Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 74

Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 74
Gjafakörfur eru ekki nýjar af nálinni, heldur hafa þær verið til öldum saman, en áður voru körfur hluti af hvers- dagslífi margra. Eitt af mörgum þekktum gömlum dæmum um gjafir í körfu er karfan sem germanska frjó- semisgyðjan Eostre gekk með, en hún var full af ungum plöntum sem voru notaðar sem heilagar fórnir. Margir telja að hátíðin sem tengdist henni hafi seinna breyst í páska. Annað frægt dæmi er karfan sem á að hafa borið Móses, en í Gamla testamentinu er sagt frá því að hann hafi verið lagður í tágakörfu sem var falin þannig að egypska konungsfjölskyldan myndi finna hann og sjá um hann. Þar sem körfur hafa svo ríkt hlutverk í goðsögnum og ævin- týrum er líklega bara eðlilegt að þær hafi fengið táknrænt gildi og séu hluti af hátíðum og sérstökum tilefnum. Það er erfitt að segja nákvæmlega hvernig þær þróuðust út í það sem þær eru í dag, en það er áhugavert að þessi gamaldags leið til að gefa gjafir skuli enn lifa svo góðu lífi. Enn í dag eru flestar körfur líka handgerðar, því þær er erfitt að framleiða í vélum. Enn í dag eru flestar körfur handgerðar. Gerðarsafn Ólöf Helga Helgadóttir Skúlptúr/Skúlptúr 18.11.20–28.02.21 Í safnbúð Gerðarsafns má finna fallegar vörur, eftirprentanir af verkum og árskort. Skapandi gjafir í jólapakkann. Magnús Helgason Hamraborg 4 200 Kópavogur gerdarsafn.is Opið alla daga 10:00—17:00 Í gjafakörfum leynist ýmislegt góð- gæti. Til dæmis matur og vínflöskur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Í gjafakörfum leynist oft eðalvín-flaska, hvítt eða rautt, jafnvel jólabjór. Margir gera vel við sig á aðventu og þiggja gjarnan að fá sér smá dreitil í glas. Fæstir hugsa þó um hversu margar kaloríur gætu leynst í þessu eina glasi. Í rauninni getur alkóhól verið kaloríuveisla. Í einu grammi af áfengi eru 7 hita- einingar. Í 100 grömmum af bjór eru 40 hitaeiningar en 70 í léttvíni. Þegar talað er um eina einingu af bjór eins og heilbrigðisyfirvöld gera oft, er átt við 330 ml af bjór með 4,5% áfengisstyrkleika. Ein eining léttvíns er 125 ml. Margir halda að dökkur bjór sé hitaeiningaríkari en léttur, ljós bjór. Það er ekki alveg rétt. Lítill Guinness er með 210 hitaeiningar á meðan venjulegur bjór hefur 200. Svo fer eftir stærð á vínglasi hversu mikið er hellt í það. Ein vínflaska inniheldur um það bil 550 hitaeiningar á meðan einn „sixpack“ með hálfrar lítra dósum inniheldur 1200. Hér eru nokkrar staðreyndir um hitaeiningar í bjór: n 330 ml bjór (4,5%) = 125 hita- einingar n 0,5 l bjór (4,5%) = 200 hitaein- ingar n 1 pint (568 ml) = 227 hitaeiningar n 0,5 l hveitibjór (5,3%) = 220 hita- einingar n 0,5 l pilsner (2,3%) = 125 hita- einingar Það er ekki mikill munur á rauðu og hvítu víni. Fæstar hitaeiningar eru í þurru hvítvíni eða um 100 í hverju glasi. Því sætara sem vínið er þeim mun fleiri hitaeiningar. Miðað við glas sem tekur 125 ml: n 1 glas þurrt hvítvín = 86 hita- einingar n 1 glas milliþurrt hvítvín = 90 hitaeiningar n 1 glas sætt hvítvín = 90 hita- einingar n 1 glas rauðvín = 93 hitaeiningar n 1 glas rósavín = 86 hitaeiningar n 1 glas þurrt desertvín = 157 hitaeiningar Það er meiri karloríubomba í sterkum vínum. n Brennivín 60% = 369 hitaeiningar n Brennivín 40% = 244 hitaeiningar n Koníak = 241 hitaeining n Ákavíti = 235 hitaeiningar n Viskí =217 hitaeiningar n Romm = 201 hitaeining n Líkjör = 313 hitaeiningar Margir borða nasl með bjórnum og þá hækkar hitaeiningatalan mikið. Veisla í körfu Þótt vínið sé ljúft verður ekki hjá því komist að fá í sig hitaeiningar. Körfur hafa þjónað ýmsum þörfum í gegnum aldirnar og njóta enn í dag mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Gjafarkörfur eru gamaldags en samt sívinsælar 8 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RGJAFAKÖRFUR & GJAFAKORT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.