Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 46
Hamir er listaverka-bók ef t ir l ist a-konuna Önnu Jóu. Í bókinni eru lit-prentanir af teikn-ingum og vatnslita-
myndum ásamt ljóðrænum textum.
Spurð hvers konar hami hún sé
að fjalla um segir Anna Jóa: „Ham-
irnir eru í grunninn fatnaður en
svo vindur sú hugsun upp á sig.
Hugmyndin að bókinni kviknaði
árið 2016 þegar ég vann að undir-
búningi sýningar og hugurinn leit-
aði tólf ár aftur í tímann, til fáeinna
blýantsteikninga af f líkum sem ég
hafði lagt frá mér. Ég hafði hrifist af
hversdagsfegurð þeirra, mynstrum
og efnum, og á þeim tíma hafði ég
byrjað að horfa á klæði sem hami
og velta fyrir mér hliðstæðum þess
að hafa fataskipti og taka ham-
skiptum.
Þessar teikningar komu í fram-
haldi af málverkum sem ég hafði þá
unnið að um nokkurt skeið og fólu í
sér hugleiðingar um vensl innri afla
og yfirborðs, sjálfs og umhverfis.
Þegar ég opnaði svo teikniblokkina
með þessum teikningum skynjaði
ég sterkt tímann sem liðinn var og
tilfinningin fyrir hömum varð enn
áleitnari. Ég leit í kringum mig,
kom auga á uppáhaldstrefil, tók
upp blýant, f letti upp á nýrri síðu í
teikniblokkinni og byrjaði á nýrri
mynd þar sem frá var horfið. Þá var
eins og tíminn gufaði upp; ég stökk
aftur í tímann en fann þó að ég var
að ýmsu leyti hamskiptingur, enda
liðin tólf ár. Minningar og hugsanir
um myndbreytingar og umbreyt-
ingar kölluðu fram ljóðræn skrif
samfara gerð nýrra teikninga og
vatnslitamynda og úr varð bókin
Hamir.“
Samspil mynda og texta
Spurð hvort hún hafi unnið texta
og myndir nokkurn veginn sam-
hliða segir Anna Jóa: „Þetta var
samhangandi ferli enda eru skrif
og teikning náskyldar athafnir.
Skrifin voru spunakennd, og gátu
af sér knappa texta sem ég sýni við
hlið teikninganna, sem eins konar
hliðarsjálf þeirra. Í hönnun bókar-
innar er áhersla á andrými og sam-
leik mynda og texta, og líka stígandi
í þeirri frásögn sem fólgin er í sam-
slættinum.“
Hún er spurð hvernig hún myndi
skilgreina textann og svarar: „Text-
arnir eru ekki settir fram sem prósi,
en kannski eru þeir á mörkum ljóða
og prósaljóða. Ég hef stundum lýst
innihaldi bókarinnar sem ljóða-
teikningum. Í bókinni er ef til vill
fólgin viss frásögn en einnig má lesa
einstaka texta, en einnig myndirn-
ar, sem ljóð. Og póesían er ekki síst
í samspili mynda og texta.“
Töfrar vatnslita
Í bókinni eru 32 litprentanir af
blýants- og litblýantsteikningum
og myndum sem unnar voru með
gvassi, sem er tegund vatnslita.
„Ég minnist þess frá námsárunum
í Myndlista- og handíðaskólanum
að sagt var um teikningar mínar að
þær væru malerískar, sem ég held
að megi rekja til áhuga á birtu og
hreyfingu, og nánar tiltekið á þeim
fínlegu en mikilvægu hræringum
sem íslenskan á um frábært orð:
„blæbrigði“ – en það er eiginlega lág-
stemmd gerð hamskipta. Í Hömum
er undirliggjandi frásögn af slíkri
tjáningu og því hvernig hún magn-
aðist þegar ég tók upp vatnslitina.
Ég hef alltaf dregist mjög að nánd og
töfrum vatnslita.“
Ástríða fyrir eigin listsköpun
Spurð hvort hún hafi fengist mikið
við skáldskap segir listakonan: „Lík-
lega má segja að ég hafi gert það, í
víðum skilningi orðsins „skáld-
skapur“, enda fengist lengi við list-
sköpun. Ef hugsað er um skáldskap
orðanna, þá hef ég notað texta í
ýmsum myndlistarverkum, en það
var fyrst með Hömum sem ég braust
inn í rými hversdagsins með aðferð
ljóðsins, eins og Jóhannes Dagsson
orðar það í eftirmála sem hann
ritar í bókina. Ég hef haldið margar
sýningar á myndverkum mínum
en þetta er fyrsta bókin mín, og ég
er með þá næstu í smíðum. Af ein-
hverjum ástæðum hefur ljóðræn
textagerð sótt á mig í tengslum við
myndsköpunina og þetta hefur
sett svip á síðustu sýningar mínar,
til dæmis í Listasafni Árnesinga í
fyrra og nú síðast einkasýningu í
Nesstofu.“
Anna Jóa lauk námi í Myndlista-
og handíðaskólanum og hélt til
framhaldsnáms í París og lauk þar
meistaranámi í myndlist árið 1996.
Hún hefur sýnt talsvert í gegnum
tíðina bæði hér heima og erlendis,
aðallega olíumálverk, vatnslita-
myndir og teikningar, sem og texta-
og ljósmyndaverk og stundum þrí-
víð verk. „Ég hef alltaf verið grúskari
og haft áhuga á listasögu og því
fór ég síðar í listfræði við Háskóla
Íslands og lauk þar bæði BA- og
MA-prófum. Í framhaldinu fór ég
að vinna talsvert við umfjöllun
um myndlist, bæði sem kennari,
gagnrýnandi og fræðimaður. En sú
reynsla hefur síður en svo dregið
úr ástríðu minni fyrir eigin list-
sköpun,“ segir hún.
Minningar og hugsanir um myndbreytingar
Listakonan Anna Jóa sendir frá sér listaverkabók með myndum og ljóðrænum textum. Hún lýsir
innihaldi bókarinnar sem ljóðateikningum og segist alltaf hafa dregist mjög að nánd og töfrum vatnslita.
Hugmyndin að
bókinni kvikn-
aði árið 2016,
segir Anna Jóa.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
SKRIFIN VORU
SPUNAKENND, OG
GÁTU AF SÉR KNAPPA TEXTA
SEM ÉG SÝNI VIÐ HLIÐ TEIKN-
INGANNA, SEM EINS KONAR
HLIÐARSJÁLF ÞEIRRA.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir
Jóhann Waage jólasölu-og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins
Sími 550-5656 / johannwaage@frettabladid.is
Miðvikudaginn 9. desember gefur Fréttablaðið út sérblaðið
JÓLAGJÖF FAGMANNSINS
Á fagmaðurinn í fjölskyldunni ekki skilið bestu áanlegu jólagjöfina,
hvort sem hann er að ditta að bílnum, er að smíða í skúrnum, vinnur í
garðinum, sinnir listum, eldar og svo margt fleira?
Jólagjöf Fagmannsins er frábært blað sem hefur komið út fyrir jólin
síðustu 5 ár og núna horfum við til netverslunar í stórum mæli.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING