Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 74
Gjafakörfur eru ekki nýjar af nálinni, heldur hafa þær verið til öldum saman, en
áður voru körfur hluti af hvers-
dagslífi margra.
Eitt af mörgum þekktum
gömlum dæmum um gjafir í körfu
er karfan sem germanska frjó-
semisgyðjan Eostre gekk með, en
hún var full af ungum plöntum
sem voru notaðar sem heilagar
fórnir. Margir telja að hátíðin sem
tengdist henni hafi seinna breyst
í páska.
Annað frægt dæmi er karfan
sem á að hafa borið Móses, en í
Gamla testamentinu er sagt frá
því að hann hafi verið lagður í
tágakörfu sem var falin þannig
að egypska konungsfjölskyldan
myndi finna hann og sjá um hann.
Þar sem körfur hafa svo ríkt
hlutverk í goðsögnum og ævin-
týrum er líklega bara eðlilegt að
þær hafi fengið táknrænt gildi og
séu hluti af hátíðum og sérstökum
tilefnum. Það er erfitt að segja
nákvæmlega hvernig þær þróuðust
út í það sem þær eru í dag, en það
er áhugavert að þessi gamaldags
leið til að gefa gjafir skuli enn lifa
svo góðu lífi. Enn í dag eru flestar
körfur líka handgerðar, því þær er
erfitt að framleiða í vélum.
Enn í dag eru
flestar körfur
handgerðar.
Gerðarsafn
Ólöf Helga
Helgadóttir
Skúlptúr/Skúlptúr
18.11.20–28.02.21
Í safnbúð Gerðarsafns má finna fallegar
vörur, eftirprentanir af verkum og árskort.
Skapandi gjafir í jólapakkann.
Magnús
Helgason
Hamraborg 4 200 Kópavogur gerdarsafn.is
Opið alla daga 10:00—17:00
Í gjafakörfum leynist ýmislegt góð-
gæti. Til dæmis matur og vínflöskur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Í gjafakörfum leynist oft eðalvín-flaska, hvítt eða rautt, jafnvel jólabjór. Margir gera vel við sig á
aðventu og þiggja gjarnan að fá sér
smá dreitil í glas. Fæstir hugsa þó
um hversu margar kaloríur gætu
leynst í þessu eina glasi. Í rauninni
getur alkóhól verið kaloríuveisla.
Í einu grammi af áfengi eru 7 hita-
einingar. Í 100 grömmum af bjór
eru 40 hitaeiningar en 70 í léttvíni.
Þegar talað er um eina einingu
af bjór eins og heilbrigðisyfirvöld
gera oft, er átt við 330 ml af bjór
með 4,5% áfengisstyrkleika. Ein
eining léttvíns er 125 ml.
Margir halda að dökkur bjór sé
hitaeiningaríkari en léttur, ljós
bjór. Það er ekki alveg rétt. Lítill
Guinness er með 210 hitaeiningar
á meðan venjulegur bjór hefur
200. Svo fer eftir stærð á vínglasi
hversu mikið er hellt í það. Ein
vínflaska inniheldur um það bil
550 hitaeiningar á meðan einn
„sixpack“ með hálfrar lítra dósum
inniheldur 1200.
Hér eru nokkrar staðreyndir
um hitaeiningar í bjór:
n 330 ml bjór (4,5%) = 125 hita-
einingar
n 0,5 l bjór (4,5%) = 200 hitaein-
ingar
n 1 pint (568 ml) = 227 hitaeiningar
n 0,5 l hveitibjór (5,3%) = 220 hita-
einingar
n 0,5 l pilsner (2,3%) = 125 hita-
einingar
Það er ekki mikill munur á rauðu
og hvítu víni. Fæstar hitaeiningar
eru í þurru hvítvíni eða um 100 í
hverju glasi. Því sætara sem vínið er
þeim mun fleiri hitaeiningar.
Miðað við glas sem tekur 125
ml:
n 1 glas þurrt hvítvín = 86 hita-
einingar
n 1 glas milliþurrt hvítvín = 90
hitaeiningar
n 1 glas sætt hvítvín = 90 hita-
einingar
n 1 glas rauðvín = 93 hitaeiningar
n 1 glas rósavín = 86 hitaeiningar
n 1 glas þurrt desertvín = 157
hitaeiningar
Það er meiri karloríubomba í
sterkum vínum.
n Brennivín 60% = 369 hitaeiningar
n Brennivín 40% = 244 hitaeiningar
n Koníak = 241 hitaeining
n Ákavíti = 235 hitaeiningar
n Viskí =217 hitaeiningar
n Romm = 201 hitaeining
n Líkjör = 313 hitaeiningar
Margir borða nasl með bjórnum
og þá hækkar hitaeiningatalan
mikið.
Veisla í körfu
Þótt vínið sé ljúft verður ekki hjá
því komist að fá í sig hitaeiningar.
Körfur hafa þjónað ýmsum þörfum
í gegnum aldirnar og njóta enn í dag
mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Gjafarkörfur eru gamaldags en samt sívinsælar
8 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RGJAFAKÖRFUR & GJAFAKORT