Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 7

Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 7
dans. Var þar potturinn og pannan Baldvin Elís Arason Suðurnesjamaður, margreyndur í bransanum, en með honum hófu leik nokkrir félagar úr FHUS. Honum til fulltingis stigu síðan nokkrir harmonikuleikarar á svið og var þar margt kunnuglegra andlita. Má þar nefna Baldur Geirmundsson, Gunnar Kvaran, Jón Sigfússon, Þórólf Þorsteinsson, ritstjóra Harmonikublaðsins auk fleiri. Lauk skemmtuninni þegar vel var komið yfir miðnætti og mátti þá segja að dans- og skemmtanaþörfinni hafi verið að mestu fullnægt. Helgin var öll hin ánægjulegasta og gestgjöfunum í FHUS til hins mesta sóma. Næsti aðalfundur SIHU mun verða á vegum Þingeyinga í september 2017 og er það mikið tilhlökkunarefni, en þá verður reyndar eitt landsmót í viðbót afstaðið. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Steinþóra Agústsdóttir Aðaljundargestir taka til fótanna Skoflifl timaritis og flettið harmonikublöflum frá 1986 7

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.