Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 112
Steymisveitum hefur að vonum vaxið ásmegin á meðan kvikmyndahúsin standa tóm og örvæntingin er slík að kvikmyndaris-arnir hafa freistast til þess að frumsýna stórmyndir rafrænt og margir óttast að þar með hafi þeir stigið út á háskalega braut og að ekki verið snúið við. Leikstjórinn Christopher Nolan, sem á að baki langt og farsælt sam- starf með Warner Brothers, hefur til dæmis látið skömmum rigna yfir kvikmyndaverið eftir ákvörðun um að gefa á næsta ári út allar þeirra kvikmyndir samtímis á HBO Max streymisveitunni og í kvikmynda- húsum. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma virðast því streymisveiturnar geta orðið síðasta vígi kvikmynda- veranna og fjárfestakynning Disney á fimmtudaginn bendir eindregið til þess að þar ætli af þreyingarrisinn sem ræður yfir Star Wars, Marvel og Pixar að beita ægivaldi sínu af mikl- um ofsa, jafnvel kappi umfram forsjá. Gullgæsir gagga Disney kynnti ótalmarga nýja sjón- varpsþætti auk nokkurra kvik- mynda sem til stendur að sýna á streymisveitunni Disney+ og vega þar þyngst afurðir gullgæsanna Lucasfilm og Marvel sem munu hvor um sig leggja til tíu þáttaraðir á næstu árum. Magnið er í raun slíkt að mörgun áköfum aðdáendum ævintýra- heima Stjörnustríðanna og mynda- söguhetjanna sem kenndar eru við Marvel þótti nóg um. „Það fer eftir því hvernig maður lítur á það,“ segir Stefán Petersson, mastersnemi og yf irlýstur Star Wars-nörd, og bendir á að margir vilji meina að þarna ætli Disney sér greinilega að blóðmjólka Stjörnu- stríðið. „En á sama tíma má horfa til þess að Disney+ hefur verið í smá vand- ræðum undanfarið vegna þess að það er bara ekki nógu mikið áhorf á ákveðið efni á Disney+ og í raun er The Mandalorian, nýju Star Wars- þættirnir, að halda þessu á f loti.“ Vissulega hefur skortur á nýju efni háð Disney+ þótt þar streymi allir lækir bakkafullir af eldra efni frá Disney, Pixar, Marvel og Lucas- film. Síðan vill svo til að þegar allir voru um það bil að gefast upp á Star Wars þá slær The Mandalorian, löðrandi í anda gömlu Star Wars- myndanna, svo hressilega í gegn að nú á greinilega að tjalda öllu til. Ég hef beðið þín, Obi-Wan Þannig mun Jedi-riddarinn Ahsoka fá sína eigin seríu og The Manda- lorian hefur þegar verið notaður til þess að kynna hana til leiks. Diego Luna, sem lék uppreisnarmanninn Cassian Andor í sjálfstæðu Star Wars-myndinni Rogue One, mun endurtaka rulluna í þáttum sem bera nafn hetjunnar. Síðan var boðað að langþráð þáttaröð um þann mikla áhrifa- vald og Jedi-meistara Obi-Wan Kenobi væri innan seilingar. Ewan McGregor heldur þar áfram að leika væringjann sem hann túlkaði ungan í síðari þríleik George Lucas sem hverfðist um tilurð Svarthöfða. Nýjar víddir Lucasfilm ætlar þó ekki aðeins að dæla gömlu víni á nýja belgi Dis- ney+. The Bad Batch, verða teikn- aðir þættir sem fjalla um hóp af klónum sem feta nýjar slóðir að Klónastríðunum loknum. Þá má einnig nefna Star Wars: Visions, teiknimyndaseríu í anime-stíl með örsögum úr Star Wars-heiminum og The Acolyte verða einhvers konar spennuþættir sem gerast á gullöld gamla lýðveldisins. Þá munu gamlir kunningjar, tromma upp. Sjálfur Lando Cal- rissian fær að slá um sig í eigin þátt- um, Lando, auk þess sem vélmennin dáðu, R2-D2 og C-3PO, verða í aðal- hlutverkum teiknimyndarinnar A Droid Story. „Ég er bara spenntur að sjá hvað verður úr þessu. Það verður bara að bíða og sjá,“ segir Stefán. „Þetta getur virkað frekar yfirþyrmandi að fá svona ógeðslega mikið magn af efni. Mér brá ótrúlega mikið þegar ég sá kynninguna því ég var ekkert að búast við svona miklu efni.“ toti@frettabladid.is odduraevar@frettabladid.is Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Allar verslanir opna kl. 9:00 Nú er tími til að njóta … 2298 kr.kg Nóatúns Hamborgarhryggur 3998 kr.kg Nóatúns Tvíreykt hangikjöt læri Gómsætur veislumatur! 549 kr.stk. Nóatúns rjómasósa Disney beitir Mættinum með látum Disney+ sýndi fjárfestum og heiminum öllum klærnar í vikunni og miðað við púðrið sem verður sett í streymið má ætla að víglínan hafi færst varanlega í kófinu og slagurinn verði fyrst og fremst um áhorfendur heima í stofu. Hausaveiðarinn frá Mandaloríu og græna krúttið Grogu draga þungan Stjörnustríðsvagninn með tíu tengivögnum inn á Disney+ á næstu árum og þar munu engin vettlingatök duga eigi nýju þættirnir að standast Mando snúning. Marvel mun meðal annars tefla Loka fram í þáttum á plúsnum. Lengi er von á einum og Obi- Wan er loksins væntanlegur. Disney mun njóta krafta Indiana Jones í fimmtu myndinni um hann. Stefáni var nokkuð brugðið þegar hann sá magnið sem Disney boðar. 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R68 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.