Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2020, Qupperneq 99

Fréttablaðið - 12.12.2020, Qupperneq 99
BÆKUR Aprílsólarkuldi (Eitthvað alveg sérstakt) Elísabet Jökulsdóttir Útgefandi: JPV Fjöldi síðna: 143 bls Titill nýjustu skáldsögu Elísabetar Jökulsdóttur, Aprílsólarkuldi, er nýyrði sem þó virðist alltaf hafa verið til. Veðurfarslegt ástand sem við þekkjum öll og getum væntan- lega framkallað minningar af slíku veðri samstundis. Og það lýsir þess- ari bók líka vel: nýstárleg en samt svo kunnugleg. Sagan fjallar um Védísi, unga einstæða móður, sem missir föður sinn, verður ástfangin og missir geðheilsuna – allt hvert á eftir öðru. Við fylgjum Védísi eftir þar sem andlát föður hennar kemur af stað atburðarás sem hún hefur enga stjórn á. Eins og komið hefur fram í viðtölum við höfundinn á saga Védísar sér fyrirmynd í lífi Elísabet- ar sjálfrar og þekktum persónum bregður fyrir frá liðnum tíma, en sagan gerist í kringum 1978. Tíminn í sögunni er ekki alveg taktfastur, heldur flæðir fram og til baka um nokkra mánuði. Við kynn- umst Védísi í upphafi þar sem hún hefur fengið fregnirnar um andlát föður síns en allt til endaloka reynir hún að bæla niður tilfinningar sínar gagnvart sorginni og óvissunni sem tekur yfir við missinn. Þegar líða tekur á bókina tekur síðan geðveik- in yfir. Við fáum innsýn í manískar hugsanir Védísar á sterkan hátt og fáum ekki nokkurn frið fyrir þeim né fjarlægð. Þannig verður hugar- ástandið alltumlykjandi og óger- legt verður að slíta sig frá textanum. Á svipaðan hátt verður ástin í sambandi Védísar og Kjartans afar magnþrungin, falleg í fyrstu en f ljótt yfirþyrmandi og eitruð og mörkin milli ástarinnar og geð- sjúkdómsins verða óljós þar til að við rönkum við okkur mitt í hring- iðu sjúklegs hugarástands. Sorgin vegna föðurmissisins húmir yfir og hnippir í okkur við og við. Myndmálið í Vetrarsólarkulda snertir við manni án þess að vera væmið, dregur fram hliðstæður náttúru og borgarlandslagsins, innra sálarlífs og umhverfisins. Elísabet hefur einstakt lag á að segja frá erfiðum aðstæðum og persónum á hispurslausan og einlægan hátt. Persónurnar í sögunni eru allar manneskjulegar og Elísabet fjallar um þær af væntumþykju, þrátt fyrir að Védísi, aðalpersónunni, líði ekki endilega þannig í aðstæðunum sjálfum. Og það er þessi fjarlægð tímans sem gefur sögunni þann þroska sem hún býr yfir og gott ef ekki er hægt að læra ýmislegt af henni líka. Guðrún Baldvinsdóttir NIÐURSTAÐA: Ljóðræn og manneskju- leg saga sem lætur lítið yfir sér í fyrstu en býr yfir mögnuðum galdri. Í hringiðu hugsana, tilfinninga og geðsjúkdóms Í i8 Gallery eru nú til sýnis 44 listaverk eftir 33 listamenn. Um er að ræða bæði ný verk og eldri. Opið er 12-17 miðvikudag – laugardags. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Ásgerð- ur Búadóttir, Birgir Andrésson, Eggert Pétursson, Karin Sander, Kristján Guðmundsson, Margrét Blöndal, Ólafur Elíasson, Ragna Róbertsdóttir, Ragnar Kjartansson og Sigurður Guðmundsson. Það er því sönn listaveisla í Tryggva- götunni. Sýningin stendur til 23. desember. – kb Sjóndeildarhringur í i8 Fjöldi verka er á sýningu í i8 en henni lýkur á Þorláksmessu. Aðventukvöld Sunday Seven hópsins verður í kvöld, laugar-dagskvöldið 12. desember, og hefst kl. 20.00. Sent er út frá Berlín, Hannover, Helsinki, Reykjavík og úr skógum Svíþjóðar. Gjörningadag- skránni verður streymt á viðburðasíðu Hópsins á Facebook og á artzine.is. Fram koma: Ásdís Sif Gunnarsdótt- ir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmunds- son, Styrmir Örn Guðmundsson + DJ Malykh. Aðventa Sunday Seven Snorri Ásmundsson myndlistar- maður verður á aðventukvöldi. Edda Björgvins og Viðar frændi hennar hafa tekið saman uppáhalds- uppskriftir Lillu. Mætti bjóða þér að bragða brúnsúpu með svölu- hreiðrum, hvítkálsböggla, gerfihéra, rúllusteik eða kartöflumarsípan? GÖMLU GÓÐU UPPSKRIFTIRNAR Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 55L A U G A R D A G U R 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.