Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 4
Húsin mjakast upp Framkvæmdir við nýja byggingu Landsbanka Íslands sunnan við Hörpu ganga sinn gang þrátt fyrir heimsfaraldur kórónaveiru, vaxandi skamm- degi og versnandi veður eftir því sem veturinn herðir tökin. Áætlað er að nýjar höfuðstöðvar verði teknar í notkun á árinu 2022. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AUSTURLAND „Við erum bara á öruggasta stað í heimi, held ég,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, skóla- stýra og einn stofnenda listalýð- skólans LungA á Seyðisfirði. Þrátt fyrir COVID-19 hefur tekist að halda starfi skólans nánast óbreyttu þær tvær annir sem faraldurinn hefur geisað. „Þetta hefur tekist hjá okkur vegna þess að við lifum sem ein fjölskylda. Nemendur búa saman og tilheyra því sama sóttvarnahólfi,“ segir Björt. Um sautján nemendur sækja skólann á hverri önn, ásamt tveimur starfsnemum og um fjórum einstaklingum sem dvelja þar í lista- mannadvöl. „Í eðlilegu árferði fáum við til okkar tólf til fimmtán gesta- kennara en núna höfum við nýtt það góða fólk sem er hér í bænum í meira mæli,“ útskýrir Björt. „Nemendurnir búa saman á Haf- öldunni, fallegasta farfuglaheimili í heimi, og þar eiga þau öll sitt her- bergi en deila eldhúsi og sameigin- legum rýmum, svo deila þau með sér verkum,“ segir Björt. Í skólanum er nemendum, sem eru á aldrinum 18-36 ára, kennd lífsfærni í gegnum skapandi hugsun. Þau fá að kynnast hinum ýmsu listformum og tækni en Björt segir skólastarfið alls ekki hefðbundið. „Skólinn hættir ekki klukkan fjögur heldur fer mikið af lærdómn- um fram eftir að skipulögðu skóla- starfi lýkur,“ segir hún. „Þau læra mikið á því að búa saman því þarna er komið saman mikið af fólki með ólíkan bakgrunn og á ólíkum aldri, þau taka ábyrgð á heimilishaldinu og læra hvert af öðru allan sólar- hringinn,“ bætir Björt við. Þá segir hún faraldurinn hafa haft ýmiss konar áhrif á skólahaldið þrátt fyrir að ekki hafi verið mikið um breytingar. „Við erum vön að halda sýningar og bjóða nærsam- félaginu í heimsókn en núna höfum við haldið okkur út af fyrir okkur. Svo hafa einhverjir nemendur þurft að hætta við,“ segir hún. Vanalega eru um 40 prósent nemenda í skólanum Íslendingar en 60 prósent erlendir ríkisborg- arar, í ár hefur skiptingin verði jöfn, helmingur frá Íslandi og helmingur erlendur. „Faraldurinn hefur ekki breytt miklu í aðsókn að utan. Við erum náttúrulega hér á Seyðisfirði þar sem ekkert smit hefur greinst og miðað við restina af heiminum erum við mjög heppin,“ segir Björt. Hún segir nánast alla þá erlendu nemendur sem stunduðu nám við skólann á vorönn hafa ílengst á Íslandi. „Þau ákváðu öll að vera hérna að minnsta kosti mánuði lengur og sum eru hér enn því að þeim finnst öruggara að vera hér,“ segir hún. birnadrofn@frettabladid.is Skólahaldið nánast óbreytt í faraldrinum Skólahald hefur haldist nánast óbreytt í listalýðskólanum LungA á Seyðisfirði því að nemendahópurinn býr sem ein fjölskylda. Mikil aðsókn er að utan í skólann og kunna erlendu nemendurnir vel að meta öryggið hér á Íslandi. Hluti af aðstöðu skólans er í þessu húsi sem stendur út með Seyðisfirð- inum. Erlendir nemendur kunna vel að meta öryggið á Íslandi. MYND/AÐSEND Þetta hefur tekist hjá okkur vegna þess að við lifum eins og ein fjölskylda. Björt Sigfinnsdóttir, skólastýra PREN TU N .IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS LAUFABRAUÐ eftir norðlenskri uppskrift ................................................ Hægtað pantasteikt ogósteikt REYK JAVÍK „Við erum að skoða hraðalækkandi aðgerðir um alla borg og ég vonast til að þær verði samþykktar fyrir áramót,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Borgin bað íbúaráðin um umsögn um hámarkshraða- áætlun nú í haust og er nú unnið úr athugasemdum. Tillögurnar snúa að því að lækka hámarkshraðann inni í hverfum úr 60 niður í 50 og 50 niður í 40 eða 30. Sem dæmi er lagt til að hraðinn á Borgavegi í Grafarvogi fari úr 50 niður í 40 og í Vesturbergi í Breið- holti niður í 30 úr 50 kílómetra hámarkshraða. Talsvert hefur verið rætt um frumvarp Andrésar Inga Jóns- sonar, þingmanns utan flokka, um lækkun hámarkshraða. Sigurborg var honum innan handar við smíði frumvarpsins. „Sú tillaga snýr að lagarammanum, að götur í þéttbýli séu ekki sjálf krafa með 50 kíló- metra hámarkshraða, heldur 30. Svo líka að það sé á ávallt á forræði sveit- arfélaga að ákvarða hámarkshraða í þéttbýli, ekki Vegagerðarinnar,“ segir hún. „Nágrannaþjóðir okkar eru að lækka viðmiðunarhraðann í þéttbýli, síðan er það sveitarfélaga að rökstyðja breytingar á því.“ – ab Draga úr hraða fyrir áramótin Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipu- lags- og sam- gönguráðs REYKJAVÍK Faghópur Úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík vill að komið verði upp viðspyrnusjóði tónleikastaða til að styðja við við- burðahald á aðventunni í formi streymis. Þannig fái mikilvægir tón- leikastaðir verkefni og tónlistarfólk laun á krefjandi tímum. Reykjavíkurborg myndi leggja sjóðnum til rúmar 3,5 milljónir króna sem til stóð að úthluta sem styrk til tónlistarstaða fyrr á árinu. Alls átti að úthluta 9,5 milljónum í ýmis verkefni hjá níu stöðum, gegn jafnháu mótframlagi þeirra. Aðeins tókst að greiða styrki út til fimm staða en hinir fjórir urðu gjaldþrota áður en til úthlutunar kom. Þá voru dæmi þess að styrkir væru afþakk- aðir því staðir höfðu ekki efni á mótframlaginu. – bþ Styrktarfé lagt í viðspyrnusjóð STJÓRNMÁL Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram í vikunni. Málið var afgreitt úr þingflokk- um stjórnarflokkanna í gær, nokkr- ir þingmenn Sjálfstæðisf lokksins gerðu þó fyrirvara. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun frumvarpið ekki ná til umsvifa Ríkisútvarpsins á aug- lýsingamarkaði. Fyrirkomulag styrkveitinga verð- ur ekki óbreytt frá fyrra frumvarpi sem komst ekki í gegnum þingflokk Sjálfstæðisf lokksins. Þegar hafði verið greitt út 400 milljónir króna til einkarekinna miðla samkvæmt fyrra frumvarpi og því verða sömu fjárhæðir undir nú. Opnað verður á skilgreiningu á því hvaða fjöl- miðlar geta sótt um styrki. Meðal þeirra sem opnað verður á eru fjöl- miðlar sem sérhæfa sig í umfjöllun um íþróttir – ab RÚV ekki inni í frumvarpi Lilju 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.