Fréttablaðið - 12.12.2020, Síða 20

Fréttablaðið - 12.12.2020, Síða 20
FÓTBOLTI Á sama tíma og nágrann- arnir og erkifjendurnir í Celtic skrölta í gengum tímabilið er forna stórveldið Glasgow Rangers á hvínandi siglingu. Undir stjórn Steven Gerrard hefur Rangers ekki tapað í 26 leikjum í öllum keppnum né fimm leikjum á undirbúnings- tímabilinu þar sem Rangers mætti meðal annars Lyon. Forskotið á toppi deildarinnar er nú þrettán stig og þó að Celtic eigi tvo leiki til góða eru stuðningsmenn Rangers vongóðir um að binda enda á níu ára sigurgöngu Celtic. Tíu ár verða liðin næsta vor síðan Rangers vann síðast meistaratitil- inn í Skotlandi. Stuttu síðar komu fjárhagsvandræði félagsins í ljós og var Rangers dæmt niður í þriðju deild. Það hleypti nýrri gullöld Cel- tic af stað sem var útlutað níunda meistaratitlinum í röð fyrr á árinu eftir að deildin var stöðvuð vegna kórónaveirufaraldursins. Með því tókst Celtic að jafna met Rangers frá 1997 og eigið met frá 1974 en engu liði hefur tekist að vinna tíu meistaratitla í röð. „Celtic er búið að vinna síðustu níu meistaratitla og eru að reyna að vinna tíunda í röð sem yrði risa- stórt afrek í skoskri knattspyrnu. Það gefur leikmönnum Rangers aukna hvatningu til að stöðva þessa sigurgöngu. Það er mikið hungur í liðinu í að stoppa Celtic. Undan- farin ár hefur liðið tekið sífelldum framförum og færst nær titilbarátt- unni og eru liðin mjög sambærileg í gæðum í ár,“ segir skoski framherj- inn Steven Lennon sem leikur með FH. Lennon kom upp úr unglinga- starfi Rangers og lék þrjá leiki fyrir skoska félagið, þann fyrsta aðeins átján ára gamall. Það er ekki aðeins í deildar- keppninni sem Rangers stendur vel að vígi því skoska félagið vann riðil sinn í Evrópudeildinni með Benfica, Standard Liege og Lech Poznan eftir að hafa slegið tyrkneska stórveldið Galatasaray út í undankeppninni. „Það hefur verið frábært að fylgj- ast með þeim í vetur. Liðið hefur sýnt mikinn stöðugleika í öllum keppnum á sama tíma og Celtic hefur átt erfitt uppdráttar, bæði í deild og í Evrópu. Hlutirnir geta hins vegar verið fljótir að breytast, staðan var mjög góð á sama tíma í fyrra en þá fór allt í vaskinn eftir æfingaferð félagsins til Dúbaí sem farin var eftir áramót. Þetta ræðst líklegast af úrslitunum úr leikj- unum þremur gegn Celtic sem eftir eru.“ Steven Gerrard er á þriðja ári sínu með liðið og hefur honum tek ist að v inna stuðnings- menn Rangers alfar- ið á sitt band. „Gerrard var frábær leikmaður sem gaf sig allan í alla leiki. Honum er að takast að fá það sama úr leikmönnum sínum því það eru allir að spila upp á sitt besta. Það er ekkert um kæruleysi innan liðsins. Hann hefur hentað félaginu fullkomlega því leik mennir nir líta upp til hans og því sem hann afrekaði á ferlinum og hann hefur fengið að mynda sitt lið.“ Aðspurður hvort Gerrard ætti von á styttu fyrir utan Ibrox ef honum tækist að vinna titilinn og stöðva þessa sigurgöngu Celtic var Lennon ekki viss. „Hann þarf að vinna aðeins meira áður en hann fær styttu,“ segir Lenn on hlæjandi. „Það hafa margir sigursælir þjálfarar verið í sögu Rangers. Hann myndi alla- vegana skrifa nafn sitt í sögubækur félagsins með því að vinna titilinn og stöðva Celtic. Vonandi verður hann til lengri tíma og myndar eigin sigurgöngu.“ Liðin tvö, Celtic og Rangers, hafa einokað skoska meistaratitilinn undanfarna áratugi en fara þarf aftur til ársins 1985 til að finna síðasta árið sem öðru liði tókst að vinna titilinn. Þá vann Aberdeen annan titilinn sinn í röð undir Sir Alex Ferguson. „Það skiptir stuðningsmenn Rang- ers öllu að stöðva þessa sigurgöngu. Í Skotlandi eru flestir annaðhvort aðdáendur Celtic eða Rangers. Rang- ers stuðningsmenn kvíða því að fara í vinnuna eftir Celtic-sigur í leik liðanna og öfugt. Það er lítill áhugi fyrir því að hlusta á vinnufélagana tala um tíu meistaratitla.“ Ef Rangers tekst að endurheimta titilinn í vor verður það tíu árum frá síðasta meistaratitli. Á þeim tíma hefur félag- ið farið á hausinn en virðist standa á stöð- ugum fótum í dag. „Það er langur tími að baki. Rangers er risafélag en spennti bogann of hátt fjár- hagslega v ið að semja við leikmenn á sínum tíma. Von- andi hafa þeir lært sína lexíu og fara varlega ef þeir v i n na t it i l i n n . Það er auðvelt að fara fram úr sér í eyðslu þegar þú færð peninga.“ kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fimmtudaginn að veita Þjóðarleikvangi ehf. viðbótarfram- lag upp á fimm milljónir króna að tillögu borgarstjóra. Er það gert til að standa straum af áætluðum viðbótarkostnaði sem falli til við að ljúka fyrsta áfanga við þarfa- greiningu vegna þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Von er á öðrum fimm milljónum frá KSÍ og ríkinu. Rúmur mánuður er liðinn síðan samþykkt var að ríkið og Reykjavík- urborg myndu hefja viðræður sem ættu að leiða af sér nýjan þjóðarleik- vang fyrir knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi. Leitað var ráða hjá breska ráðgjafarfyrirtækinu AFL og fjórar mismunandi sviðsmyndir settar upp. Í tilkynningu ríkisstjórnar kom fram að vonast væri til að völlurinn yrði til árið 2025. – kpt Aukið fé vegna þarfagreininga • Gistiheimili, sex fullbúin herbergi • Veitingasalur ásamt fullbúnu eldhúsi • Stórt tjaldsvæði og mjög góð grill- og eldunaraðstaða sem og hreinlætisaðstaða • Fallegur skógarreitur til útivistar • Stór hlaða innréttuð sem veisluaðstaða • Hesthús ásamt beitarhaga • 88 m2 íbúð fyrir leigutaka á staðnum Einstakt tækifæri - Gistiheimili við þjóðveg 1 til leigu Húnavatnshreppur hunavatnshreppur.is Senda skal umsókn fyrir 22. janúar nk. á netfangið einar@hunavatnshreppur.is. Nánari upplýsingar: Einar Krisján Jónsson sveitarstjóri í síma 455 0010 og 842 5800. Áskilinn er réttur til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum. Félagsheimilið Húnaver ásamt öllu sem því tilheyrir Skiptir öllu að stöðva Celtic í tæka tíð Eftir níu ára einokun Celtic á meistaratitlinum í Skotlandi er Rangers í afar vænlegri stöðu til að stöðva sögulega sigurgöngu erki- fjenda sinna. Engum hefur tekist að vinna tíu titla í röð og segir fyrrverandi leikmaður Rangers það drífa leikmenn félagsins áfram. Gerrard fékk markahrókinn Jermain Defoe til Skotlands. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Gerrard myndi allavegana skrifa nafn sitt í sögubækur félagsins með því að vinna titilinn og stöðva sigur- göngu Celtic. Steven Lennon, framherji FH 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.