Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 5 4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0
+ www.hekla.is/audisalur
Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn
Verð frá 8.890.000 kr.
Dæmi um búnað: 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun,
íslenskt leiðsögukerfi, hiti í stýri
NÁTTÚRUVÁ „Það þarf að taka tillit
til þess í ríkisviðbúnaði að virkin
eru hvergi fullkomlega örugg,“ segir
Tómas Jóhannesson, fagstjóri og
sérfræðingur í ofanflóðamálum hjá
Veðurstofu Íslands. „Þegar aðstæð-
ur verða mjög slæmar er möguleiki
á að grípa þurfi til rýmingar til að
tryggja öryggi.“
Nýtt hættumat hefur verið gert
fyrir Flateyri og hættusvæðið
útfært. Á þriðja tug húsa eru nú
komin inn á hættusvæði C, sem er
efsta stigið, og um sjötíu á ýtrasta
rýmingarstig. Þá fer C-svæði 250
metrum lengra inn á höfnina og inn
á land sunnan og vestan við hana.
Mikið tjón varð á höfninni í snjó-
flóði úr Skollahvilft í janúar.
„Þessi áhrif, sem voru þekkt fyrir,
eru öflugri en við gerðum ráð fyrir,“
segir Tómas. Segir hann þurfa að
finna leiðir til að komast hjá því að
f lóð endi í höfninni. Tekur Tómas
því undir með hafnarstjóra Ísa-
fjarðar en hann benti á það í nýlegri
skýrslu að garðarnir hefðu beint
flóðinu inn í höfnina sem væri óvið-
unandi fyrir atvinnulíf þorpsins.
Í ljósi þess að það f læddi yfir
garðana á Flateyri, inn í byggð,
er verið að vinna hættumat fyrir
fimm sambærilega varnargarða. Á
Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafs-
firði og Neskaupstað. „Það er gert
ráð fyrir ákveðinni hættu á yfir-
flæði og að snjódýpt verði meiri en
stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er
undantekningarlaust hættusvæði
undir öllum þessum varnarvirkjum
og ákveðin áhætta í byggðinni þar
undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flat-
eyri sýndu okkur að hættan er meiri
en við gerðum ráð fyrir.“
Hafsteinn Pálsson, verkfræðing-
ur hjá umhverfis- og auðlindaráðu-
neytinu, segir að vinna sé hafin við
að skoða endurbætur á görðunum
á Flateyri, út frá sviðsmyndum og
líkanakeyrslum. „Ég á von á því að
sú mynd skýrist snemma á næsta
ári,“ segir hann.
Kostnaðurinn liggur hins vegar
ekki fyrir vegna endurbóta á Flat-
eyri. Enn þá liggi ekki fyrir hvort
garðarnir á hinum fimm stöðunum
verði styrktir eða þeim breytt.
„Við erum í miðri á,“ segir Haf-
steinn um stöðu ofanflóðavarna í
landinu, sem voru efldar eftir snjó-
f lóðin á Flateyri og Súðavík árið
1995. Enn þá séu margir staðir að
hluta óvarðir og stór verkefni eftir.
Nefnir hann garða á Patreksfirði,
Bíldudal, Tálknafirði, Hnífsdal,
Siglufirði, Seyðisfirði, Neskaupstað
og Eskifirði.
Gangi fjárlagafrumvarpið eftir
verða fjárveitingar til Ofanf lóða-
sjóðs tæpir 2,7 milljarðar á næsta
ári. Er það aukning um 1,6 millj-
arða. Er fjármagnið bæði ætlað til
að byggja og bæta varnargarða og
til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á
hættusvæðum. – khg
Tugir húsa á nýju hættusvæði
Með nýju mati Veðurstofunnar fyrir Flateyri færast á þriðja tug húsa á hættusvæði C. Von er á nýju hættu-
mati fyrir fimm aðra staði. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir varnargarða hvergi fullkomlega örugga.
Þegar aðstæður
verða mjög slæmar
er möguleiki á að grípa þurfi
til rýmingar til að tryggja
öryggi.
Tómas Jóhannes-
son fagstjóri
Vaskir fjallaskíðagarpar nýttu sér veðurblíðu á sunnudag og gengu á Skálafell til að renna sér eina góða ferð í nýsnævinu. Hundurinn fór léttfættur fyrir leiðangrinum. Í dag viðrar ekki vel
til útivistar því spáð er hvassviðri og rigningu. Eftir að lægðin gengur yfir tekur við frostakaf li sem samkvæmt Veðurstofu Íslands stendur fram á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
LÍFIÐ Fótboltamömmurnar Berg-
lind Ingvarsdóttir og Tobba Ólafs-
dóttir tóku málin í sínar hendur
þegar þær komust að því að hvergi
væri að f inna jóladagatöl með
myndum af knattspyrnukonum.
„Dóttir mín sá sem sagt stráka-
fótboltajóladagatal og sagði við mig
að hana langaði í svona. Bara með
stelpum,“ segir Berglind sem fékk
Tobbu í lið með sér við að útbúa sitt
eigið dagatal.
„Undirtektirnar voru strax þann-
ig að ekki var um að villast að það
væri eftirspurn,“ segir Tobba um
dagatalið. – þþ / sjá síðu 26
Sérsniðin
jóladagatöl