Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 56
Leiðandi sérfræðingur í
stafrænni umbreytingu
Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að framsýnum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings sem
leiðir verkefni í upplýsingatækni og umbótum með áherslu á stafræna umbreytingu í ríkisrekstri.
Viðkomandi mun taka virkan þátt í stórfelldri uppbygginu tækniinnviða og stafrænnar þjónustu þvert á stofnanir
ríkisins. Hluti af stafi sérfræðings er þátttaka í samstarfi Íslands á alþjóðavettvangi. Í boði er áhugavert starf á
lifandi og skemmtilegum vinnustað.
Starfssvið
• Leiða stefnumótun í upplýsingatækni sem styður stafræna umbreytingu í ríkisrekstri.
• Leiða vinnu sem miðar að því að auka hagkvæmni í rekstri tækniumhverfis stofnana með heildarsamningum um
hugbúnaðarkaup og samrekstur.
• Stuðla að bættri hagnýtingu gagna og gervigreindar.
• Yfirumsjón með samræmingu upplýsingatækniverkefna milli stofnana ríkisins og mat á forgangsröðun.
• Samskipti við verkefnastofu um Stafrænt Íslands og þátttaka í stefnu og forgangsröðun verkefna hennar.
• Stuðla að auknu samstarfi ríkis og sveitarfélaga á sviði upplýsingatækni.
• Fylgja eftir og miðla sjónarmiðum stjórnvalda á sviði upplýsingatækni.
• Ábyrgð á heildstæðri áætlunargerð og áhættustýringu verkefna sem snúa að innviðauppbyggingu á sviði upp-
lýsingatækni og forgangsröðun þeirra.
Menntunar og hæfniskröfur
• Háskólapróf skilyrði, meistarapróf er kostur eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi.
• Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni.
• Þekking og reynsla af stjórnun og uppbyggingu upplýsingatæknimála og stafrænni umbreytingu.
• Víðtæk og árangursrík reynsla af stefnumótun og áætlanagerð.
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu og/eða alþjóðasamstarfi er kostur.
• Mjög góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í einu Norðurlandamáli kostur.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2021. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á www.starfatorg.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðn-
ingur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur
að nýtist í starfi leiðandi sérfræðings.
Nánari upplýsingar um starfið veita Ragnheiður Valdimarsdóttir mannauðsstjóri,
ragnheidur.valdimarsdottir@fjr.is og Sigurður Helgi Helgason skrifstofustjóri,
sigurdur.helgason@fjr.is.
Ert þú
byggingar-
verkfræðingur
Við leitum að öflugum
byggingarverkfræðingi
til starfa í loftlínudeild
Norconsult ehf.
Menntunarkröfur:
• MSc. í byggingaverkfræði með áherslu á burðarþol
Helstu kostir sem við leitum að:
• Reynsla og þekking á hönnun stálvirkja
• Reynsla og þekking á FEM líkanagerð
• Þekking á hönnun raforkumannvirkja og BIM er kostur
• Þekking á norðurlandamáli er kostur
Norconsult ehf. er dótturfyrirtæki norska ráðgjafafyrirtækisins Norconsult AS.
Samsteypan er með starfsstöðvar víða um heim, allt frá Kirkenes í Norður-
Noregi til Auckland á Nýja-Sjálandi. Starfsmenn eru um 4.800, þar af
400 á orkusviði. Hjá Norconsult ehf. starfa um 20 manns að mörgum
spennandi verkefnum bæði innanlands og utan, í samvinnu við viðskiptavini
og önnur félög innan samsteypunnar. Verkefnin spanna allt frá hönnun
raforkuflutningsmannvirkja til hugbúnaðarþróunar.
Norconsult ehf. er öflugt fyrirtæki þar sem starfsmenn vinna saman
í sterkri liðsheild og því er þetta gott tækifæri fyrir réttan aðila til að
starfa hjá fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi.
Við hvetjum konur jafnt sem karla að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Egill Halldórsson:
Einar.Halldorsson@norconsult.com eða í síma +354 864 3715
Umsóknir sendist til Birnu Eggertsdóttur: birna.eggertsdottir@norconsult.com
Tekið verður á móti umsóknum til 14. janúar nk.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Stýrimann
Stýrimann vantar á tæplega 200 t. netabát
sem gerður er út frá Suðurnesjum.
Vinsamlegast hafið samband í s. 892 5522.
Erum við
að leita að þér?