Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 28

Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 28
nýbúin að missa Björgvin, og pabbi líka, vitandi að hann ætti skammt ólifað. Við fundum bæði að fólkið í kringum okkur var engan veginn tilbúið til að eiga slíkar samræður, sem von var. Flest viljum við halda sem lengst í þá blekkingu að við og okkar nánustu séum eilíf og fæstum fannst þetta eins óskaplega áhuga- vert umræðuefni og okkur,“ segir Vilborg og hlær við. Faðirinn skipulagði eigin jarðar- för frá A til Ö og dóttirin veitti honum þann stuðning sem hún gat. „Við töluðum um óttann og ég spurði hann hvort hann væri hræddur við að deyja,“ segir Vil- borg. „Hann sagðist ekki vera hræddur við dauðann sem slíkan, það að kveðja þennan heim, en svolítið við að dauðastundin sjálf yrði erfið, það að skilja við og hvort það yrði kvala- fullt,“ bætir hún við. Vilborg hafði átt svipaðar sam- ræður við mann sinn stuttu áður en hann lést, en hann hafði borið í brjósti sama ótta við dauða- stundina sjálfa og það að liggja lengi bjargarvana. „Ég hafði strax fyrsta veturinn eftir greininguna lesið mér til á netinu um dánarferli þeirra sem deyja úr heilakrabba til að skilja hvernig það myndi bera að höndum,“ útskýrir Vilborg. „Fólk fær yfirleitt lungnabólgu og svefnþörfin eykst stöðugt meira, vökustundirnar styttast. Það er verkjastillt með morfíni og svo hægist smám saman á öllu, viðkom- andi fellur í mók, andardrátturinn hægist og svo slokknar á lífinu með síðasta andvarpinu, og í því er sára- sjaldan nokkur kvöl,“ segir hún. „Þetta sagði ég Björgvin og sem betur fer gekk það eftir einmitt þannig. Það var bæði fögur og helg stund sem ég lýsti síðan líka fyrir tengdamömmu þegar ég komst að því að hún kveið því sama og þeir pabbi,“ segir Vilborg. „Þetta gat ég sagt pabba og það létti miklu af honum.“ Eðlilegt að tala um dauðann Þegar Björgvin veiktist í síðara sinnið hóf hún að skrifa dagbók og tók aftur til við blogg sem hún hafði skrifað á Edinborgarárunum. Henni fannst skrifin hjálpa mikið í ferlinu sem fylgdi bæði veikindunum og dauðanum, úr varð bókin Ástin, drekinn og dauðinn sem kom út 2015. „Ég hef sagt frá henni víða og finn mikið þakklæti fyrir. Eftir erindi á Grund kom til mín gömul kona, lagði hönd sína á mína og sagði engan hafa talað um dauðann við hana fyrr og var sérstaklega þakk- lát fyrir að heyra að andlátið væri ekki sársaukafullt,“ segir Vilborg og játar að hún hafi fengið tár í augun við þessi orð. „Auðvitað hlýtur fólk komið inn á hjúkrunarheimili að hugsa um dauðann. Á það bara sjálfkrafa að öðlast æðruleysi gagnvart honum af því einu að það er aldrað? Þetta á ekki að vera svona,“ segir hún og leggur áherslu á orð sín. 999 dagar Bókin Undir Yggdrasil er tileinkuð bæði minningu dótturdóttur Vil- borgar, Viktoríu, sem lést einungis þriggja vikna gömul og vinkonu Vilborgar, Vitu Brauna frá Lettlandi, en þar er sögusviðið, auk Íslands og Skandinavíu. „Sumargjöfin vorið eftir að pabbi dó var að frétta að dóttir mín ætti von á barni og því fylgdi mikil gleði eftir erfiðan vetur,“ segir Vilborg sem sjálf á þrjú börn, tvær dætur og son. „Svo fæðist hún mikið fyrir tímann litla krílið, eftir 29 vikna meðgöngu, og það gekk allt á móti henni,“ segir hún og sorgin leynir sér ekki. Viktoría var fyrsta barnabarn Vilborgar sem var á þessari stundu komin í það hlutverk að styðja við dóttur sína og tengdason sem misst höfðu barnið sitt á sama tíma og hún syrgði barnabarnið og hélt utan um hin börnin sín tvö. „Kvöldið sem ég kom heim af vökudeildinni eftir að Viktoría dó fór ég að hugsa um allt sem hafði gerst frá dauða Björgvins og velti því fyrir mér hversu margir dagar væru liðnir síðan þá.“ Hún ákvað að telja og í ljós kom að þeir voru 999 talsins. „Það kom mér einhvern veginn ekki á óvart vegna þess að ég sé tákn í öllu mögu- legu. Þrisvar 333, það er eins ramm- heilagt og það getur orðið,“ segir Vil- borg og bætir við að Björgvin hefði án efa hlegið að henni. „Hann sagði alltaf að lífið væri tómar tilviljanir en ég sé tákn um allt. Kannski er það bara þörfin fyrir handfestu. En talan þrír birt- ist víða í mínu lífi, ég er fædd þriðja níunda og allt verður þrisvar í ævin- týrunum,“ segir Vilborg og hlær við. „Auk þess er ég fædd á níundu nótt nýs tungls og þjóðtrúin segir að slíkt fólk sigrist á öllu mótlæti. Það má halda sér í það.“ Heiðurs-ome Spurð um sögu Vitu Brauna segir Vilborg að tengslin hafi komið til þegar yngri dóttir hennar eignaðist nýja vinkonu í Austurbæjarskóla. „Unda kom hingað frá Lettlandi sjö ára gömul ásamt mömmu sinni, eldri systur og tveimur bræðrum. Þær Sigrún Ugla mín urðu bestu vinkonur 12 ára og hún varð heima- gangur hér,“ segir Vilborg. Haustið 2017 fóru Vilborg og fjöl- skylda í frí til Krítar og Unda kom með. „Þegar við komum til baka var móðir hennar í miklum húsnæðis- vandræðum. Vita vann sem hótel- þerna í miðbænum. Ég reyndi hvað ég gat að hjálpa henni að finna íbúð en það var ekkert í boði. Daginn sem hún átti að flytja úr leiguhjallinum sem átti að rífa fyrir hótelbyggingu fékk hún hjartaáfall og lést hálfum öðrum sólarhring síðar,“ segir hún. „Þetta gerðist án nokkurs fyrir- vara. Systkinin áttu engan að hér á landi nema hvert annað. Ég held að það hafi verið einhver guðsnáð sem gerði það að verkum að ég gat komið til hjálpar,“ segir Vilborg og vísar til þess að í aðstæðum sem þessum hafi hún vitað hvað gera þyrfti. „Ég hafði komið að því að skipu- leggja fjórar útfarir árin rétt á undan og var með allt það fólk og stofnanir sem þar koma að í sím- anum mínum,“ segir Vilborg. Hún segir vinkonuböndin milli dætra þeirra Vitu hafi styrkst enn frekar, þær hafi skilið hvor aðra. „Það er ekki algengt að börn missi foreldra sína svona ung og þeim, eins og fullorðnum, er mikilvægt að finna skilning jafnaldra sinna.“ Frá því að Vita lést hefur Vilborg verið til staðar fyrir börn hennar. „Ég er svona heiðurs-ome,“ segir hún og hlær, en ome merkir amma á lettnesku. „Það er hlýtt á milli okkar og þau eru hluti af okkar lífi. Unda kom svo með okkur þegar ég fór í vettvangsferð til Lettlands 2018 vegna bókarinnar.“ Lotning gagnvart dauðanum Vilborg segist hafa náð að halda vel í þá hugsun sem Björgvin kenndi henni daginn sem krabbameinið var greint. „Sorgin rífur hjartað upp á gátt og þú öðlast innsýn sem þú hafðir ekki áður,“ segir hún. „Þú skilur betur hvað felst í því að vera manneskja, því allir sem einhvern tímann fá að kynnast ástinni eiga fyrr eða síðar líka eftir að kynnast systur hennar sorginni.“ Hún segist hafa sterkt hugboð um að eitthvað taki við eftir dauðann en fagnar óvissunni sem felst í því að vita ekki hvað það sé. „Dauðinn er síðasta undrið. Vísindin eru búin að útskýra nánast allt annað og það er fátt sem okkur getur fundist undursamlegt lengur,“ segir hún brosandi. „En það má finna til lotningar gagnvart dauðanum. Um tíma las ég allt mögulegt honum tengt. En svo lagði ég það til hliðar, leyfi undr- inu að vera og lifi í deginum í dag, þakklát fyrir svo margt,“ segir Vil- borg. „Ekki síst 20 mánaða ömmu- stelpuna mína, hana Sylvíu, sem er hreinasta gleðisprengja.“ Hún segist njóta litlu hlutanna og festi nýlega kaup á bústað í Blá- skógabyggð ásamt kærasta sínum þar sem þau njóta náttúrunnar. „Það er ekkert sjálfgefið í þessu lífi og ég finn svo vel að dýrmætið liggur í hversdeginum, og nánd við aðrar manneskjur, því að vera ekki hræddur við að opna hjarta sitt.“ Vilborg kynntist sorginni vel þegar hún missti manninn sinn, föður sinn, tengdamóður og barnabarn á stuttum tíma. Hún segist hafa lært það þá hversu dýrmæt vináttan sé. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HANN SAGÐIST EKKI VERA HRÆDDUR VIÐ DAUÐANN SEM SLÍKAN, ÞAÐ AÐ KVEÐJA ÞENNAN HEIM, EN SVOLÍTIÐ VIÐ AÐ DAUÐA- STUNDIN SJÁLF YRÐI ERFIÐ, ÞAÐ AÐ SKILJA VIÐ. 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.