Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 34
Bíllinn verður með
fimmtu kynslóð
eDrive rafmótora en þeir
eru minni um sig en skila
um leið meira afli en
áður.
BMW iX er nýtt flaggskip
BMW-merkisins og verður
alveg rafdrifinn. Hann mun
skila 500 hestöflum og hafa 605
kílómetra drægi auk þess að
nota 5G-farsímatæknina.
BMW gengur svo langt að segja að
BMW iX sé dögun nýrra tíma hjá
merkinu. Þótt bíllinn sé ennþá í
þróun hefur BMW tekið ákvörðun
um að frumsýna bílinn en hann er
væntanlegur á markað í lok næsta
árs. Bíllinn byggir á iNext-til-
raunabílnum sem frumsýndur var
árið 2018 og er iX fyrsti bíll BMW
sem byggður er á nýjum skalanleg-
um undirvagni sem verður undir
framtíðarökutækjum BMW. Með
fullkomnari hugbúnaði og öflugri
tölvubúnaði getur bíllinn nýtt sér
5G-tæknina til að keyra sjálfur og
leggja sjálfur í stæði.
Bíllinn verður með fimmtu
kynslóð eDrive-rafmótora en
þeir eru minni um sig en skila um
leið meira afli en áður. Rafhlaðan
verður 100 kWst og skilar orku til
tveggja rafmótora sitt á hvorum
öxlinum. Hestaflatalan verður 500
og upptakið í 100 km hraða undir
fimm sekúndum. Það sem mestu
máli skiptir er að nýja rafhlaðan
verður með 605 km drægi sem er
talsvert meira en er í boði í BMW-
raf bílum í dag. BMW segir einnig
að hægt sé að hlaða rafhlöðuna
með 200 kW hleðslu sem þýðir að
hægt er að hlaða hana upp í 80% á
undir 40 mínútum. Í 11 kW heima-
hleðslustöð er hægt að fullhlaða
bílinn á 11 klst. Undirvagninn nýi
verður með álgrind og umlukinn
koltrefjum. Að sögn BMW er tölvu-
kerfi bílsins 20 sinnum öflugra en
sést hefur áður í framleiðslubílum.
BMW hefur ekki gefið upp
neinar stærðartölur um bílinn
aðra en þær að hjólhafið verður
þrír metrar sem verður að teljast
allgott. Bíllinn verður þó svipaður
BMW X5 að stærð. Hið þekkta
nýrnagrill verður áberandi að
framanverðu þótt það sé nánast
lokað eins og búast má við af raf-
bíl. Þar verður myndavél, ásamt
radar- og lidar-skynjurum komið
fyrir. Díóðuljósin eru þynnri en
við höfum séð áður í ökutækjum
BMW kynnir iX-rafjepplinginn
Mazda, líkt og Suzuki, gæti verið
á leiðinni með Mazda 2 í formi
Yaris eftir tvö ár. Kemur það fram
í nýrri kynningu fyrir fjárfesta á
vegum fyrirtækisins, en þar er sagt
frá samstarfi Mazda og Toyota
og áætlunum um að smíða bíl
byggðan á Yaris-tvinnútfærslunni.
Líklega verður bíllinn smíðaður af
Toyota við hlið Yaris í verksmiðju
Toyota í Norður-Frakklandi.
Með því að bjóða upp á tvinn-
útfærslu getur merkið, líkt og hjá
Suzuki, náð mengunarmörkum
sínum. Núverandi Mazda 2 hefur
verið á markaði síðan 2014 og er
ekki með tvinnútfærslu. Hvort
samstarfið muni ná til f leiri bíla í
framtíðinni er óvíst, en hjá Suzuki
hafa tveir Toyota-bílar fengið
Suzuki-merkið. Eru það Corolla
í formi Suzuki Swace og RAV4 í
formi Across.
Ný Mazda í formi
Yaris árið 2022
Mazda notaði tækifærið og kynnti
nýja sex strokka línuvél á hlut-
hafafundi á dögunum. Vélin
mun líklega fara í 6-línuna og þá
einnig langbakinn. Mazda hafði
tilkynnt í fyrra að þessi vél væri
á leiðinni en hún mun samt ekki
koma í framleiðslubílum fyrr en í
fyrsta lagi seint á árinu 2022. Hún
verður fáanleg sem bæði bensín-
og dísilvél og þá einnig í Skyactiv-X
útgáfu.
Mazda hefur ekki gefið mikið
af tækniupplýsingum upp með
vélinni. Vitað er að hún verður
langsum í bílnum og verður tengd
fjórhjóladrifi. Búast má við að
næsta kynslóð Mazda 6, sem
væntanleg er árið 2022, verði með
vélina strax frá upphafi. Sá bíll
verður einnig með afturdrifi svo
líklega verða fleiri en ein vél í boði
þegar hann kemur á markað. Með
því að fara þessa leið mun Mazda
geta keppt við bíla eins og BMW
3-línu og Kis Stinger GT S svo eitt-
hvað sé nefnt. Hvort nýr Mazda 6
verði svo boðinn í Evrópu á eftir
að koma í ljós en talsmenn Mazda
hafa forðast að svara spurningum
þess efnis.
Mazda kynnir
nýja línusexu
Það eru ekki allir aðdáendur BMW-merkisins sáttir við þennan framenda en BMW hefur þorað að taka áhættu þegar kemur að útliti.
Þótt afturendinn sé hefðbundnari setur hann nýjar línur með ílöngum afturljósum.
Endurhönnuð innréttingin er stílhrein með stórum upplýsingaskjáum sem
verður eins og breiðtjald og nær yfir meginhluta innréttingarinnar.
BMW og hurðarhúnar sem koma
út úr yfirbyggingunni er eitthvað
sem við höfum ekki séð áður. Að
innan verður flatt gólf sem eykur
plássið fyrir alla fimm farþegana.
Tveir stórir skjáir verða áberandi í
mælaborðinu en þeir eru boga-
dregnir. Annar er 15 tommur að
stærð meðan hinn er 12,3 tommur.
Annað eins og miðstöðvartúður og
hátalarar er meira falið í innrétt-
ingunni.
Næsta kynslóð Mazda 6 sækir út-
litið til Vision Coupe tilraunabílsins.
Mazda 2 gæti líkst Yaris fyrir utan
atriði eins og ljósabúnað.
Samstarf Mazda og
Toyota er til þess að
merkið geti náð meng-
unarmarkmiðum sínum.
Með því að fara
þessa leið mun
Mazda 6 keppa við
BMW 3-línu.
8 BÍLAR 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R