Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 86

Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 86
1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT Oft hef ég nú verið að skrifa eitthvað, bæði minningar og smásögur og eina skáldsögu á ég líka en ljóðagerð hef ég mest fengist við á síðustu árum og Brot úr spegilf lísum er fyrsta bókin,“ segir Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir sem hefur búið í Strass- borg í Frakklandi frá 1988, með manni sínum, Necmi Ergun, tyrkneskum að uppruna. Þar starfaði hún fyrir Evr- ópuráðið í 25 ár, lengi sem yfirmaður jafnréttismála og síðustu árin sem yfir- maður mennta-og menningarmála. Hún er nú komin á eftirlaun og tíu ára dóttursonur nýtur þess að amma hafi tíma. Það vottar ekki fyrir frönskuhreim í rödd Þórhildar og í hinni nýju ljóðabók er móðurmálið tært sem lind. Bókin er skreytt listaverkum dótturinnar, Özden Dóru Clow og gefin út af forlag- inu Skriðu á Hvammstanga. Áður hafa birst nokkur ljóð og ein smásaga eftir Þórhildi í Tímariti Máls og menningar. Las mikið „Ég var hagmæltur krakki og unglingur, enda voru amma og langamma oft með ljóð á vörum og ég las líka mikið, var eiginlega alltaf með bók. Sem ungling- ur í menntaskóla byrjaði ég að yrkja órímað – allt fór í skúffuna – en fór til Frakklands í nám þegar ég var tví- tug, þá bara hvarf ég inn í frönskuna,“ segir Þórhildur og heldur áfram. „Árið 2013 dóu bæði mamma og pabbi, líka tengdasonur minn og ein af bestu vin- konum mínum, Viljana. Upp úr því fór ég að yrkja aftur. Það var hollt fyrir mig. Mér fannst ég komast í tengsl við það liðna, skilja sjálfa mig betur og líka styrkja íslenskuna.“ Að heiman sextán ára Æskuslóðir Þórhildar eru á Vatns- nesi, skammt utan við Hvamms- tanga. „Ég ólst upp á Ánastöðum, stóru sveitaheimili. Þar voru amma og afi, langamma, mamma og pabbi og við börnin vorum fimm,“ lýsir hún. „Ég fór í skóla að Reykjum í Hrútafirði og eftir það í MH, þá var ég eiginlega farin að heiman, sextán ára, eins og títt var um krakka í sveitum. Samt er ég mjög tengd svæðinu.“ Þórhildur lærði frönsku og bók- menntafræði í Frakklandi og kenndi hvoru tveggja við Háskóla Íslands á níunda áratugnum, fyrst sem lektor og síðan dósent í frönskudeildinni. „Þá sá ég auglýst samkeppnispróf frá Evr- ópuráðinu, brá mér í það og náði því. Necmi, manninum mínum, fannst svo- lítið erfitt að búa á Íslandi, hafði verið í Frakklandi lengi og þar kynntumst við, ég sagði alltaf að ef ég fengi góða vinnu þar skyldi ég f lytja. Það gekk upp.“ Fín viðbrögð Þórhildur segir samstarfið við Birtu Ósmann í bókaútgáfunni Skriðu hafa verið yndislegt og kveðst hafa fengið fín viðbrögð við bókinni frá mörgum, í þeim hópi séu bæði bókmenntafræð- ingar og skáld. „En það er fjöldi ljóða- bóka á markaðinum,“ segir hún. „Ég fylgist með þó ég sitji hér í 3.000 kíló- metra fjarlægð!“ gun@frettabladid.is Í tengslum við það liðna Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir ólst upp með ljóðelskum ömmum og mömmu. Nú gefur hún út sína fyrstu bók, Brot úr spegilflísum, með meitluðum ljóðum í margs konar formi. Grímsá Þú kemur að ánni, eða er hún kannski lækur? áin litla með kátum smáfossum sínum mjúku grasi og berjalyngi á bökkum bláum og hvítum hyljum í svörtum steinum þú heyrir niðinn og hugsar hvað hann sé blíður og henti þeim sem vill hvíld frá glaumi daga augu þín gleyma sér við að horfa í hylinn þér hlýjar slólin sem glitrar á boðaföllum svo fylgir þú ánni alla leið niður að ósnum á endanum sameinast hún hinu breiða hafi tár hennar blandast við saltið í köldum sjónum hún saknar þeirra er áður við hlið hennar gengu. Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir er tengd æskustöðvunum og gefur bókina sína Brot úr spegilflísum út hjá forlaginu Skriðu á Hvammstanga. MYND/AÐSEND Ástkær sambýliskona mín, dóttir, móðir, systir, tengdamóðir og amma, Herdís Hólmsteinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, lést í faðmi fjölskyldunnar á kvennadeild Landspítalans 2. desember sl. Útförin verður í Kópavogskirkju föstudaginn 18. desember kl. 15.00 og verður streymt á slóðinni youtu.be/3fgC8K3AIXU Baldur Garðarsson Hólmsteinn Steingrímsson Gestur Baldursson Ása Baldursdóttir Pétur Gunnarsson Davíð Arnar Baldursson Helga Hólmsteinsdóttir Steingrímur Hólmsteinsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, Sverris Inga Axelssonar Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landakoti. Kristín Sverrisdóttir Ragnheiður Sverrisdóttir Hjalti Hugason Þorsteinn Sverrisson Magnea Einarsdóttir Ólafur Sverrisson Ellen Símonardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður Smári Hákonarson múrarameistari, lést að Hrafnistu Laugarási miðvikudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram föstudaginn 18. desember frá Fossvogskirkju kl. 15.00. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Útförinni verður streymt á slóðinni: youtu.be/VULXHcHvZOY Ósk Sigurjónsdóttir Birgir Hólm Ólafsson Guðný Svana Harðardóttir Þóra Björk Harðardóttir Ómar Bjarni Þorsteinsson Ragna Ársælsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Breiðfjörð Guðlaugsson frá Hellissandi, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á Hrafnistu Nesvöllum, laugardaginn 5. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 15. desember kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á facebook.com/groups/utforgunnars Fyrir hönd aðstandenda, Þorgerður Arndal Sigurðardóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.