Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 18

Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 18
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Það er alls ekki svo að við hér á landi séum laus við eyð andi böl fátæktar. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Í nýlegri samantekt World bank um fátækt í heiminum kemur fram að nærri 700 milljónir manna búi við sára fátækt. Skilgreiningin sem lögð er til grundvallar er að þann flokk fylli þeir sem þurfa að draga fram lífið á því sem jafngildir 240 íslenskum krónum á dag. Fram kemur að þessi fjöldi hafi dregist saman hlutfallslega undanfarna rúma tvo áratugi. Hins vegar er á það bent að vegna afleiðinga heims- faraldursins séu horfur á að sá samdráttur stöðvist og síga fari á ógæfuhliðina í þessum efnum á ný. Það er dapurt til þess að vita en viðbúið miðað við þau fanta- tök sem faraldurinn og viðbrögð okkar við honum hafa tekið jörðina og gesti hennar. Þá kemur einnig fram að tæpur fjórðungur þeirra sem heiminn byggja þurfi að lifa af rúmlega 400 krónum eða minna daglega og tæplega 44 prósent lifi af 700 krónum eða minna daglega. Þetta er ágætt að rifja upp í aðdraganda hátíða- halda sem snúast um allsnægtir í okkar hluta heims. Allt snýst um efnislegan þátt tilverunnar, gjafir, mat og drykk. Það er alls ekki svo að við hér á landi séum laus við eyðandi böl fátæktar. Um það vitnar aðsókn fjölda fólks í hjálparstarf ýmissa hjálparsamtaka ekki síst núna í aðdraganda jólahátíðarinnar. Við erum lánsöm að til skuli vera fólk sem ber umhyggju fyrir þeim sem hjálpar eru þurfi og gefur vinnu sína og jafnvel meira til. Sennilega mætti sá hópur vera stærri. Við erum líka lánsöm að til séu fyrirtæki sem styðja við þetta starf með peninga- og matargjöfum. Nýlega var sagt frá því í Fréttablaðinu að Kaupfélag Skagfirðinga hefði fært hjálparsamtökum 40.000 matarpakka svo úthluta mætti þeim til þeirra sem þurfa nú fyrir hátíðirnar. Það er til eftirbreytni. Á Alþingi í vikunni kom fram í svari fjármálaráð- herra við fyrirspurn að eigið fé þeirra fimm prósenta framteljenda sem mest áttu á síðasta ári næmi tæpum 2.000 milljörðum. Og að þessi hópur hefði átt um þriðjung allra eigna hérlendis í fyrra. Þá kom einnig fram að heildartekjur þeirra fimm prósenta sem hæstar höfðu tekjur næmu 411 milljörðum króna. Í síðustu viku mælti fjármálaráðherra fyrir frum- varpi á Alþingi sem ætlað er að auka verulega framlög einstaklinga og fyrirtækja til almannaheillastarfsemi, verði það að lögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að einstaklingum verði heimilt að draga framlög, allt að 350 þúsund krónum á ári, frá skattskyldum tekjum sínum. Þá geti fyrirtæki dregið frá framlög í sama skyni sem nema allt að 1,5 prósentum af árstekjum frá skattskyldum tekjum. Jafnframt eru í frumvarpinu ýmis atriði sem horfa í sömu átt. Nú kann vel að vera að einhverjir bendi á að ekki ætti að þurfa að umbuna sérstaklega fyrir gustukaverk, óþarfi sé að umbuna þó fé sé látið af hendi rakna til þeirra sem þess þurfa. En verði það til þess að bæta lífsgæði í hvaða mynd sem vera kann, er til þess vinnandi. Manngæska skilar sér. Manngæska  Stundum tekur maður ekki eftir því sem er beint fyrir framan nefið á manni. Þegar auglýsinga-stofa hér í London bað mig um að útskýra fyrir sér íslenska jólabókaf lóðið sem stóð til að nota sem innblástur í háleynilega herferð (svo ekki segja neinum) taldi ég það þjóðlega skyldu mína að verða við beiðninni. Ég sagði teyminu frá titlafjöldanum, höfundaupplestrunum og jólakonfektinu. Allt í einu rétti kona upp hönd: Hvert má rekja upphaf jóla- bókaf lóðsins? Spurningin kom f latt upp á mig. Ég hafði ekki minnstu hugmynd. Ég hafði aldrei leitt hugann að siðnum af meiri dýpt en sem nemur dýpt Nóa konfektkassans. Meira en útgáfuundur Á fimmta áratug síðustu aldar varð hin íslenska „bókaþjóð“ til. Í Sögu Reykjavíkur rekur sagnfræð- ingurinn Eggert Þór Bernharðsson heitinn upphaf jólabókaf lóðsins til heimsstyrjaldarinnar síðari. Á styrjaldarárunum var næga atvinnu að fá í Reykja- vík. Bókaútgáfa og verslun með bækur jókst hratt í þéttbýlinu. Á styrjaldarárunum og eftir stríð urðu bækur í fyrsta sinn almenningseign og neysluvara. Þeir sem ekki höfðu tök á að eignast bækur fyrir stríð áttu nú kost á verulegu úrvali bóka. Þýddum skáldsögum fjölgaði mikið og áttu af þreyingar- og skemmtibækur vaxandi vinsældum að fagna. Það var á stríðsárunum sem jólabókaf lóðið varð til. Vegna samgönguerfiðleika við útlönd ríkti vöruskortur í landinu. Í þeim þrengingum öðluðust bækur nýtt hlutverk. Þær urðu vinsæl gjafavara og þóttu henta vel í jólapakka. Eftir styrjöldina tóku við ár hafta og skömmtunar. Ekki var því um auðugan garð að gresja á jólagjafamarkaðnum og héldu bækur áfram að vera vinsæl gjöf. Útgáfa og sala bóka varð mikilvægur liður í reyk- vísku atvinnulífi. Í Sögu Reykjavíkur kemur fram að árið 1950 voru í bænum tuttugu og þrjár prentsmiðj- ur, ellefu bókbandsverkstæði, þrjár myndamóta- gerðir, ríf lega fjörutíu bókaverslanir og rúmlega tutt- ugu bókaforlög. Alls störfuðu rúmlega eitt þúsund manns við þessar atvinnugreinar eða tæplega 4,5 prósent vinnandi manna í Reykjavík. Undir 1950 var giskað á að um 800-900 þúsund bækur væru fram- leiddar í Reykjavík árlega. Eins og í dag urðu jólagjafir þess tíma að vera fínar. Allar bækur, óháð innihaldi, voru því fallegir gripir, innbundnar og vandaðar. Á styrjaldarárunum var byrjað að gefa út í skrautútgáfum á fínum pappír lítt merkilega reyfara sem höfðu komið út í heftum fyrir stríð. Íslendingar eru bókaþjóð. Hvergi í heiminum eru eins margir titlar gefnir út miðað við höfðatölu og á Íslandi. Í Sögu Reykjavíkur leiðir Eggert líkur að því að „jólabókaf lóðið“ hafi verið grunnurinn að nafn- bótinni. Smæð þjóðarinnar setti því skorður hversu mikið var hægt að gefa út af bókum á ári hverju. En vegna stórfellds jólagjafamarkaðar var grundvöllur fyrir mun umfangsmeiri útgáfu en verið hefði ella. Íslenska jólabókaf lóðið er útgáfuundur. En jóla- bókaf lóðið er meira en efnisleg birtingarmynd þess, hinn gríðarlegi fjöldi titla, Stephen King innbundinn og titillinn sleginn gulli. Glöggt er gests augað. Jólabókaf lóðið er eins og Buckinghamhöll og öll sögufrægu kennileitin hér í London þar sem ég bý, sem ég heimsótti ekki fyrr en ég fékk gesti í heimsókn frá Íslandi. Ég veitti f lóðinu aðeins yfirborðslega eftirtekt. En eftir samtal við starfsfólk erlendrar auglýsingastofu hefur jólabóka- f lóðið verið mér hugleikið. Jólabókaf lóðið er ekki bara bækurnar. Jólabóka- f lóðið er hegðun, háttur, athöfn. Jólabókaf lóðið er notaleg stund, andartaksró. Jólabókaf lóðið er að hringa sig saman í sófanum, gleyma sér og leyfa sér aukamola af Nóa konfekti. Danir hafa gert garðinn frægan með hugmyndafræðinni „hygge“. Kannski má segja að jólabókaf lóðið sé „hygge“ okkar Íslend- inga. „Hygge“ okkar Íslendinga Hafðu samband í síma 568 8000 eða pantaðu gjafakort á borgarleikhus.is Gefðu tengdó trúnó um jólin 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.