Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 50
Misbrigði er sam-star fsverkefni fatahönnunar-brautar og Fata-söfnunar Rauða kross Íslands. Nemar á öðru ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands vinna línur unnar í samstarfi við Fatasöfnun- ina. „Það er tilkomið vegna áhuga beggja aðila á því að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Fata- söfnun Rauða krossins sinnir og vandans sem fylgir textílsóun ann- ars vegar og hins vegar að gefa fata- hönnunarnemum tækifæri á áhuga- verðu lærdómsferli. Það er von okkar allra sem komum að þessu að fólk átti sig á þeirri hættu sem stafar af sóuninni í dag, vandi betur valið þegar fatnaður er keyptur, reyni að lengja líftímann með öllum ráðum og að lokum að henda ekki neinum textíl heldur láta hann heldur af hendi rakna til Fatasöfnunarinn- ar,“ segir Katrín María Káradóttir, fag stjóri fatahönnunardeildar við Listaháskóla Íslands. Hún segir námskeiðið upphaflega hafa byrjað sem tilraunaverkefni en nú öðlast fastan sess á brautinni. Aukin áhersla hefur verið lögð á sjálf bærni, ekki bara í fatahönn- unardeild, heldur skólanum öllum. „Það er þó alltaf einhver þróun í því, til dæmis hvernig við nálgumst efnivið, lengd og nú breytta miðlun. Það hefur frá upphafi verið kennt á öðru ári og verið svona fyrsta verkefnið í náminu sem markvisst hefur verið unnið með það í huga að miðla út fyrir veggi skólans. Hvað sjálf bærni varðar þá hef ég lagt mjög aukinn þunga á sjálfbærni á fatahönnunarbrautinni og það má segja um allar brautir Hönnunar- deildar og skólans alls í heild sinni enda ekki vanþörf á.“ Katrín segir að hugmyndin um að sýna í búðargluggunum hafi kviknað þegar þau áttuðu sig á að þau yrðu að vinna námskeiðið í kringum breyttan veruleika. „Venjulega höfum verið verið með tískusýningu og svo í fram- haldinu aðra sýningu sem fjallað hefur dýpra um ferlið og um fata- söfnunina þar sem fólk hefur getað komið og skoðað skissubækur, ljósmyndir teknar bak við tjöldin, skoðað fötin í návígi og eitt árið gafst meira að segja tækifæri til að máta. Nú í haust var ekki hægt að treysta á að við gætum haft slíkt í boði en við sáum líka strax tækifæri sem annars konar miðlun býður upp á og ákváðum að gera mynd- bönd.“ Katrín María segir breytt fyrir- komulag hafi opnað á að geta sýnt víðar enda séu bæði Fatasöfnunin og Listaháskólinn að þjónusta allt landið. „Við sáum fyrir okkur að í þessu ástandi væri gaman að nú, þegar allir eru úti að ganga þegar svo margt er lokað, gætu þeir séð verkin og kannski fengið innblástur fyrir eigin hugmyndir,“ segir hún. Heimsfaraldurinn hefur eins og áður sagði haft áhrif á miðlun verk- efnisins að sögn Katrínar. „En svo hafa verið nokkuð tíðar lokanir eða þrengri opnun á sauma- verkstæði, hópaskiptingar, grímur, hanskar og spritt. Við höfum verið heppin með að ekki eru margir nemendur á hverju ári en það hefur þurft að skipta upp og skiptast á og annað eins og gengur. Þetta hefur samt gengið ótrúlega vel og allir lagst á eitt um á að láta þetta ganga enda mjög skemmtilegt og skapandi verkefni og boðskapurinn auðvitað gríðarlega mikilvægur.“ Hægt er að skoða verkefnin nánar á misbrigdi.com. steingerdur@frettabladid.is Áherslan á sjálfbærni eykst með hverju ári Aukin áhersla hefur verið lögð á sjálfbærni í hönnun síðustu árin. Annars árs nemar í fatahönnun við LHÍ hafa unnið línur í sam- starfi við Fatasöfnun Rauða krossins. Tískusýning varð að bíða en hægt er að berja útkomuna augum í verslunum Rauða krossins. Fatnaðurinn verður til sýnis í Rauðakrossbúðunum við Laugaveg, á Akureyri og Egilsstöðum. Línan De- formography er eftir Halldór Karlsson. MYND/ VAKA NJÁLS- DÓTTIR „Meginstef línunnar eru hnútar sem hnýttir eru á ólíka vegu,“ segir Tekla Sól Ingibjartsdóttir um sína línu. MYND/EYRÚN HADDÝ HÖGNADÓTTIR Luminous Desire eftir Örnu I. Arn- órsdóttur. MYND/EGILL MAGNÚSSON Christina Wärchter vildi túlka vel- líðan í flíkum. MYND/JANINA LINDROLLS Línan 1940 er innblásin af spænskum konum á eftir- stríðsárunum og er eftir Maríu Sabaró. MYND/ MARÍA SABARÓ Úr línunni Einurð eftir Atla Geir Alfreðsson en hann fékk meðal annars inn- blástur frá mínímalískum íslenskum arkitektúr. MYND/ATLI GEIR ALFREÐSSON 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.