Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 10
Kínversk stjórnvöld ættu að skammast sín fyrir þessa birtingu. Þetta lítillækkar þau í augum heimsins. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu Eldgos í Indónesíu Þúsundir íbúa hafa f lúið heimili sín á eyjunni Lembata í Indónesíu eftir að gos hófst í eldfjallinu Ili Lewotolok á sunnudag. Samkvæmt fulltrúa almannavarna í landinu lést enginn í gosinu. Indónesía er eitt virkasta eldfjallasvæði heims en þar eru alls 129 virk eldfjöll. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ÁSTRALÍA Ástralir eru ævareiðir Kínverjum eftir að fulltrúi utan- ríkisráðuneytis Kína, Zhao Lijian, birti umdeilda mynd á Twitter- reikningi sínum. Um var að ræða sviðsetta mynd af áströlskum her- manni þar sem hann heldur hníf að hálsi afgansks drengs undir yfir- skriftinni: „Ekki vera hræddur, við erum að koma á friði.“ Er um að ræða tilvísun í niður- stöður nýlegrar skýrslu þar sem haldið var fram að ástralskir her- menn hefðu drepið 39 óbreytta borgara og fanga í Afganistan. Hefur skýrslan vakið gríðarlega athygli í Ástralíu en þrettán hermönnum var vikið úr starfi eftir að hún var gerð opinber. Þá hefur ástralski herinn farið fram á að rannsakað verði hvort hermennirnir hafi gerst sekir um stríðsglæpi. Auk myndbirtingarinnar skrifaði Lijian að hann væri miður sín yfir morðum ástralskra hermanna og að Kínverjar fordæmdu slíkar gjörðir og gerðu kröfu um að þeim sem bæru ábyrgð á þeim yrði refsað. Scott Morrison, forsætisráð- herra Ástralíu, hefur krafist þess að Twitt er fjarlægi myndina sem hann segir ósmekklega og falsaða. Þá fór hann einnig fram á að utan- ríkisráðuneyti Kína bæðist form- lega afsökunar á birtingunni. „Kín- versk stjórnvöld ættu að skammast sín fyrir þessa birtingu. Þetta lítillækkar þau í augum heimsins.“ Játaði forsætisráðherrann að það andaði köldu milli þjóðanna en að þetta væri ekki leiðin til að leysa deilurnar. Samskipti Ástrala og Kínverja hafa verið kuldaleg undanfarið þrátt fyrir mikil viðskipti milli þjóðanna. Ástralar hafa á undan- förnum árum gagnrýnt Kínverja fyrir hernaðarbrölt í Suður-Kína- hafi, meðferð á Úígúrum, afskipti af Hong-Kong og Taívan og ýmis mannréttindabrot. Í apríl voru Ástralir í hópi þjóða sem kölluðu eftir alþjóðlegri rannsókn á upp- runa kórónaveirunnar sem féll í grýttan jarðveg hjá kínverskum yfirvöldum. Svöruðu Kínverjar með því að setja margs konar höml- ur á innflutning ástralskra matvæla til Kína, til að mynda hærri tolla og margs konar tafir við innf lutning á landamærum. Þrátt fyrir erj- urnar voru Kínverjar og Ástralir í hópi fimmtán ríkja Austur-Asíu og Eyjaálfu sem skrifuðu undir gríðarstóran fríverslunarsamning í byrjun nóvember. Um miðjan nóvember skrifuðu Ástralir undir varnarsamning við Japan sem Kínverjar líta á sem beina ögrun. Kínverjar líta á Ástrali sem eina helstu bandamenn Banda- ríkjamanna í Vestur-Kyrrahafi og töldu þeir að samningurinn við Japani væri að undirlagi Banda- ríkjamanna. „Ástralir taka síendur- teknar ákvarðanir sem ganga gegn hagsmunum Kína, sem er ástæðan fyrir hratt hnignandi samskiptum þjóðanna á þessum erfiðu tímum,“ sagði áðurnefndur Lijian á blaða- mannafundi við það tækifæri og sagði að ábyrgðin á versnandi sam- skiptum ríkjanna lægi hjá Ástralíu. bjornth@frettabladid.is Krefst afsökunarbeiðni Kína Samskipti Ástralíu og Kína eru við frostmark eftir umdeilda myndbirtingu háttsetts kínversks embættis- manns á Twitter. Kínverjar segja Ástrali endurtekið hafa tekið ákvarðanir gegn þeirra hagsmunum. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fordæmdi myndbirtingu kínverska embættismannsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ÍR AN Íranskur ör yg gisfulltrúi hefur sakað Ísrael um að beita fjarstýrðum vopnum við morðið á kjarnorkuvísindamanninum Mohsen Fakhrizadeh. Fakhriza- deh var myrtur í skotárás skammt frá höfuðborginni Teheran síðast- liðinn föstudag. Hann var hátt- settur í íranska hernum og talið er að hann hafi verið yfir kjarnorku- vopnaverkefni landsins. Írönsk yfirvöld sögðu í fyrstu að morðið á Fakhrizadeh hefði verið framið af mönnum vopnuðum vélbyssum og sprengiefni. Ali Shamkani, ritari þjóðarör- yggisráðs Íran, varpaði hins vegar ásökununum fram í útför Fakhriza- deh þar sem hann sagði að enginn árásarmaður hefði verið á staðnum og að aðgerðinni hefði verið fjar- stýrt. Íranska ríkisfréttastofan Fars hefur einnig greint frá því að Fakrizadeh hafi verið myrtur með fjarstýrðri vélbyssu úr kyrrstæðum bíl sem hafi sprungið nokkrum mínútum síðar. Yfirvöld í Ísrael hafa ekki sent frá sér neinar yfir- lýsingar vegna morðsins en Íranir hafa hótað hefndum. – atv Íranir segja morðið fjarstýrt Frá útför Fakhrizadeh. NÍGERÍA Minnst 110 létust í árásum Boko Haram í norðausturhluta Nígeríu á sunnudag. Þetta er haft eftir talsmönnum Sameinuðu þjóðanna í landinu. Árásin átti sér stað við þorpið Koshobe þar sem árásarmenn- irnir réðust á almenna borgara úti á hrísgrjónaökrum. Samkvæmt sjónarvottum var fórnarlömbun- um safnað saman og þau bundin áður en árásarmennirnir tóku þau af lífi með því að skera þau á háls. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur fordæmt árásina og segir „landið allt hafa verið sært með þessum tilgangslausu morðum“. Þetta er ein hræðilegasta árás á svæðinu síðastliðna mánuði en í síðasta mánuði létust 22 akur- yrkjubændur í árás Boko Haram. – atv Minnst 110 látnir í árás Boko Haram Íranska ríkisfréttastofan Fars segir Fakrizadeh hafa verið myrtan með fjar- stýrðri vélbyssu úr kyrr- stæðum bíl. Fjölmargir lágu í valnum. 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.