni leiða til þess að verð á afurðum til neyt- enda hækki. „Við höfum fullan skilning á því að innlend matvælaframleiðsla hafi tekið högg vegna faraldursins, eins og svo margar atvinnugreinar, og það þurfi að bregðast við því með einhverjum almennum aðgerðum,“ segir Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri FA. Hann segir öfugsnúið að grípa til samkeppnishamlandi aðgerða sem leiði til hærra vöruverðs nú þegar 25 þúsund manns þiggi atvinnu- leysisbætur. „Og þykir matar- karfan líklega alveg nógu há fyrir.“ Ólafur segir að með því að neita óskum um að dreifa tollkvóta á lengra tímabil eða skila honum gegn endurgreiðslu hafi atvinnu- vegaráðuneytið stuðlað að því að innf lutningur búvara á toll- kvótum sé óbreyttur á sama tíma og eftirspurn dregst saman. „Það er afskaplega kaldhæðnislegt að landbúnaðarráðherra skuli nú leggja fram frumvarp til að leysa úr meintu vandamáli sem hann átti sjálfur þátt í að búa til,“ segir Ólafur. FA telur að uppboð á tollkvóta gangi gegn markmiðum þeirra alþjóðasamninga sem gerðir eru um gagnkvæman markaðsaðgang í formi tollkvóta. Jafnvægisútboð sé þó skárra en fyrra kerfi. Innf luttar vörur muni hækka í verði og í skjóli þeirrar hækkunar verði auðveldara fyrir innlenda framleiðendur að halda uppi verði. Samkeppniseftirlitið tekur í sama streng en í umsögn þess um frum- varpið segir að það feli í sér frávik frá þeirri stefnumörkun sem stjórnvöld flestra ríkja og fjöldi fræðimanna séu sammála um, að efnahagsáföll- um skuli jafnan mætt með aukinni samkeppni. Tillögur frumvarpsins feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að hagur bænda vænkist, nái þær fram að ganga. hjorvaro@frettabladid. Breytingar muni leiða til hærra vöruverðs Lagðar hafa verið til breytingar á búvörulögum til að vernda innlenda mat- vælaframleiðendur vegna áhrifa faraldursins. Félag atvinnurekenda og Sam- keppniseftirlitið telja frumvarpið draga úr samkeppni og leiða til hækkana. FA og Samkeppniseftirlitið telja breytingarnar leiða til minni samkeppni og verðhækkana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við höfum fullan skilning á því að innlend matvælaframleiðsla hafi tekið högg vegna farald- ursins. Ólafur Stephen- sen, fram- kvæmdastjóri FA Margir í áhættu- hópum ætla að sleppa skötunni þetta árið. Stefán Úlfarsson matreiðslumeist- ari Stefán býður nú upp á skötu alla daga. 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.