Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 36
BSA framleiddi mótorhjól frá 1910
til 1978 og varð eitt þekktasta
merkið á því sviði, og á tímabili
var merkið stærsti framleiðandi
mótorhjóla í heiminum. Hér á
Íslandi voru þau vinsæl frá upp-
hafi og voru lengi vel ein vin-
sælustu mótorhjólin og nöfn eins
og Spitfire og Gold Star voru eins
og brennd inn í hugarheim allra
þeirra sem höfðu áhuga á mótor-
hjólum fyrir um hálfri öld.
Með tilkomu ódýrari sam-
keppni frá Japan og getuleysi
til að bregðast við, hrundi sala
þeirra á sjöunda og áttunda áratug
síðustu aldar og merkið leið undir
lok. Núna, meira en fjórum ára-
tugum síðar, eru uppi áform um að
endurvekja þetta fornfræga merki.
Fyrirtækið á bak við þau áform er
með djúpa vasa en það er indverski
framleiðslurisinn Mahindra.
Annað mótorhjólamerki sem á
upphaf sitt að rekja til Bretlands
er Royal Enfield, sem hefur verið
framleitt á Indlandi í áratugi og er
selt þar í tugum þúsunda eintaka
á hverju ári. Það er þó ekki eina
ástæðan fyrir áhuga Mahindra á
merkinu, sem á fyrir ráðandi hlut
í Peugeot Motorcycles. Með því að
hefja mótorhjólaframleiðslu á Ind-
landi í stórum stíl undir merkjum
BSA, og nota hluta þeirrar fram-
leiðslu hjá öðrum merkjum eins og
Peugeot, sér Mahindra fyrir sér að
geta markaðssett tvíhjóla fram-
leiðslu sína hratt og vítt.
Fréttir herma að áherslan verði
lögð á rafdrifin mótorhjól og
þróun þeirra í samstarfi við merki
eins og KTM. Mahindra hefur
samt einnig sagt að hefðbundnari
mótorhjól verði einnig á boðstól-
um í náinni framtíð. BSA verður að
hluta breskt áfram en með styrk
frá breskum stjórnvöldum verður
byggt þróunarsetur í Oxford þar
sem um 250 manns fá vinnu. Að
sögn talsmanna BSA/Mahindra er
stefnan sett á að framleiða 10.000
eintök á ári f ljótlega og selja á
mörkuðum eins og Bandaríkj-
unum, Ástralíu og, kannski til að
hefna fyrir sig, Japan.
BSA-mótorhjólin snúa aftur á næsta ári
BSA Thunderbolt var síðasti naglinn í líkkistu BSA en það var Triumph-hjól í grunninn og framleitt frá 1968-72.
BSA-merkið
hefur breyst
mikið í gegnum
tíðina en BSA-
stjarnan er
þeirra þekktast.
Honda kynnti nokkur ný módel
fyrir 2021 í vikunni sem leið og
meðal þeirra er stærri gerð Honda
500 Rebel hjólsins. Verður hjólið
með sömu 1100 rúmsentimetra
vélinni og í Afraica Twin-hjólinu.
Um tveggja strokka vél er að ræða
sem skilar 87 hestöflum og 98 new-
tonmetra togi á 4.750 snúningum.
Vélin er endurhönnuð til að
henta betur hjóli sem þessu og er
með þyngri sveifarás og svinghjóli.
Meðal tækniatriða er tölvustýrð
bensíngjöf og þrjár gerðir aksturs-
stillinga. Auk þess er hægt að
stilla afl á þrjá vegu og hjólið er
einnig með prjónstýringu. Hægt
er að panta hjólið sérstaklega
með DCT-sjálfskiptingunni sem
er með tveimur kúplingum til
að tryggja hraðar skiptingar. Að
framan verður hjólið með 43 mm
fjölstillanlegum dempurum og
fjögurra stimpla bremsudælum
við fljótandi bremsudiska. Hjólið
er nokkuð líkt Rebel 500-hjólinu
í útliti en er með meira hjólhafi,
enda hjólið talsvert stærra. Þyngd
hjólsins með völvum er 223 kíló en
ef það er búið sjálfskiptingunni fer
þyngdin í 233 kíló. Umboðsaðili
Honda á Íslandi er Askja en ekkert
hefur heyrst af opnum á hjóla-
umboði þar ennþá.
Rebelinn endurfæddur með 1100 vél
Útlit Honda Rebel 1100 er svipað
og á 500 gerðinni en hjólhafið er
lengra og meiri halli á framgaffli.
Vespa er heiti á gerð mótorhjóla frá
Piaggio en nafnið á þeim hefur fest
við slíkar gerðir hjóla. Einkennast
þau af breiðum afturenda sem
inniheldur vél við afturdekk og
bensíntank og opið rými kringum
fætur. Framendinn er svo oftar en
ekki með hlífum svo útlitið minnir
nokkuð á geitung eða vespu. Á
Íslandi hefur vantað gott nafn á slík
farartæki og vespunafnið viljað
loða við þau þótt íslenskun á enska
nafninu scooter sé líka stundum
notuð. Líkt og annars staðar í Evr-
ópu átti sér stað bylgja svokallaðra
Vespu-hjóla eða „skútera“ á sjötta
áratug síðustu aldar. Þar var hin
eiginlega Vespa fremst í flokki og
var nokkuð vinsæl á Íslandi. Hún
var ekki eina tegundin sem kom
frá Ítalíu því einnig komu nokkrar
af Lambretta-gerð, og var ein slík
gefin samgöngusafninu á Ýdölum
í sumar.
Það var þó ekki þannig að skút-
er ar kæmu bara frá Ítalíu, síður
en svo. Fyrsti skúterinn sem kom
hingað til lands var amerískur af
gerðinni Moto Scoot en hingað
komu allavega tveir slíkir af árgerð
1939. Moto Scoot var stofnað árið
1936 af Norman Siegel sem setti
aleiguna í að hanna og framleiða
þessi hagkvæmu mótorhjól. Merkið
var yfirtekið af fjárfestum í Chicago
þegar Norman fór í stríðið og varð
stærsta skútermerkið í Ameríku,
stærra en Cushman enda selt víða í
búðum eins og J&R Auto Parts.
Goggo-skúterarnir voru fram-
leiddir í Þýskalandi ásamt Goggo-
mobil-bílunum af GLAS sem
var stofnað af Andreas Glas. Það
byrjaði á framleiðslu á landbún-
aðartækjum en þegar Glas sá Vespu
á sýningu í Verona á Ítalíu, hóf
hann hönnun og síðar framleiðslu
á Goggo. Alls voru 46.000 slíkar
smíðaðar á þeim áratug sem þær
voru í smíðum. Gerðin sem kom
hingað til lands var 1954 árgerð
og var skráð 2,5 hestöfl svo líklega
hefur verið um stærstu gerðina að
ræða sem var 200 rsm.
Frönsku Terrot-vespurnar hófu
framleiðslu á sínum hjólum í lok
fimmta áratugarins. Verksmiðja
fyrir Terrot opnaði 1950 í Dijon og
markmiðið var að smíða ódýr en
áreiðanleg hjól í samkeppni við
Vespuna og einnig til útflutnings.
Fyrstu gerðirnar komu á markað
árið 1951 en sú sem kom hingað til
lands var 1953 árgerð og 5 hestöfl
Það hefur þýtt að um VMS2-hjólið
hefur verið að ræða sem var með
125 rsm vél og fáanlegt í mörgum
litum. Framleiðsla á Terrot-skút-
erum var allt til ársins 1957.
NSU framleiddi einnig skútera
og voru þeir notaðir til lögreglu-
starfa, bæði í Reykjavík, Akureyri
og á Keflavíkurflugvelli kringum
1960. NSU var ekki eini fram leið-
andi skútera frá Tékkóslóvakíu því
einnig kom hingað tegund sem hét
Cezeta. Hófst framleiðsla þeirra
árið 1957 og hingað kom eitt eintak
af þeirri árgerð. Var það hjól í eigu
konu á Akureyri sem hét Birgit og
er það hjól enn til í dag og mun vera
á leið í uppgerð.
Annars konar vespur fyrri tíma
Birgit á Cezeta-vespunni sinni hlaðinni farangri en eins og sjá má var hjólið
engin smásmíði eða um tveir metrar að lengd.
Franski Terrot-skúterinn á auglýs-
ingaplakati frá sjötta áratugnum.
Þýsku Goggo-hjólin voru klunnaleg
útlits en praktísk í notkun.
NSU Prima var meðal annars notuð
af lögreglunni á Akureyri .
Moto Scoot vespan kom á markað
1936 og var þekkt fyrir einfaldleika.
Eitt af framtíðarmódelum
Harley-Davidson virðist ásamt
Pan America-hjólinu sloppið við
niðurskurð framleiðandans. Það
er Custom 1250 Sportsterinn sem
nú er áætlað að komi á markað
strax síðla árs 2021. Hjólið var
frumsýnt árið 2018 og verður
með nýju Revolution Max-vélinni
sem talin er nauðsynleg fyrir
framtíð merkisins, ekki síst í
Evrópu þar sem mengunarreglur
eru mun strangari. Er hjólið líka
talið nauðsynlegt til að reisa við
minnkandi sölu merkisins en Har-
ley-Davidson hefur talsvert verið
í fréttum að undanförnu vegna
taps og væntanlegs niðurskurðar
vegna þess. Hjól eins og Bronx
Streetfighter sem nota á 975 rúm-
sentimetra útgáfu af Revolution-
vélinni hefur hins vegar verið
sett á hilluna í bili. Revolution
Max-vélin verður einnig í Pan
America-hjólinu en hún á að gefa
gott af l á lægri snúningi, og Pan
America-hjólið kemur á markað
á undan Custom-hjólinu. Custom
1250-hjólið hefur ekki fengið
almennilegt nafn ennþá en þess er
ef laust að vænta á næstunni áður
en það verður frumsýnt í fram-
leiðsluútgáfu.
Harley-Davidson Custom kemur á næsta ári
Línur Harley-
Davidson 1250
Custom hjólsins
er kraftalegar
og nýja vélin er
áberandi.
10 BÍLAR 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R