Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 5 4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 + www.hekla.is/audisalur Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn Verð frá 8.890.000 kr. Dæmi um búnað: 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi, hiti í stýri NÁTTÚRUVÁ „Það þarf að taka tillit til þess í ríkisviðbúnaði að virkin eru hvergi fullkomlega örugg,“ segir Tómas Jóhannesson, fagstjóri og sérfræðingur í ofanflóðamálum hjá Veðurstofu Íslands. „Þegar aðstæð- ur verða mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi.“ Nýtt hættumat hefur verið gert fyrir Flateyri og hættusvæðið útfært. Á þriðja tug húsa eru nú komin inn á hættusvæði C, sem er efsta stigið, og um sjötíu á ýtrasta rýmingarstig. Þá fer C-svæði 250 metrum lengra inn á höfnina og inn á land sunnan og vestan við hana. Mikið tjón varð á höfninni í snjó- flóði úr Skollahvilft í janúar. „Þessi áhrif, sem voru þekkt fyrir, eru öflugri en við gerðum ráð fyrir,“ segir Tómas. Segir hann þurfa að finna leiðir til að komast hjá því að f lóð endi í höfninni. Tekur Tómas því undir með hafnarstjóra Ísa- fjarðar en hann benti á það í nýlegri skýrslu að garðarnir hefðu beint flóðinu inn í höfnina sem væri óvið- unandi fyrir atvinnulíf þorpsins. Í ljósi þess að það f læddi yfir garðana á Flateyri, inn í byggð, er verið að vinna hættumat fyrir fimm sambærilega varnargarða. Á Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafs- firði og Neskaupstað. „Það er gert ráð fyrir ákveðinni hættu á yfir- flæði og að snjódýpt verði meiri en stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er undantekningarlaust hættusvæði undir öllum þessum varnarvirkjum og ákveðin áhætta í byggðinni þar undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flat- eyri sýndu okkur að hættan er meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Hafsteinn Pálsson, verkfræðing- ur hjá umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu, segir að vinna sé hafin við að skoða endurbætur á görðunum á Flateyri, út frá sviðsmyndum og líkanakeyrslum. „Ég á von á því að sú mynd skýrist snemma á næsta ári,“ segir hann. Kostnaðurinn liggur hins vegar ekki fyrir vegna endurbóta á Flat- eyri. Enn þá liggi ekki fyrir hvort garðarnir á hinum fimm stöðunum verði styrktir eða þeim breytt. „Við erum í miðri á,“ segir Haf- steinn um stöðu ofanflóðavarna í landinu, sem voru efldar eftir snjó- f lóðin á Flateyri og Súðavík árið 1995. Enn þá séu margir staðir að hluta óvarðir og stór verkefni eftir. Nefnir hann garða á Patreksfirði, Bíldudal, Tálknafirði, Hnífsdal, Siglufirði, Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði. Gangi fjárlagafrumvarpið eftir verða fjárveitingar til Ofanf lóða- sjóðs tæpir 2,7 milljarðar á næsta ári. Er það aukning um 1,6 millj- arða. Er fjármagnið bæði ætlað til að byggja og bæta varnargarða og til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á hættusvæðum. – khg Tugir húsa á nýju hættusvæði Með nýju mati Veðurstofunnar fyrir Flateyri færast á þriðja tug húsa á hættusvæði C. Von er á nýju hættu- mati fyrir fimm aðra staði. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir varnargarða hvergi fullkomlega örugga. Þegar aðstæður verða mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi. Tómas Jóhannes- son fagstjóri Vaskir fjallaskíðagarpar nýttu sér veðurblíðu á sunnudag og gengu á Skálafell til að renna sér eina góða ferð í nýsnævinu. Hundurinn fór léttfættur fyrir leiðangrinum. Í dag viðrar ekki vel til útivistar því spáð er hvassviðri og rigningu. Eftir að lægðin gengur yfir tekur við frostakaf li sem samkvæmt Veðurstofu Íslands stendur fram á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI LÍFIÐ Fótboltamömmurnar Berg- lind Ingvarsdóttir og Tobba Ólafs- dóttir tóku málin í sínar hendur þegar þær komust að því að hvergi væri að f inna jóladagatöl með myndum af knattspyrnukonum. „Dóttir mín sá sem sagt stráka- fótboltajóladagatal og sagði við mig að hana langaði í svona. Bara með stelpum,“ segir Berglind sem fékk Tobbu í lið með sér við að útbúa sitt eigið dagatal. „Undirtektirnar voru strax þann- ig að ekki var um að villast að það væri eftirspurn,“ segir Tobba um dagatalið. – þþ / sjá síðu 26 Sérsniðin jóladagatöl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.